Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2023 14:35 Áætlað er að nýi Baldur hefji siglingar á Breiðafirði um miðjan nóvember. Siglt er á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Vegagerðin Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemu fram að Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Sæferða, hafi skrifað undir samninginn í dag. Ferjan Baldur er nú í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði en fram kemur að nauðsynlegt hafi verið að ráðst í nokkrar breytingar til að skipið getið þjónað siglingum á Breiðafirði með viðkomu í Flatey. Unnið hafi verið að því að koma fyrir nýjum þilfarskrana, nýjum landfestuvindum, færa björgunarbáta, útbúa geymslusvæði á þilfari og mála skipið að utan svo það helsta sé nefnt. Einnig hafi verið unnið að almennu viðhaldi véla og búnaðar. „Vonast var til að þessari vinnu myndi ljúka fyrir lok október en vætutíð hefur seinkað allri vinnu við málun og þar með verkinu í heild. Sæferðir sem sinnt hafa þjónustu við Flatey á Breiðafirði gera það með skipinu Særúnu þangað til Baldur verður tilbúinn til reksturs á Breiðafirði,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Eitt tilboð barst í útboði Greint var frá því í sumar að Vegagerðin hefði samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst sem ætlað var að taka við Breiðafjarðarsiglingum. Kaupin á Röst komu í kjölfar útboðs þar sem einungis fékkst eitt tilboð. Upphaflega stóð til að leggja af ferjusiglingar á Breiðafirði við lok samnings við Sæferðir vorið 2023. Vegagerðin ákvað að falla frá þeirri ákvörðun og halda áfram siglingum og var vísað til þess að miklar breytingar hefðu orðið á atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum bæði hvað varðar uppbyggingu fiskeldis og ferðaþjónustu. Ferjan Röst, sem hefur nú fengið nafnið Baldur, er smíðuð árið 1991, tekur 250 farþega og rúmar fimm stóra flutningabíla. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir og Bergþóra Þorkelsdóttir.Vegagerðin Langt og strangt ferli Haft er eftir Bergþóru að þetta sé búið að vera langt og strangt ferli að endurnýja Baldur en að það hafi tekist mjög vel til. „Við erum ánægð með nýja skipið og endurbæturnar sem gerðar hafa verið og væntum mikils af því. Við gerum okkur vonir um að siglingar Baldurs á Breiðafirði reynist farsælar.“ Þá er haft eftir Jóhönnu Ósk að hún teki heilshugar undir þetta og að hún væri ánægð með samninginn við Vegagerðina og með nýjan Baldur. „Við trúm því að þetta verði farsælt samstarf og að þjónustan muni eflast með þessu nýja skipi.“ Ferjan Baldur Stykkishólmur Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25. júlí 2023 23:18 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemu fram að Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Jóhanna Ósk Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Sæferða, hafi skrifað undir samninginn í dag. Ferjan Baldur er nú í slipp hjá Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði en fram kemur að nauðsynlegt hafi verið að ráðst í nokkrar breytingar til að skipið getið þjónað siglingum á Breiðafirði með viðkomu í Flatey. Unnið hafi verið að því að koma fyrir nýjum þilfarskrana, nýjum landfestuvindum, færa björgunarbáta, útbúa geymslusvæði á þilfari og mála skipið að utan svo það helsta sé nefnt. Einnig hafi verið unnið að almennu viðhaldi véla og búnaðar. „Vonast var til að þessari vinnu myndi ljúka fyrir lok október en vætutíð hefur seinkað allri vinnu við málun og þar með verkinu í heild. Sæferðir sem sinnt hafa þjónustu við Flatey á Breiðafirði gera það með skipinu Særúnu þangað til Baldur verður tilbúinn til reksturs á Breiðafirði,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Eitt tilboð barst í útboði Greint var frá því í sumar að Vegagerðin hefði samið við Torghatten Nord um kaup á ferjunni Röst sem ætlað var að taka við Breiðafjarðarsiglingum. Kaupin á Röst komu í kjölfar útboðs þar sem einungis fékkst eitt tilboð. Upphaflega stóð til að leggja af ferjusiglingar á Breiðafirði við lok samnings við Sæferðir vorið 2023. Vegagerðin ákvað að falla frá þeirri ákvörðun og halda áfram siglingum og var vísað til þess að miklar breytingar hefðu orðið á atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum bæði hvað varðar uppbyggingu fiskeldis og ferðaþjónustu. Ferjan Röst, sem hefur nú fengið nafnið Baldur, er smíðuð árið 1991, tekur 250 farþega og rúmar fimm stóra flutningabíla. Jóhanna Ósk Halldórsdóttir og Bergþóra Þorkelsdóttir.Vegagerðin Langt og strangt ferli Haft er eftir Bergþóru að þetta sé búið að vera langt og strangt ferli að endurnýja Baldur en að það hafi tekist mjög vel til. „Við erum ánægð með nýja skipið og endurbæturnar sem gerðar hafa verið og væntum mikils af því. Við gerum okkur vonir um að siglingar Baldurs á Breiðafirði reynist farsælar.“ Þá er haft eftir Jóhönnu Ósk að hún teki heilshugar undir þetta og að hún væri ánægð með samninginn við Vegagerðina og með nýjan Baldur. „Við trúm því að þetta verði farsælt samstarf og að þjónustan muni eflast með þessu nýja skipi.“
Ferjan Baldur Stykkishólmur Vesturbyggð Samgöngur Tengdar fréttir Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25. júlí 2023 23:18 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Sæferðir segja upp öllu starfsfólki vegna óvissu Sæferðir í Stykkishólmi var eini þátttakandi í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði. Þrátt fyrir það er enn óljóst hvort samningar náist um reksturinn og því hefur verið ákveðið að segja upp öllum 22 starfsmönnum Sæferða. 25. júlí 2023 23:18