Sjö ár í fullt jafnrétti hér en þrjú hundruð í heiminum öllum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2023 13:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Forsætisráðherra vonar að sú athygli sem kvennaverkfallið hér á landi vakti hjá erlendum fjölmiðlum hafi jákvæð áhrif á jafnréttisbaráttu um allan heim. Þó enn séu stórar áskoranir í jafnréttismálum er hún vongóð um að jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi árið 2030. Skipuleggjendur kvennaverkfallsins sögðu í gær magnað að finna fyrir þeirri samstöðu sem var á Arnarhóli þar sem sjötíu til hundrað þúsund manns mættu og tóku þátt í baráttufundi. Þær sögðu fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Jafnrétti 2030 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er vongóð um að fullu jafnrétti verði náð á næstu árum. „Það var stórkostlegt að finna þessa skýru kröfu um fullt jafnrétti. Við höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Katrín segir til þess að það takist þurfi að ná árangri á ýmsum vígstöðvum. „Við erum að vinna að því að innleiða jafnlaunavottun sem hefur skilað heilmiklum árangri. Annað verkefni er hvernig við getum metið virði starfa en við sjáum merki um að hefðbundin kvennastörf séu metin með öðrum hætti en hefðbundin karlastörf. Það er tilraunaverkefni í gangi í fjármálaráðuneytinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins þar sem við ætlum að ráðast á þennan vegg. Ég tel að hann útskýri að miklu leyti þann kynbundna launamun sem er enn til staðar. Síðan erum við að vinna að breytingum til að bæta réttarstöðu brotaþola og skerpa á lagaumgjörð í kringum þá. Þá er í gangi forvarnaráætlun í jafnréttismálum í öllum grunnskólum landsins,“ segir Katrín. Kvennaverkfallið vakti mikla athygli erlendis. BBC, CNN, AP , Guardian, New York Times, Al Jazeera og NBS voru meðal þeirra miðla sem fjölluðu um það. Þá ræddi Katrín einnig við nokkra erlenda fréttamiðla. Katrín vonar að skilaboð héðan hafi áhrif jafnréttisbaráttu annars staðar í heiminum. „Staðan í jafnréttismálum er alls ekki góð á alþjóðavísu. Ef við höldum áfram á sama hraða eru 300 ár í að heimurinn nái jafnrétti kynjanna það er algjörlega óásættanleg staða. Ég vona að kvennaverkfallið í gær þar sem gerðar voru skýrar kröfur fyrir konur og kvár hér á landi,að það smiti út frá sér til alls heimsins. Þetta eru grundvallarmannréttindi fyrir okkur öll,“ segir Katrín. Kvennaverkfall Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Skipuleggjendur kvennaverkfallsins sögðu í gær magnað að finna fyrir þeirri samstöðu sem var á Arnarhóli þar sem sjötíu til hundrað þúsund manns mættu og tóku þátt í baráttufundi. Þær sögðu fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. Jafnrétti 2030 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er vongóð um að fullu jafnrétti verði náð á næstu árum. „Það var stórkostlegt að finna þessa skýru kröfu um fullt jafnrétti. Við höfum allar forsendur til að ná fullu jafnrétti fyrir árið 2030. Katrín segir til þess að það takist þurfi að ná árangri á ýmsum vígstöðvum. „Við erum að vinna að því að innleiða jafnlaunavottun sem hefur skilað heilmiklum árangri. Annað verkefni er hvernig við getum metið virði starfa en við sjáum merki um að hefðbundin kvennastörf séu metin með öðrum hætti en hefðbundin karlastörf. Það er tilraunaverkefni í gangi í fjármálaráðuneytinu og hjá aðilum vinnumarkaðarins þar sem við ætlum að ráðast á þennan vegg. Ég tel að hann útskýri að miklu leyti þann kynbundna launamun sem er enn til staðar. Síðan erum við að vinna að breytingum til að bæta réttarstöðu brotaþola og skerpa á lagaumgjörð í kringum þá. Þá er í gangi forvarnaráætlun í jafnréttismálum í öllum grunnskólum landsins,“ segir Katrín. Kvennaverkfallið vakti mikla athygli erlendis. BBC, CNN, AP , Guardian, New York Times, Al Jazeera og NBS voru meðal þeirra miðla sem fjölluðu um það. Þá ræddi Katrín einnig við nokkra erlenda fréttamiðla. Katrín vonar að skilaboð héðan hafi áhrif jafnréttisbaráttu annars staðar í heiminum. „Staðan í jafnréttismálum er alls ekki góð á alþjóðavísu. Ef við höldum áfram á sama hraða eru 300 ár í að heimurinn nái jafnrétti kynjanna það er algjörlega óásættanleg staða. Ég vona að kvennaverkfallið í gær þar sem gerðar voru skýrar kröfur fyrir konur og kvár hér á landi,að það smiti út frá sér til alls heimsins. Þetta eru grundvallarmannréttindi fyrir okkur öll,“ segir Katrín.
Kvennaverkfall Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira