Ísland stefnulaust í vímuefnavörnum frá 2020 Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2023 15:19 Sigmar Guðmundsson Viðreisn vakti athygli á því að Ísland hefur í raun verið stefnulaust í vímuefnamálum síðan 2020. vísir/vilhelm Sigmar Guðmundsson Viðreisn spurði heilbrigðisráðherra hvort þess væri að vænta að stjórnvöld settu fram stefnu varðandi vímuefnavandann en fátt varð um svör. Í fyrirspurnartíma á Alþingi óskaði Sigmar konum til hamingju með daginn en engar þingkonur voru staddar á Alþingi. Aðeins karlráðherrar voru til svara, þeir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Og það var einmitt við Willum Þór sem Sigmar vildi tala. Er ráðuneytið að gera eitthvað? Sigmar vildi hafa sem baksvið fyrirspurn sinni það að vímuefnavandinn – fíknisjúkdómurinn – legðist sérlega þungt á konur. Félagsleg staða þeirra væri verri og þær útsettari fyrir ofbeldi, hótunum og hvers kyns óhæfuverkum. Og þær þyrftu því oft önnur úrræði sem tækju lengri tíma. Heldur tómlegt var um að litast í þingsal í dag en fyrirspurnartímann bar upp á sama tíma og fjöldi kvenna hélt samstöðufund á Arnarhóli.vísir/vilhelm Hann vildi vekja athygli á grein sem Alma Möller landlæknir skrifaði á dögunum þar sem hún sagði meðal annars að stefna í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020, frá desember 2013 væri löngu útrunnin. „Embætti landlæknis hefur margítrekað nauðsyn þess, bæði við heilbrigðisráðuneyti og Velferðarnefnd Alþingis að setja þurfi nýja og heildstæða stefnu um þennan flókna málaflokk,“ skrifar Alma. Sigmar nefndi þau meðferðarúrræði sem væru til staðar, Vogur og SÁÁ, Krísuvík og Hlaðgerðarkot en þar væri mikil bið, að komast inn í meðferð. Og Sigmar spurði hvort það væri einhver í ráðuneytinu að vinna að þessum málum, í því sem snýr að því sem landlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum að komið yrði á fót slíkum hópi sem til dæmis mætti kalla Fíknivaktina? Ráðherra vill setja aukinn kraft í stöðumat Willum Þór viðurkenndi hreinskilnislega að það þyrfti að standa betur að þessu. „Ég hef kannski ekki kynnt mér þetta sérstaklega eða ekki fyrr en ég tók að mér þá ábyrgð að verða heilbrigðisráðherra,“ sagði Willum Þór og fór yfir að þarna að baki væru flóknar félagslegar forsendur sem þyrfti að sníða þjónustuna að. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra viðurkenndi hreinskilnislega að hann hefði ekkert sett sig inn í vímuefnamál, ekki bara fyrr en hann tók við sem heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelm Willum Þór viðurkenndi einnig að stefnan hafi raunverulega runnið út 2020. „Þá var sett í gang stöðumat sem ekki er lokið og ég hef verið að bíða eftir,“ sagði Willum og vildi meina að hann hefði nú sett aukinn kraft í það og „þá heildrænu stefnu á sama tíma og höfum við sett af stað hóp á fót og viðbrögð stjórnvalda, þetta er komið í gang.“ Willum Þór sagðist hafa átt samtöl við landlækni um þessi efni og það stæði til að setja aukinn kraft í Fíknivaktina. Sigmar sagði það rétt að menn tækju oft meira inn á sig málefni sem stæðu þeim nærri en þannig væri að þessi málaflokkur teygði sig inn í allar fjölskyldur og alla hópa samfélagsins. Og þetta væri flókinn vandi. Alþingi Fíkn Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi óskaði Sigmar konum til hamingju með daginn en engar þingkonur voru staddar á Alþingi. Aðeins karlráðherrar voru til svara, þeir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Og það var einmitt við Willum Þór sem Sigmar vildi tala. Er ráðuneytið að gera eitthvað? Sigmar vildi hafa sem baksvið fyrirspurn sinni það að vímuefnavandinn – fíknisjúkdómurinn – legðist sérlega þungt á konur. Félagsleg staða þeirra væri verri og þær útsettari fyrir ofbeldi, hótunum og hvers kyns óhæfuverkum. Og þær þyrftu því oft önnur úrræði sem tækju lengri tíma. Heldur tómlegt var um að litast í þingsal í dag en fyrirspurnartímann bar upp á sama tíma og fjöldi kvenna hélt samstöðufund á Arnarhóli.vísir/vilhelm Hann vildi vekja athygli á grein sem Alma Möller landlæknir skrifaði á dögunum þar sem hún sagði meðal annars að stefna í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020, frá desember 2013 væri löngu útrunnin. „Embætti landlæknis hefur margítrekað nauðsyn þess, bæði við heilbrigðisráðuneyti og Velferðarnefnd Alþingis að setja þurfi nýja og heildstæða stefnu um þennan flókna málaflokk,“ skrifar Alma. Sigmar nefndi þau meðferðarúrræði sem væru til staðar, Vogur og SÁÁ, Krísuvík og Hlaðgerðarkot en þar væri mikil bið, að komast inn í meðferð. Og Sigmar spurði hvort það væri einhver í ráðuneytinu að vinna að þessum málum, í því sem snýr að því sem landlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum að komið yrði á fót slíkum hópi sem til dæmis mætti kalla Fíknivaktina? Ráðherra vill setja aukinn kraft í stöðumat Willum Þór viðurkenndi hreinskilnislega að það þyrfti að standa betur að þessu. „Ég hef kannski ekki kynnt mér þetta sérstaklega eða ekki fyrr en ég tók að mér þá ábyrgð að verða heilbrigðisráðherra,“ sagði Willum Þór og fór yfir að þarna að baki væru flóknar félagslegar forsendur sem þyrfti að sníða þjónustuna að. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra viðurkenndi hreinskilnislega að hann hefði ekkert sett sig inn í vímuefnamál, ekki bara fyrr en hann tók við sem heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelm Willum Þór viðurkenndi einnig að stefnan hafi raunverulega runnið út 2020. „Þá var sett í gang stöðumat sem ekki er lokið og ég hef verið að bíða eftir,“ sagði Willum og vildi meina að hann hefði nú sett aukinn kraft í það og „þá heildrænu stefnu á sama tíma og höfum við sett af stað hóp á fót og viðbrögð stjórnvalda, þetta er komið í gang.“ Willum Þór sagðist hafa átt samtöl við landlækni um þessi efni og það stæði til að setja aukinn kraft í Fíknivaktina. Sigmar sagði það rétt að menn tækju oft meira inn á sig málefni sem stæðu þeim nærri en þannig væri að þessi málaflokkur teygði sig inn í allar fjölskyldur og alla hópa samfélagsins. Og þetta væri flókinn vandi.
Alþingi Fíkn Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira