Efling og eigendurnir sjá um jarðarförina Helena Rós Sturludóttir skrifar 20. október 2023 11:40 Adrian vonast til að geta borið föður sinn til grafar í næstu viku. Vísir/Steingrímur Dúi Adrian Wisniewski, sonur mannsins sem lést í eldsvoða á Funahöfða, segist þakklátur öllum þeim sem hafa sett sig í samband við hann vegna kostnaðar við jarðarför föður hans. Hann segir Eflingu og eiganda húsnæðisins við Funahöfða ætla að stranda straum af kostnaði við jarðarförina. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var rætt við Adrian sem er sonur Mareks Zeon Wisniewski sem lést í eldsvoðanum á Funahöfða á mánudag. Marek bjó í herberginu þar sem eldurinn kviknaði og var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús en lést á gjörgæsludeild. Adrian sagði aðstæður föður síns í húsnæðinu afar slæmar en húsnæðið er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði og er því ósamþykkt sem slíkt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þó greint frá því að úttekt hafi verið gerð á húsnæðinu í apríl. Í kjölfar þeirrar úttektar voru gerðar nokkrar athugasemdir og tækifæri gefin til úrbóta. Búið var að bæta úr öllum atriðum nema einu sem var gefinn aukinn frestur á, sem varðar brunastiga af annarri hæð. Bruninn á mánudag kom upp á fyrstu hæð hússins svo ekki reyndi á brunastigann í því tilfelli. Fjöldi fólks setti sig í samband við Adrian í kjölfar viðtalsins í gær og bauð fram aðstoð sína til að standa straum af útfararkostnaði og segist Adrian afar þakklátur. Efling og eigandi húsnæðisins séu meðal þeirra og að þau muni sjá um kostnaðinn. „Ég er mjög glaður og fullur aðdáunar yfir því hversu margir settu sig í samband við mig með ýmsum leiðum til að aðstoða,“ segir Adrian. Hann bætir við að hann sé nú á leiðinni til sýslumanns til að ganga frá ýmsum pappírum í tengslum við andlát föður síns. Bruni á Funahöfða Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð. 20. október 2023 10:41 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar tvö í gær var rætt við Adrian sem er sonur Mareks Zeon Wisniewski sem lést í eldsvoðanum á Funahöfða á mánudag. Marek bjó í herberginu þar sem eldurinn kviknaði og var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús en lést á gjörgæsludeild. Adrian sagði aðstæður föður síns í húsnæðinu afar slæmar en húsnæðið er ekki skráð sem íbúðarhúsnæði og er því ósamþykkt sem slíkt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þó greint frá því að úttekt hafi verið gerð á húsnæðinu í apríl. Í kjölfar þeirrar úttektar voru gerðar nokkrar athugasemdir og tækifæri gefin til úrbóta. Búið var að bæta úr öllum atriðum nema einu sem var gefinn aukinn frestur á, sem varðar brunastiga af annarri hæð. Bruninn á mánudag kom upp á fyrstu hæð hússins svo ekki reyndi á brunastigann í því tilfelli. Fjöldi fólks setti sig í samband við Adrian í kjölfar viðtalsins í gær og bauð fram aðstoð sína til að standa straum af útfararkostnaði og segist Adrian afar þakklátur. Efling og eigandi húsnæðisins séu meðal þeirra og að þau muni sjá um kostnaðinn. „Ég er mjög glaður og fullur aðdáunar yfir því hversu margir settu sig í samband við mig með ýmsum leiðum til að aðstoða,“ segir Adrian. Hann bætir við að hann sé nú á leiðinni til sýslumanns til að ganga frá ýmsum pappírum í tengslum við andlát föður síns.
Bruni á Funahöfða Reykjavík Stéttarfélög Tengdar fréttir Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð. 20. október 2023 10:41 Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41 Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01 Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03 Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Efling tekur þátt í útfararkostnaðinum Formaður Eflingar segir að ákveðið hafi verið að taka þátt útfarakostnaði manns sem lést í eldsvoða á Funahöfða í vikunni þó hann hafi ekki verið búinn að ávinna sér þau réttindi hjá félaginu. Eigendur Funahöfða 7 hafa sömuleiðis boðið fram fjárhagsaðstoð. 20. október 2023 10:41
Maðurinn sem lést var rúmlega sextugur Pólverji Maðurinn sem lést í kjölfar brunans á Funahöfða á mánudag, var pólskur. Hann var fæddur árið 1962. Eldsupptök eru enn ókunn, en á meðal þess sem lögregla hefur til rannsóknar er myndefni bæði innan úr húsnæðinu sem og utandyra. 18. október 2023 10:41
Samskipti við eigendur húsnæðisins hafi verið til fyrirmyndar Slökkviliðstjóri segir samskipti við eigendur húsnæðisins við Funahöfða 7, þar sem maður lést í kjölfar eldsviða í gær, hafa verið til fyrirmyndar. Þúsundir búa í iðnaðarhúsnæði hér á landi sem hann segir að þurfi ekki endilega að vera slæmt. 17. október 2023 20:01
Látinn eftir bruna á Funahöfða Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bruna í Funahöfða 7 í Reykjavík í gær er látinn. Tveir aðrir sem slösuðust eru á batavegi. 17. október 2023 11:03
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37