Segir fólki að hætta að hneykslast á áhrifavöldum og horfa á stóru myndina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2023 15:01 Tony Bellew hefur náð að búa sér til líf eftir hnefaleikaferlinn bæði í fjölmiðlum og með því að leika í kvikmyndinni Creed III. Getty/Dave J Hogan Fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum er ekki einn af þeim sem gagnrýnir bardaga áhrifavalda sem eru mjög áberandi þessa dagana í bardagaheiminum. Tony Bellew hélt sjálfur heimsmeistaratitli í þéttivigt (cruiserweight) á árunum 2016 til 2017 og hann hefur nú sent KSI kveðju og stuðning eftir að áhrifavaldurinn tapaði á umdeildan hátt á móti hnefaleikakappanum Tommy Fury á dögunum. „Ég hef talað við hann. JJ er góður strákur og hann leggur mikið á sig. Það er fyndið að það hneykslast enginn þegar fræga fólkið mætir til að spila fótboltaleik,“ sagði Tony Bellew í viðtali hjá talkSPORT. Margir í hnefaleikaheiminum óttast það að allir þessir bardagar hjá áhrifavöldum eins og KSI og Jake Paul séu að hafa slæm áhrif á íþróttina en Bellew er ekki sammála því. Gagrýnin er á það að fólk sé að horfa á slaka hnefaleikamenn berjast í stað þess að horfa á þá sem eiga að kunna eitthvað í íþróttinni. „Af hverju erum við að missa okkur yfir því þegar frægt fólk vill keppa í hnefaleikum? Þessir blaðamenn og jafnvel hnefaleikakappar stíga fram og segja að þetta sé skömm fyrir sportið. Af hverju er þetta skömm? Þeir eru ekki að taka peninga af ykkar borði,“ sagði Bellew. „Það er algjört brjálæði hvað fólk er reitt út í þá. Ég skil ekki þessa reiði. Þeir fara bara sína leið í þessu,“ sagði Bellew. Hann vill að fólk horfi frekar á stóru myndina og átti sig á því að þessir bardagar séu að auka áhuga á hnefaleikaíþróttinni. „Ég fór í hnefaleikasal í gærkvöldi til að tala við krakka og það voru tvö hundruð krakkar mættir. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að það sé ekki vegna KSI. Ég segi ykkur það að þeir eru að hvetja svo marga krakka úr mismunandi aðstæðum til að prófa hnefaleika,“ sagði Bellew. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Box Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Tony Bellew hélt sjálfur heimsmeistaratitli í þéttivigt (cruiserweight) á árunum 2016 til 2017 og hann hefur nú sent KSI kveðju og stuðning eftir að áhrifavaldurinn tapaði á umdeildan hátt á móti hnefaleikakappanum Tommy Fury á dögunum. „Ég hef talað við hann. JJ er góður strákur og hann leggur mikið á sig. Það er fyndið að það hneykslast enginn þegar fræga fólkið mætir til að spila fótboltaleik,“ sagði Tony Bellew í viðtali hjá talkSPORT. Margir í hnefaleikaheiminum óttast það að allir þessir bardagar hjá áhrifavöldum eins og KSI og Jake Paul séu að hafa slæm áhrif á íþróttina en Bellew er ekki sammála því. Gagrýnin er á það að fólk sé að horfa á slaka hnefaleikamenn berjast í stað þess að horfa á þá sem eiga að kunna eitthvað í íþróttinni. „Af hverju erum við að missa okkur yfir því þegar frægt fólk vill keppa í hnefaleikum? Þessir blaðamenn og jafnvel hnefaleikakappar stíga fram og segja að þetta sé skömm fyrir sportið. Af hverju er þetta skömm? Þeir eru ekki að taka peninga af ykkar borði,“ sagði Bellew. „Það er algjört brjálæði hvað fólk er reitt út í þá. Ég skil ekki þessa reiði. Þeir fara bara sína leið í þessu,“ sagði Bellew. Hann vill að fólk horfi frekar á stóru myndina og átti sig á því að þessir bardagar séu að auka áhuga á hnefaleikaíþróttinni. „Ég fór í hnefaleikasal í gærkvöldi til að tala við krakka og það voru tvö hundruð krakkar mættir. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að það sé ekki vegna KSI. Ég segi ykkur það að þeir eru að hvetja svo marga krakka úr mismunandi aðstæðum til að prófa hnefaleika,“ sagði Bellew. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Box Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira