Innlent

Leita tveggja vegna hnífaárásar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Árásin átti sér stað á Barónsstíg í Reykjavík.
Árásin átti sér stað á Barónsstíg í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Lögregla hefur frá því í gær leitað tveggja manna vegna hnífaárásar sem átti sér stað á Barónsstíg í Reykjavík í gærmorgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við Vísi og tekur fram að þeirra sé enn leitað.

Einn var handtekinn vegna málsins í morgun og sleppt lausum eftir yfirheyrslu.

RÚV greindi fyrst frá málinu. Í frétt miðilsins kemur fram að sá sem varð fyrir árásinni hafi verið fluttur á slysadeild en ekki verið alvarlega slasaður.

Þá hafi almennir lögreglumenn vopnast vegna málsins og sérsveitin verið kölluð til.

Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið [email protected] eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×