Þingmennirnir mættir til Þingvalla Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. október 2023 11:14 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra stígur inn í rútu í morgun. Vísir/Vilhelm Stjórnarþingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru mættir til Þingvalla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnufund. Forsætisráðherra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráðherraskipti verði ekki rædd þar. Í morgun var greint frá því að þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, ætluðu að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þar verði ýmis mál rædd. „Það er nú gaman að segja frá því að þetta er dagur sem var ákveðinn fyrir löngu síðan, löngu fyrir afsögn fjármála-og efnahagsráðherra. Þetta er vinnudagur þingflokka stjórnarflokkanna, sem er nú hefð fyrir og við erum að fara að ræða ýmis mál og þingveturinn framundan.“ Bjarni gaf fréttastofu ekki kost á viðtali í morgun.Vísir/Vilhelm Næstu skref komi í ljós á morgun Er búið að taka einhverjar ákvarðanir um næstu skref? „Það er nú bara þannig að það er ríkisráðsfundur á morgun og þá koma næstu skref í ljós.“ Má búast við miklum hrókeringum í ríkisstjórninni? „Ég held það sé best að við bíðum morgundagsins til að sjá hvernig þetta endar.“ Telur þú og er það ljóst á þessu stigi að Bjarni Benediktsson fari í ráðherrastól? „Þetta eins og ég segi kemur allt í ljós á morgun á ríkisráðsfundi. Þessi ríkisstjórnarfundur snerist nú um ýmis önnur mál, þannig að við vorum ekki að ræða þau hér.“ Sigurður Ingi í rútunni í morgun.Vísir/Vilhelm Segir stöðu ríkisstjórnarinnar sterka Katrín segir að hún telji stöðu ríkisstjórnarinnar sterka þrátt fyrir atburði síðustu daga. Síðustu dagar hafi verið notaðir til að ræða verkefnin framundan. „Við höfum auðvitað notað þessa daga til að ræða verkefnin framundan, setja þau niður með skýrari hætti. Þannig að ég tel að við stöndum bara nokkuð styrkum fótum,“ segir Katrín. Það hefur verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni að þú hafir staðið ansi þétt við bakið á fjármálaráðherra í allri orrahríðinni um Íslandsbanka, hvernig myndirðu svara þeirri gagnrýni? „Já, að sjálfsögðu og það má eiginlega segja það um ríkisstjórnina alla, að við höfum gert það. enda tel ég að við höfum fylgt ráðum, bæði okkar stofnana og þeirra sem um þessi mál höndala innan stjórnarráðsins og ég tel að þau ráð hafi verið gefin eftir bestu vitund. Þannig að ég tel að það sé nú staðan í þessu máli.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á leið í rútuna. Vísir/Vilhelm Starsmenn á vegum Framsóknarflokksins ferja veigar í rútuna.Vísir/Vilhelm Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Þingvellir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Í morgun var greint frá því að þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, ætluðu að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að þar verði ýmis mál rædd. „Það er nú gaman að segja frá því að þetta er dagur sem var ákveðinn fyrir löngu síðan, löngu fyrir afsögn fjármála-og efnahagsráðherra. Þetta er vinnudagur þingflokka stjórnarflokkanna, sem er nú hefð fyrir og við erum að fara að ræða ýmis mál og þingveturinn framundan.“ Bjarni gaf fréttastofu ekki kost á viðtali í morgun.Vísir/Vilhelm Næstu skref komi í ljós á morgun Er búið að taka einhverjar ákvarðanir um næstu skref? „Það er nú bara þannig að það er ríkisráðsfundur á morgun og þá koma næstu skref í ljós.“ Má búast við miklum hrókeringum í ríkisstjórninni? „Ég held það sé best að við bíðum morgundagsins til að sjá hvernig þetta endar.“ Telur þú og er það ljóst á þessu stigi að Bjarni Benediktsson fari í ráðherrastól? „Þetta eins og ég segi kemur allt í ljós á morgun á ríkisráðsfundi. Þessi ríkisstjórnarfundur snerist nú um ýmis önnur mál, þannig að við vorum ekki að ræða þau hér.“ Sigurður Ingi í rútunni í morgun.Vísir/Vilhelm Segir stöðu ríkisstjórnarinnar sterka Katrín segir að hún telji stöðu ríkisstjórnarinnar sterka þrátt fyrir atburði síðustu daga. Síðustu dagar hafi verið notaðir til að ræða verkefnin framundan. „Við höfum auðvitað notað þessa daga til að ræða verkefnin framundan, setja þau niður með skýrari hætti. Þannig að ég tel að við stöndum bara nokkuð styrkum fótum,“ segir Katrín. Það hefur verið gagnrýnt af stjórnarandstöðunni að þú hafir staðið ansi þétt við bakið á fjármálaráðherra í allri orrahríðinni um Íslandsbanka, hvernig myndirðu svara þeirri gagnrýni? „Já, að sjálfsögðu og það má eiginlega segja það um ríkisstjórnina alla, að við höfum gert það. enda tel ég að við höfum fylgt ráðum, bæði okkar stofnana og þeirra sem um þessi mál höndala innan stjórnarráðsins og ég tel að þau ráð hafi verið gefin eftir bestu vitund. Þannig að ég tel að það sé nú staðan í þessu máli.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á leið í rútuna. Vísir/Vilhelm Starsmenn á vegum Framsóknarflokksins ferja veigar í rútuna.Vísir/Vilhelm
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Þingvellir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira