Ópíóíðafaraldurinn hugleikinn Bubba á nýrri plötu Lovísa Arnardóttir skrifar 12. október 2023 21:52 Hrár líkami á plötuumslaginu endurspeglar plötuna sjálfa. Vísir/Vilhelm og Anna Maggý Bubbi Morthens gefur út nýja plötu á miðnætti, Ljós og skuggar. Plötuna vann hann með Magnúsi Jóhanni og Hafsteini Þráinssyni. Hann segir lögin þung og dökk og fjalli um fíkn, ást og missi. Bubbi Morthens gefur á miðnætti út nýja plötu sem ber heitið Ljós og skuggar. „Ég er búin að klára tvær plötur og valdi að gefa þessa út núna,“ segir Bubbi. Plötuna vann hann með Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni og Hafsteini Þráinssyni sem báðir hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Magnús leikur á píanó og hljómborð af ýmsum toga á plötunni á meðan Hafsteinn spilar á fjölda gítara. Bubbi spilar svo sjálfur á kassagítar og munnhörpu. „Þeim langaði að vinna með mér og fengu dálítið frítt spil. Ég dældi á þá lögum og leyfði þeim að ráða hvaða lög færu á plötuna. Ég hafði auðvitað eitthvað um að það að segja, en í það heila þá völdu þeir dálítið dökk og þung lög,“ segir Bubbi. Hann segir að saman hafi þeir þrír skapað dökkan hljóðheim þar sem ýmis hljóðfæri lágtíðninnar spila stóra rullu, eins og bassaklarínett og kontrabassi sem dæmi. Samdi eitt lagið í útför ungs manns Bubbi segir efnistök laganna í þyngri kantinum en þegar hann samdi textana var honum mjög hugleikinn ópíóíðafaraldurinn á Íslandi, fíkn, loftslagsbreytingar og #metoo byltingin. Lagatitlar plötunnar „En þarna má líka finna lög um haustið, ástina og missi. Ástin þín er farin fjallar um missi, sáran missi. Holan er lag sem ég samdi að stórum hluta í kirkju á meðan ég beið þess að syngja yfir kornungum manni. Þessi plata er, eins og svo oft hjá mér, þá er ég að spegla samtímann, samfélagið og sjálfan mig. Menn geta nánast súmmerað inn að allan ferillinn minn hef ég alltaf fjallað um þetta; fíknina, dauðann og ástina og samfélagið í einhverri mynd hverju sinni,“ segir Bubbi og heldur áfram: „Ég sest aldrei niður og hugsa að ég ætli að vera vinsæll. Eða að ég ætli að semja lag sem slær í gegn. Það er ávísun á hamfarir og vitleysu. En ef þú semur það sem hjartað og maginn segja þér að semja þá gerast fallegir hlutir og ég hef alltaf sagt að ég elti ekki tískuna, heldur búi ég hana til. Það er svo mikilvægt á tímum eins og þessum að tónlistin hafi einhvern annan tilgang en að fróa þér. Að hún krefji þig hlustunar og að hugsa spurninga, en um leið á einhvers konar máta sem gerir þér kleift að fara inn í þennan heim.“ Raddirnar nánast sú sama Fjöldi annarra tónlistarmanna koma að gerð plötunnar eins og Magnús Tryggvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Jóel Pálsson, Guðný Jónsdóttir og fleiri. „Svo er GDRN. Við syngjum hlið við hlið tvö lög ofan í hvort annað. Þannig raddirnar okkar verða nánast eins og ein rödd. Flest lögin eru unnin á þann veg að ég söng og spilaði þetta í sama hljóðnemann samtímis. Þannig sköpuðum við mjög brothætt og en um leið tært hljóð.“ Ber að ofan á plötuumslaginu Á plötuumslaginu er mynd af Bubba sem ljósmyndarinn Anna Maggý tók. Hann er ber að ofan og sést í nokkur af þeim mörgu húðflúrum sem hann er með. „Þetta er í anda hráleika plötunnar. Hrár líkami þakinn húðflúrum.“ View this post on Instagram A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) Bubbi segir að hann, Magnús og Hafsteinn verði hjá Gísla Marteini annað kvöld og spili þar lög af plötunni en býst ekki endilega við því að halda útgáfutónleika fyrr en eftir áramót, efni plötunnar kalli ekki á jólatónleika. Platan verður aðgengileg á streymisveitum á miðnætti en kemur einnig út á geisladisk og vínyl. Bubbi segir að honum finnist alltaf best að hlusta sjálfur á vínyl og mælir með því að hlusta á hana í heild sinni. „Þegar þú byrjar að hlusta hvet ég þig til að hlusta á alla plötuna í einu. Þá ferðu í gegnum þetta ferðalag.“ Tónlist Fíkn Tengdar fréttir Bubbi þverneitar því að vera orðinn ellilífeyrisþegi Bubbi Morthens, rokkkóngurinn sjálfur, frægasti reiði ungi maður landsins er nú orðinn 67 ára gamall. Sem þýðir að hann fær afslátt í strætó og frítt sund. 6. júní 2023 11:34 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Bubbi Morthens gefur á miðnætti út nýja plötu sem ber heitið Ljós og skuggar. „Ég er búin að klára tvær plötur og valdi að gefa þessa út núna,“ segir Bubbi. Plötuna vann hann með Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni og Hafsteini Þráinssyni sem báðir hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Magnús leikur á píanó og hljómborð af ýmsum toga á plötunni á meðan Hafsteinn spilar á fjölda gítara. Bubbi spilar svo sjálfur á kassagítar og munnhörpu. „Þeim langaði að vinna með mér og fengu dálítið frítt spil. Ég dældi á þá lögum og leyfði þeim að ráða hvaða lög færu á plötuna. Ég hafði auðvitað eitthvað um að það að segja, en í það heila þá völdu þeir dálítið dökk og þung lög,“ segir Bubbi. Hann segir að saman hafi þeir þrír skapað dökkan hljóðheim þar sem ýmis hljóðfæri lágtíðninnar spila stóra rullu, eins og bassaklarínett og kontrabassi sem dæmi. Samdi eitt lagið í útför ungs manns Bubbi segir efnistök laganna í þyngri kantinum en þegar hann samdi textana var honum mjög hugleikinn ópíóíðafaraldurinn á Íslandi, fíkn, loftslagsbreytingar og #metoo byltingin. Lagatitlar plötunnar „En þarna má líka finna lög um haustið, ástina og missi. Ástin þín er farin fjallar um missi, sáran missi. Holan er lag sem ég samdi að stórum hluta í kirkju á meðan ég beið þess að syngja yfir kornungum manni. Þessi plata er, eins og svo oft hjá mér, þá er ég að spegla samtímann, samfélagið og sjálfan mig. Menn geta nánast súmmerað inn að allan ferillinn minn hef ég alltaf fjallað um þetta; fíknina, dauðann og ástina og samfélagið í einhverri mynd hverju sinni,“ segir Bubbi og heldur áfram: „Ég sest aldrei niður og hugsa að ég ætli að vera vinsæll. Eða að ég ætli að semja lag sem slær í gegn. Það er ávísun á hamfarir og vitleysu. En ef þú semur það sem hjartað og maginn segja þér að semja þá gerast fallegir hlutir og ég hef alltaf sagt að ég elti ekki tískuna, heldur búi ég hana til. Það er svo mikilvægt á tímum eins og þessum að tónlistin hafi einhvern annan tilgang en að fróa þér. Að hún krefji þig hlustunar og að hugsa spurninga, en um leið á einhvers konar máta sem gerir þér kleift að fara inn í þennan heim.“ Raddirnar nánast sú sama Fjöldi annarra tónlistarmanna koma að gerð plötunnar eins og Magnús Tryggvason Eliassen, Ómar Guðjónsson, Jóel Pálsson, Guðný Jónsdóttir og fleiri. „Svo er GDRN. Við syngjum hlið við hlið tvö lög ofan í hvort annað. Þannig raddirnar okkar verða nánast eins og ein rödd. Flest lögin eru unnin á þann veg að ég söng og spilaði þetta í sama hljóðnemann samtímis. Þannig sköpuðum við mjög brothætt og en um leið tært hljóð.“ Ber að ofan á plötuumslaginu Á plötuumslaginu er mynd af Bubba sem ljósmyndarinn Anna Maggý tók. Hann er ber að ofan og sést í nokkur af þeim mörgu húðflúrum sem hann er með. „Þetta er í anda hráleika plötunnar. Hrár líkami þakinn húðflúrum.“ View this post on Instagram A post shared by Bubbi Morthens (@bubbimorthensofficial) Bubbi segir að hann, Magnús og Hafsteinn verði hjá Gísla Marteini annað kvöld og spili þar lög af plötunni en býst ekki endilega við því að halda útgáfutónleika fyrr en eftir áramót, efni plötunnar kalli ekki á jólatónleika. Platan verður aðgengileg á streymisveitum á miðnætti en kemur einnig út á geisladisk og vínyl. Bubbi segir að honum finnist alltaf best að hlusta sjálfur á vínyl og mælir með því að hlusta á hana í heild sinni. „Þegar þú byrjar að hlusta hvet ég þig til að hlusta á alla plötuna í einu. Þá ferðu í gegnum þetta ferðalag.“
Tónlist Fíkn Tengdar fréttir Bubbi þverneitar því að vera orðinn ellilífeyrisþegi Bubbi Morthens, rokkkóngurinn sjálfur, frægasti reiði ungi maður landsins er nú orðinn 67 ára gamall. Sem þýðir að hann fær afslátt í strætó og frítt sund. 6. júní 2023 11:34 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Bubbi þverneitar því að vera orðinn ellilífeyrisþegi Bubbi Morthens, rokkkóngurinn sjálfur, frægasti reiði ungi maður landsins er nú orðinn 67 ára gamall. Sem þýðir að hann fær afslátt í strætó og frítt sund. 6. júní 2023 11:34