Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum Stefán Árni Pálsson skrifar 5. október 2023 12:30 Fyrsta stopp Svíþjóð og þaðan til Taílands. Það dreymir eflaust marga um að selja húsið, bílinn, allt dótið sem sankað hefur verið að sér í gegnum tíðina og fara bara til útlanda í góða veðrið og verðið. En svo er þetta bara hugmynd sem aldrei verður að veruleika. Þau Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, eiginkona hans matráðurinn Hrefna Katrín Björgvinsdóttir og börn þeirra tvö sem eru þriggja og fimm ára ætla þó að láta af þessu verða. Þau eru búin að selja húsið, fullt af dóti og eru á leið til útlanda í óákveðinn tíma. Sindri Sindrason hitti parið á dögunum og fékk að vita planið en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við ætlum að fara til Taílands og eitthvað meira í rúmt ár, með krakkana og bara njóta lífsins,“ segir Hrefna. „Þessi hugmynd kom í raun frá stráknum okkar, hann spurði mig þegar ég var að fara á sjó af hverju ég þyrfti að fara, af hverju gætum við bara ekki verið í fríi saman og haft það næs. Þá fór ég að pæla í þessu meira og við vildum bara vera í fríi saman og hafa gaman,“ segir Þorvaldur. View this post on Instagram A post shared by Hrefna Katrín (@flakkariprakkari) Húsið var þá sett á sölu, seldist á tveimur vikum og þá hófst skipulagning. „Þá kom Asía upp, ódýrir staðir og spennandi staðir,“ segir Þorvaldur. Vilja vera þar sem góða veðrið er „Nú er að koma vetur í Evrópu og það var ekki í myndinni að fara þangað þar sem okkur langaði að vera þar sem væri hlýtt,“ segir Hrefna en fjölskyldan er lögð af stað til Svíþjóðar þar sem þau verða í viku og síðan er beint flug til Bangkok. Fjölskyldan byrjar á því að vera í einn mánuð á flakki um Taíland og þaðan til Víetnam. „Svo ætlum við bara að bíða aðeins með að ákveða meira og sjá aðeins hvernig þetta fer í krakkana. Ef þetta leggst vel í alla þá ætlum við bara að halda áfram en ef fólk er orðið þreytt á því að ferðast þá förum við bara heim,“ segir Þorvaldur en krakkarnir eru þriggja ára og fimm. Stefnan er samt sem áður sett á að fara aftur til Dalvíkur, þar sem þau bjuggu, næsta haust en það er samt sem áður allt opið í huga þeirra, hvort þau einfaldlega ílengist erlendis. „Þetta er fínn tími til að eiga smá pening inni á bók og við sjáum fyrir okkur að geta nánast lifað á vöxtunum. Þess vegna spilar þetta svæði inn, það er hægt að lifa frekar ódýrt þarna,“ segir Þorvaldur. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Íslands í dag frá því í gærkvöldi en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum Ísland í dag Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Sjá meira
En svo er þetta bara hugmynd sem aldrei verður að veruleika. Þau Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, eiginkona hans matráðurinn Hrefna Katrín Björgvinsdóttir og börn þeirra tvö sem eru þriggja og fimm ára ætla þó að láta af þessu verða. Þau eru búin að selja húsið, fullt af dóti og eru á leið til útlanda í óákveðinn tíma. Sindri Sindrason hitti parið á dögunum og fékk að vita planið en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Við ætlum að fara til Taílands og eitthvað meira í rúmt ár, með krakkana og bara njóta lífsins,“ segir Hrefna. „Þessi hugmynd kom í raun frá stráknum okkar, hann spurði mig þegar ég var að fara á sjó af hverju ég þyrfti að fara, af hverju gætum við bara ekki verið í fríi saman og haft það næs. Þá fór ég að pæla í þessu meira og við vildum bara vera í fríi saman og hafa gaman,“ segir Þorvaldur. View this post on Instagram A post shared by Hrefna Katrín (@flakkariprakkari) Húsið var þá sett á sölu, seldist á tveimur vikum og þá hófst skipulagning. „Þá kom Asía upp, ódýrir staðir og spennandi staðir,“ segir Þorvaldur. Vilja vera þar sem góða veðrið er „Nú er að koma vetur í Evrópu og það var ekki í myndinni að fara þangað þar sem okkur langaði að vera þar sem væri hlýtt,“ segir Hrefna en fjölskyldan er lögð af stað til Svíþjóðar þar sem þau verða í viku og síðan er beint flug til Bangkok. Fjölskyldan byrjar á því að vera í einn mánuð á flakki um Taíland og þaðan til Víetnam. „Svo ætlum við bara að bíða aðeins með að ákveða meira og sjá aðeins hvernig þetta fer í krakkana. Ef þetta leggst vel í alla þá ætlum við bara að halda áfram en ef fólk er orðið þreytt á því að ferðast þá förum við bara heim,“ segir Þorvaldur en krakkarnir eru þriggja ára og fimm. Stefnan er samt sem áður sett á að fara aftur til Dalvíkur, þar sem þau bjuggu, næsta haust en það er samt sem áður allt opið í huga þeirra, hvort þau einfaldlega ílengist erlendis. „Þetta er fínn tími til að eiga smá pening inni á bók og við sjáum fyrir okkur að geta nánast lifað á vöxtunum. Þess vegna spilar þetta svæði inn, það er hægt að lifa frekar ódýrt þarna,“ segir Þorvaldur. Hér að neðan má sjá brot úr innslagi Íslands í dag frá því í gærkvöldi en hægt er að sjá þáttinn í heild sinni á Stöð 2+. Klippa: Seldu húsið og halda til Asíu þar sem lifað verður á vöxtunum
Ísland í dag Íslendingar erlendis Ástin og lífið Mest lesið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Sjá meira