Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. október 2023 18:37 Kílómetragjald fyrir rafmagns- og vetnisbíla verða sex krónur frá og með áramótum ef frumvarpið nær í gegn. Vísir/Vilhelm/Baldur Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. Áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um frumvarp sem hann hyggst leggja fram um kílómetragjald á alla rafmagns- og vetnisbíla voru kynnt í dag. Frumvarpið gerir ráð fyrir tveggja króna kílómetragjaldi á tengiltvinnbíla og sex króna kílómetragjaldi á rafmagns- og vetnisbíla. Þannig er áætlað að eigendur slíkra bifreiða greiði sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og þeir sem aka bensín- og dísilbíla. „Ég fagna reyndar þessum áherslubreytingum stjórnvalda varðandi skattlagningu á ökutæki og FÍB lagði fram núna fyrr á árinu tillögur um kílómetragjald þannig að þetta er kannski angi af þessari hugmyndafræði, sem er jákvætt í sjálfu sér,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB um gjaldið fyrirhugaða, en segir félagið hafa viljað sjá málið betur útfært. Til að mynda ræði um eitt fast gjald á alla rafknúna fólksbíla óháð þyngd og orkunotkun. Að auki sé gjaldið óeðlilega hátt í sumum tilvikum. „Og í einhverjum tilvikum er þetta hærra heldur en svokölluð notkunargjöld væru í gegnum eldsneyti af brunahreyfilsbílum,“ segir Runólfur. _______ „En þetta er auðvitað núna bara áfangi og það getur kannski tekið einhverjum breytingum í meðferðum þingsins,“ segir Runólfur, sem segir félagið ekki deila á þá hugmyndafræði að raf- og tengiltvinnbílar taki þátt í kostnaði við slit á vegakerfinu. Hann segir áformin þó jákvætt fyrsta skref. „Við teljum allavega að þessi hugmyndafræði, að fara yfir þessa kílómetrainnheimtu, sé jákvætt. Við fögnum því. Þá þarf bara útfærslan að koma betur fram en þetta er eitthvað sem, til framtíðar, mun væntanlega verða það skattaform sem við munum sjá varðandi skattlagningu á ökutækjaumferð. “ Runólfur segist hafa áhyggjur af því að gjaldið komi til með að draga óeðlilega mikið út hvatanum til orkuskipta. Að það gæti komið niður á áhuga landsmanna á orkubílum. Aðspurður hvort hann spái því að landsmenn muni leggja að jöfnu bíla sem drifnir eru áfram af raforku annars vegar og jarðefnaeldsneyti hins vegar segir Runólfur fólk nú þegar farið að reikna út hvort það borgi sig að skipa út rafbílnum. Sér í lagi fólk sem þurfi að aka langan veg daglega. Þá yrði næsti kostur neyslugrannur dísilbíll. „Og það er ekki hluti af markmiðasetningu stjórnvalda um orkuskipti og árangur í loftslagsmálum. Þannig að það þarf að hugsa þetta meira heildrænt, held ég,“ segir Runólfur að lokum. Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Orkumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um frumvarp sem hann hyggst leggja fram um kílómetragjald á alla rafmagns- og vetnisbíla voru kynnt í dag. Frumvarpið gerir ráð fyrir tveggja króna kílómetragjaldi á tengiltvinnbíla og sex króna kílómetragjaldi á rafmagns- og vetnisbíla. Þannig er áætlað að eigendur slíkra bifreiða greiði sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og þeir sem aka bensín- og dísilbíla. „Ég fagna reyndar þessum áherslubreytingum stjórnvalda varðandi skattlagningu á ökutæki og FÍB lagði fram núna fyrr á árinu tillögur um kílómetragjald þannig að þetta er kannski angi af þessari hugmyndafræði, sem er jákvætt í sjálfu sér,“ segir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB um gjaldið fyrirhugaða, en segir félagið hafa viljað sjá málið betur útfært. Til að mynda ræði um eitt fast gjald á alla rafknúna fólksbíla óháð þyngd og orkunotkun. Að auki sé gjaldið óeðlilega hátt í sumum tilvikum. „Og í einhverjum tilvikum er þetta hærra heldur en svokölluð notkunargjöld væru í gegnum eldsneyti af brunahreyfilsbílum,“ segir Runólfur. _______ „En þetta er auðvitað núna bara áfangi og það getur kannski tekið einhverjum breytingum í meðferðum þingsins,“ segir Runólfur, sem segir félagið ekki deila á þá hugmyndafræði að raf- og tengiltvinnbílar taki þátt í kostnaði við slit á vegakerfinu. Hann segir áformin þó jákvætt fyrsta skref. „Við teljum allavega að þessi hugmyndafræði, að fara yfir þessa kílómetrainnheimtu, sé jákvætt. Við fögnum því. Þá þarf bara útfærslan að koma betur fram en þetta er eitthvað sem, til framtíðar, mun væntanlega verða það skattaform sem við munum sjá varðandi skattlagningu á ökutækjaumferð. “ Runólfur segist hafa áhyggjur af því að gjaldið komi til með að draga óeðlilega mikið út hvatanum til orkuskipta. Að það gæti komið niður á áhuga landsmanna á orkubílum. Aðspurður hvort hann spái því að landsmenn muni leggja að jöfnu bíla sem drifnir eru áfram af raforku annars vegar og jarðefnaeldsneyti hins vegar segir Runólfur fólk nú þegar farið að reikna út hvort það borgi sig að skipa út rafbílnum. Sér í lagi fólk sem þurfi að aka langan veg daglega. Þá yrði næsti kostur neyslugrannur dísilbíll. „Og það er ekki hluti af markmiðasetningu stjórnvalda um orkuskipti og árangur í loftslagsmálum. Þannig að það þarf að hugsa þetta meira heildrænt, held ég,“ segir Runólfur að lokum.
Skattar og tollar Bílar Vistvænir bílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkuskipti Orkumál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira