Fjölbreyttar hugmyndir hlutu kosningu: „Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims“ Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. október 2023 23:14 Eiríkur Búi kveðst fagna fjölbreytileika hugmyndanna. Ein þeirra var að skilti í Breiðholti. Vísir Sextíu og tvær hugmyndir hlutu kosningu í verkefninu Hverfið mitt, sem lauk í síðustu viku. Hugmyndirnar voru af ýmsum toga, allt frá gróðursetningu á opnum svæðum til stærri verkefna á borð við Alexöndruróló. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttar hugmyndirnar voru í keppninni í ár. „Nú er tekið við hjá okkur ferli þar sem við förum að undirbúa framkvæmdir og hanna hugmyndir. Í því ferli erum við auðvitað í samráði við nærsamfélagið. Við bjóðum hugmyndahöfundum á samráðsfund þar sem þau geta útskýrt sínar hugmynd nánar. Síðan förum við líka fyrir íbúaráð hverfanna og kynnum aðeins þær hugmyndir sem hlutu kosningu og hvað við sjáum fyrir okkur.“ Eiríkur á von á að framkvæmdir hefjist strax í vor. „Eitthvað gæti orðið fyrr til að mynda er hugmynd um jólaland í Laugardalnum. Við reynum auðvitað að koma því strax fyrir þessi jól en við þurfum að sjá hvernig það tekst til, en oftast erum við að reyna klára allar framkvæmdir á næsta ári, árið 2024.“ Hverfisskilti í Breiðholti Meðal hugmynda sem hlutu kosningu voru andahús á Reykjavíkurtjörn, þar sem endur geta verpt í friði og skilti sem býður borgarbúa og fleiri velkomna í Breiðholtið. Rætt var við Jóhann Sveinsson, hugmyndasmið skiltisins í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi og í öllum svona flottustu svæðum heims einhver glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims. Það vita það allir sem hingað hafa komið,“ segir hann. Hann segir að staðsetning skiltisins hafi verið valin þar sem hún sé gefi tónin fyrir Breiðholtið. Útsýni sé þaðan yfir blokkir sem einkenni Breiðholtið og staðsetningin ljósmyndavæn. „Það væri í rauninni glæsilegt að vera með flott skilti með þessum bakgrunni.“ Þá segir hann að síminn hafi ekki stoppað síðan í ljós kom að hugmyndin hefði hlotið brautargengi í kosningu íbúa. Fólks sé að „peppa yfir sig“ og geti ekki beðið eftir því að skiltið rísi. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira
Hugmyndirnar voru af ýmsum toga, allt frá gróðursetningu á opnum svæðum til stærri verkefna á borð við Alexöndruróló. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir ánægjulegt að sjá hversu fjölbreyttar hugmyndirnar voru í keppninni í ár. „Nú er tekið við hjá okkur ferli þar sem við förum að undirbúa framkvæmdir og hanna hugmyndir. Í því ferli erum við auðvitað í samráði við nærsamfélagið. Við bjóðum hugmyndahöfundum á samráðsfund þar sem þau geta útskýrt sínar hugmynd nánar. Síðan förum við líka fyrir íbúaráð hverfanna og kynnum aðeins þær hugmyndir sem hlutu kosningu og hvað við sjáum fyrir okkur.“ Eiríkur á von á að framkvæmdir hefjist strax í vor. „Eitthvað gæti orðið fyrr til að mynda er hugmynd um jólaland í Laugardalnum. Við reynum auðvitað að koma því strax fyrir þessi jól en við þurfum að sjá hvernig það tekst til, en oftast erum við að reyna klára allar framkvæmdir á næsta ári, árið 2024.“ Hverfisskilti í Breiðholti Meðal hugmynda sem hlutu kosningu voru andahús á Reykjavíkurtjörn, þar sem endur geta verpt í friði og skilti sem býður borgarbúa og fleiri velkomna í Breiðholtið. Rætt var við Jóhann Sveinsson, hugmyndasmið skiltisins í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi og í öllum svona flottustu svæðum heims einhver glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er náttúrlega eitt af flottustu svæðum heims. Það vita það allir sem hingað hafa komið,“ segir hann. Hann segir að staðsetning skiltisins hafi verið valin þar sem hún sé gefi tónin fyrir Breiðholtið. Útsýni sé þaðan yfir blokkir sem einkenni Breiðholtið og staðsetningin ljósmyndavæn. „Það væri í rauninni glæsilegt að vera með flott skilti með þessum bakgrunni.“ Þá segir hann að síminn hafi ekki stoppað síðan í ljós kom að hugmyndin hefði hlotið brautargengi í kosningu íbúa. Fólks sé að „peppa yfir sig“ og geti ekki beðið eftir því að skiltið rísi.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Sjá meira