Sigldi sjö tonna skipi skakkur Árni Sæberg skrifar 27. september 2023 14:25 Maðurinn stýrði skipinu í ótilgreinda höfn á Vestfjörðum. Þetta er höfnin á Bíldudal. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að stjórna skipi til hafnar ófær um að stjórna því örugglega vegna áhrifa vana-og fíkniefna, en í blóði hans mældist kannabis. Þá stýrði hann skipinu án þess að hafa til þess gild réttindi. Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa árið 2022 brotið gegn siglingalögum og lögum um áhafnir skipa með því að hafa í starfi sínu sem skipstjóri á fiskiskipi, sem er 7,48 brúttótonn, 9,25 metrar að skráðri lengd og með 190,40 kW aðalvél stjórnað skipinu á leið til hafnar, ófær um að stjórna því örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna, en í blóði hans hafi mælst tetrahýdrókannabínól, 7,4 ng/ml. Þá hafi hann sem skipstjóri á skipinu, stjórnað því, án þess að lögskrá sig sem skipstjóra á skipið, en hann hafi verið eini skipverjinn og án þess að hafa verið með gilt skírteini til skipstjórnar, á tímabilinu 4. maí 2022 til 18. júlí 2022, en hann hafi farið samtals tuttugu sjóferðir sem skipstjóri á skipinu á þessu tímabili. Og fyrir að hafa ranglega lögskráð annan mann sem skipstjóra á skipið frá 27. apríl 2022 til 31. ágúst 2022, en hann hafi enga sjóferð farið og ekki stjórnað skipinu á tímabilinu. Mætti ekki Maðurinn mætti ekki þegar málið var þingfest og var því farið með málið eins og hann hefði játað þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. „Þar sem það er mat dómsins að gögn málsins sýni með fullnægjandi hætti að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi,“ segir í dóminum. Með vísan til sakaferils mannsins, og sérstaklega fyrri dóms sem hann hlaut árið 2021 og rof skilorðs þess dóms, var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða óskilorðsbundinnar refsingar. Sjávarútvegur Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa árið 2022 brotið gegn siglingalögum og lögum um áhafnir skipa með því að hafa í starfi sínu sem skipstjóri á fiskiskipi, sem er 7,48 brúttótonn, 9,25 metrar að skráðri lengd og með 190,40 kW aðalvél stjórnað skipinu á leið til hafnar, ófær um að stjórna því örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefna, en í blóði hans hafi mælst tetrahýdrókannabínól, 7,4 ng/ml. Þá hafi hann sem skipstjóri á skipinu, stjórnað því, án þess að lögskrá sig sem skipstjóra á skipið, en hann hafi verið eini skipverjinn og án þess að hafa verið með gilt skírteini til skipstjórnar, á tímabilinu 4. maí 2022 til 18. júlí 2022, en hann hafi farið samtals tuttugu sjóferðir sem skipstjóri á skipinu á þessu tímabili. Og fyrir að hafa ranglega lögskráð annan mann sem skipstjóra á skipið frá 27. apríl 2022 til 31. ágúst 2022, en hann hafi enga sjóferð farið og ekki stjórnað skipinu á tímabilinu. Mætti ekki Maðurinn mætti ekki þegar málið var þingfest og var því farið með málið eins og hann hefði játað þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. „Þar sem það er mat dómsins að gögn málsins sýni með fullnægjandi hætti að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru verður hann sakfelldur fyrir þá háttsemi,“ segir í dóminum. Með vísan til sakaferils mannsins, og sérstaklega fyrri dóms sem hann hlaut árið 2021 og rof skilorðs þess dóms, var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða óskilorðsbundinnar refsingar.
Sjávarútvegur Dómsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira