„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Árni Sæberg skrifar 26. september 2023 13:48 Verjendur sitja við fjórar borðaraðir. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. Í Gullhömrum er samankominn fjöldi verjenda, sem fengu kaffi í hléi í morgun þeim til mikillar ánægju, starfsmanna dómsins, tæknimanna og fjölmiðlamanna. Það hefur verið mikið verkefni að búa til dómsal í veislusalnum í Gullhömrum fyrir svo fjölmenna aðalmeðferð en sakborningar eru um 25. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður okkar, fór yfir umstangið í kvöldfréttum í gær. Tæknimenn á vegum Origo og dómstólasýslunnar hafa verið önnum kafnir undanfarna daga varðandi tæknimálin. Því fylgir að setja upp hljóðnema við hvert borð og hátalara sem magna það sem verjendur, sækjendur, dómari og sakborningar segja. Það hefur þó gengi upp og ofan að heyra í þeim sem tekur til máls hverju sinni. Ekki er þar við tæknimálin að sakast heldur eiga menn erfitt að venjast því að tala skýrt í hljóðnemana. „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast,“ heyrðist í einum verjanda nú eftir hádegishlé. Sá er verjandi eins þeirra sem ákærðir eru fyrir hlutdeild í málinu en verjendur sitja flestir við aftari tvær borðaraðirnar. Í morgun bættist við um tuttugu manna hópur laganema frá Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að Jón Þór Ólason, einn verjenda í málinu, þurfti að láta fyrirlestur í refsirétti niður falla. Hann hefur kennt refsirétt við skólann um langt árabil. Í Gullhömrum hafa mest í morgun verið á að giska á sjöunda tug manna, töluvert fleiri en rúmast í stærsta sal dómshússins við Lækjartorg. Brotaþolar mæta á fimmtudag Í dag og á morgun verða teknar skýrslur af þeim sem sæta ákæru fyrir hlutdeild, á morgun gefa lögreglumenn skýrslur og loks á fimmtudag mæta brotaþolarnir þrír og segja frá reynslu sinni. Tveir þeirra hafa gert það opinberlega áður, þá í viðtali við útvarpsmanninn Gústa B. Áfram verður fylgst með gangi mála og á fimmtudag verður greint frá því sem hefur komið fram og mun koma fram í skýrslutökum. Dómari í málinu tilkynnti í gær að bannað væri að greina frá því áður en þeim lýkur. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Í Gullhömrum er samankominn fjöldi verjenda, sem fengu kaffi í hléi í morgun þeim til mikillar ánægju, starfsmanna dómsins, tæknimanna og fjölmiðlamanna. Það hefur verið mikið verkefni að búa til dómsal í veislusalnum í Gullhömrum fyrir svo fjölmenna aðalmeðferð en sakborningar eru um 25. Lovísa Arnardóttir, fréttamaður okkar, fór yfir umstangið í kvöldfréttum í gær. Tæknimenn á vegum Origo og dómstólasýslunnar hafa verið önnum kafnir undanfarna daga varðandi tæknimálin. Því fylgir að setja upp hljóðnema við hvert borð og hátalara sem magna það sem verjendur, sækjendur, dómari og sakborningar segja. Það hefur þó gengi upp og ofan að heyra í þeim sem tekur til máls hverju sinni. Ekki er þar við tæknimálin að sakast heldur eiga menn erfitt að venjast því að tala skýrt í hljóðnemana. „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast,“ heyrðist í einum verjanda nú eftir hádegishlé. Sá er verjandi eins þeirra sem ákærðir eru fyrir hlutdeild í málinu en verjendur sitja flestir við aftari tvær borðaraðirnar. Í morgun bættist við um tuttugu manna hópur laganema frá Háskóla Íslands. Ástæðan er sú að Jón Þór Ólason, einn verjenda í málinu, þurfti að láta fyrirlestur í refsirétti niður falla. Hann hefur kennt refsirétt við skólann um langt árabil. Í Gullhömrum hafa mest í morgun verið á að giska á sjöunda tug manna, töluvert fleiri en rúmast í stærsta sal dómshússins við Lækjartorg. Brotaþolar mæta á fimmtudag Í dag og á morgun verða teknar skýrslur af þeim sem sæta ákæru fyrir hlutdeild, á morgun gefa lögreglumenn skýrslur og loks á fimmtudag mæta brotaþolarnir þrír og segja frá reynslu sinni. Tveir þeirra hafa gert það opinberlega áður, þá í viðtali við útvarpsmanninn Gústa B. Áfram verður fylgst með gangi mála og á fimmtudag verður greint frá því sem hefur komið fram og mun koma fram í skýrslutökum. Dómari í málinu tilkynnti í gær að bannað væri að greina frá því áður en þeim lýkur.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17
Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent