Varð vinsælasti söngvari í sögu Spánar í stað þess að verða atvinnumaður í fótbolta Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. september 2023 14:01 Afmælisbarn dagsins, Julio Iglesias, fyrir sléttum 40 árum. Tímaritið Forbes segir hann vera einn auðugasta tónlistarmann veraldar, en eignir hans eru metnar á 800 milljónir evra, andvirði 115 milljarða íslenskra króna. Bertrand LAFORET/Getty Images Spænski hjartaknúsarinn Julio Iglesias er áttræður í dag. Hann er vinsælasti söngvari í sögu Spánar og enginn söngvari hefur gefið út plötur á eins mörgum tungumálum. Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta Það var ekki skrifað í skýin að Julio Iglesias ætti eftir að bræða hjörtu kvenna um allan heim árum og áratugum saman. Öðru nær... hann var afskaplega efnilegur markvörður hjá ekki minna liði en Real Madrid, en þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi, rétt tvítugur þá slokknuðu draumarnir um frægð og frama í atvinnumennsku í fótbolta. Hann var nokkur ár að ná sér og til þess að drepa tímann fór hann að læra á gítar og klambra saman lögum. Hann lauk síðan laganámi en þegar hann vann söngvakeppni á Benidorm árið 1968 varð ekki aftur snúið. Hann söng í Eurovision árið 1970, hafnaði í 4. sæti og svo lagði hann hvert landið á fætur öðru að fótum sér. Hefur selt meira en 300 milljónir platna Á þeirri rúmlega hálfu öld sem liðin er síðan, hefur Julio Iglesias gefið út meira en 80 plötur sem alls hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka á heimsvísu á 14 tungumálum. Hann hefur haldið meira en 5.000 tónleika sem yfir 60 milljónir manna hafa sótt. Og svo haldið sé áfram í tölfræðinni þá hefur hann fengið um 2.600 gull- og platínuplötur á ferlinum, hann er tvígiftur og á átta börn með eiginkonum sínum, auk þess sem maður að nafni Javier Sáncez hefur í 30 ár barist fyrir því að fá viðurkenningu á því að hann sé sonur söngvarans. Javier þessi lítur reyndar út fyrir að hafa verið snýtt út úr annarri nös Julios, svo líkir eru þeir. Er sagður hafa verið frekar fjöllyndur Þá hefur því verið haldið fram um langt árabil að Julio hafi sængað hjá meira en 3.000 konum á lífsleiðinni, en því vísar hann staðfastlega á bug. Það verður lítið um hátíðahöld af hans hálfu í dag, herma spænskir fjölmiðlar, nema bara með eiginkonu, börnum og barnabörnum. Hann hefur hafnað þátttöku í öllum sjónvarpsþáttum og heimildamyndum í tengslum við afmælið, en fimm ár eru síðan hann kom síðast fram opinberlega. Þegar maður gleymir sjálfum sér Hér er hægt að hlýða á eitt allra vinsælasta lag Julio Iglesias, "Me olvidé de vivir" (Ég gleymdi að lifa). Hann samdi það seint á 8. áratugnum og syngur þar tregafullt um þær fórnir sem honum fannst hann hafa fært fyrir frægðina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=o7LkZhKeY_o">watch on YouTube</a> Spánn Menning Tímamót Hollywood Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta Það var ekki skrifað í skýin að Julio Iglesias ætti eftir að bræða hjörtu kvenna um allan heim árum og áratugum saman. Öðru nær... hann var afskaplega efnilegur markvörður hjá ekki minna liði en Real Madrid, en þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi, rétt tvítugur þá slokknuðu draumarnir um frægð og frama í atvinnumennsku í fótbolta. Hann var nokkur ár að ná sér og til þess að drepa tímann fór hann að læra á gítar og klambra saman lögum. Hann lauk síðan laganámi en þegar hann vann söngvakeppni á Benidorm árið 1968 varð ekki aftur snúið. Hann söng í Eurovision árið 1970, hafnaði í 4. sæti og svo lagði hann hvert landið á fætur öðru að fótum sér. Hefur selt meira en 300 milljónir platna Á þeirri rúmlega hálfu öld sem liðin er síðan, hefur Julio Iglesias gefið út meira en 80 plötur sem alls hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka á heimsvísu á 14 tungumálum. Hann hefur haldið meira en 5.000 tónleika sem yfir 60 milljónir manna hafa sótt. Og svo haldið sé áfram í tölfræðinni þá hefur hann fengið um 2.600 gull- og platínuplötur á ferlinum, hann er tvígiftur og á átta börn með eiginkonum sínum, auk þess sem maður að nafni Javier Sáncez hefur í 30 ár barist fyrir því að fá viðurkenningu á því að hann sé sonur söngvarans. Javier þessi lítur reyndar út fyrir að hafa verið snýtt út úr annarri nös Julios, svo líkir eru þeir. Er sagður hafa verið frekar fjöllyndur Þá hefur því verið haldið fram um langt árabil að Julio hafi sængað hjá meira en 3.000 konum á lífsleiðinni, en því vísar hann staðfastlega á bug. Það verður lítið um hátíðahöld af hans hálfu í dag, herma spænskir fjölmiðlar, nema bara með eiginkonu, börnum og barnabörnum. Hann hefur hafnað þátttöku í öllum sjónvarpsþáttum og heimildamyndum í tengslum við afmælið, en fimm ár eru síðan hann kom síðast fram opinberlega. Þegar maður gleymir sjálfum sér Hér er hægt að hlýða á eitt allra vinsælasta lag Julio Iglesias, "Me olvidé de vivir" (Ég gleymdi að lifa). Hann samdi það seint á 8. áratugnum og syngur þar tregafullt um þær fórnir sem honum fannst hann hafa fært fyrir frægðina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=o7LkZhKeY_o">watch on YouTube</a>
Spánn Menning Tímamót Hollywood Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira