Skíttapaði fyrir Íslandsmeistaranum í töfrateningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2023 23:13 Fréttamaður reyndi hvað hann gat til að skáka Óskari Péturssyni, Íslandsmeistara í töfrateningi, en mátti sín lítils þegar upp var staðið. Vísir/Steingrímur Dúi Íslandsmótið í Rubiks-kubbum, eða töfrateningum, fór fram um helgina. Þar komu saman keppendur á öllum aldri, sem deila þessu sjaldgæfa en þó vaxandi áhugamáli. Fréttamaður fékk að reka inn nefið á mótinu, og spreyta sig á móti Íslandsmeistaranum. Rubiks-kubburinn, eða töfrateningur, þarfnast ekki mikillar viðkynningar, enda er um eina vinsælustu þraut seinni ára að ræða. Eins konar púslteningur, sem gengur út á það að ná öllum hliðum, sem oftast eru sex, til að vera einlitar. Þó eru sennilega færri sem vita að keppt er í lausn töfrateningsins. Í slíkri keppni skiptir hraðinn öllu máli. Sá sem er fljótastur, hann vinnur. Íslandsmótið í ár fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina og keppendur voru allt frá því að vera níu ára upp í hátt í fimmtugt. Aðsóknin verður sífellt meiri, að sögn skipuleggjanda. „Þetta er búið að aukast rosa mikið. Í fyrra voru 42 keppendur, nú eru þeir 57. Ég ætla að stefna að því að hafa 80 manna mót á næsta ári. Þetta er allt að stækka rosalega mikið hjá okkur núna, ótrúlega gaman,“ segir Sigurður Guðni Gunnarsson, sem er einn fulltrúa Íslands hjá World Cube Association, eða heimssamtökum um töfrateninginn. Keppt var í 15 greinum, sem eru greindar að með stærð og lögun teninganna, sem og aðferð. Þannig var meðal annars keppt í tveimur flokkum blindandi. Sigurður segir unglingana sterkasta á velli, þrátt fyrir breitt aldursbil keppenda. „Um leið og fólk fer að vinna, þá hefur það minni tíma til þess að æfa sig. Þá dettur það aðeins niður,“ segir Sigurður. Sigurður Guðni Gunnarsson heldur utan um Íslandsmótið í töfratening. Í fyrra voru þátttakendur 42, en í ár voru þeir 57. Á næsta ári stefnir Sigurður á að halda 80 keppenda mót.Vísir/Steingrímur Dúi En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði? „Heimsmetið, hraðasti tími nokkurn tímann, er þrjár sekúndur og þrettán sekúndubrot. Á Íslandi eru það sex komma eitthvað sekúndur. Þannig að við erum ekkert að ná einhverjum metum, en það er líka af því að við erum svo ótrúlega nýtt samfélag. Það á bara eftir að koma.“ Þannig að það er kannski einhver framtíðarheimsmeistari í salnum núna? „Það er aldrei að vita.“ Íslandsmeistarinn skólaði fréttamann til Fréttamanni hljóp kapp í kinn á mótsvæðinu, og ákvað að skora Íslandsmeistarann, Óskar Pétursson, á hólm. Það fór heldur verr en fréttamaður hefði séð fyrir sér, líkt og sjá má í innslaginu hér að ofan. Óskar fór inn í mótið sem Íslandsmeistari í stærstu greininni, 3x3 kubbi, og bar einnig sigur úr býtum í ár, þar sem hann var að meðaltali 8,22 sekúndur að klára kubbinn. Í heildina vann Óskar gull í 13 af 15 greinum mótsins. Íþróttir barna Grín og gaman Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Rubiks-kubburinn, eða töfrateningur, þarfnast ekki mikillar viðkynningar, enda er um eina vinsælustu þraut seinni ára að ræða. Eins konar púslteningur, sem gengur út á það að ná öllum hliðum, sem oftast eru sex, til að vera einlitar. Þó eru sennilega færri sem vita að keppt er í lausn töfrateningsins. Í slíkri keppni skiptir hraðinn öllu máli. Sá sem er fljótastur, hann vinnur. Íslandsmótið í ár fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina og keppendur voru allt frá því að vera níu ára upp í hátt í fimmtugt. Aðsóknin verður sífellt meiri, að sögn skipuleggjanda. „Þetta er búið að aukast rosa mikið. Í fyrra voru 42 keppendur, nú eru þeir 57. Ég ætla að stefna að því að hafa 80 manna mót á næsta ári. Þetta er allt að stækka rosalega mikið hjá okkur núna, ótrúlega gaman,“ segir Sigurður Guðni Gunnarsson, sem er einn fulltrúa Íslands hjá World Cube Association, eða heimssamtökum um töfrateninginn. Keppt var í 15 greinum, sem eru greindar að með stærð og lögun teninganna, sem og aðferð. Þannig var meðal annars keppt í tveimur flokkum blindandi. Sigurður segir unglingana sterkasta á velli, þrátt fyrir breitt aldursbil keppenda. „Um leið og fólk fer að vinna, þá hefur það minni tíma til þess að æfa sig. Þá dettur það aðeins niður,“ segir Sigurður. Sigurður Guðni Gunnarsson heldur utan um Íslandsmótið í töfratening. Í fyrra voru þátttakendur 42, en í ár voru þeir 57. Á næsta ári stefnir Sigurður á að halda 80 keppenda mót.Vísir/Steingrímur Dúi En hvar stendur Ísland í alþjóðlegum samanburði? „Heimsmetið, hraðasti tími nokkurn tímann, er þrjár sekúndur og þrettán sekúndubrot. Á Íslandi eru það sex komma eitthvað sekúndur. Þannig að við erum ekkert að ná einhverjum metum, en það er líka af því að við erum svo ótrúlega nýtt samfélag. Það á bara eftir að koma.“ Þannig að það er kannski einhver framtíðarheimsmeistari í salnum núna? „Það er aldrei að vita.“ Íslandsmeistarinn skólaði fréttamann til Fréttamanni hljóp kapp í kinn á mótsvæðinu, og ákvað að skora Íslandsmeistarann, Óskar Pétursson, á hólm. Það fór heldur verr en fréttamaður hefði séð fyrir sér, líkt og sjá má í innslaginu hér að ofan. Óskar fór inn í mótið sem Íslandsmeistari í stærstu greininni, 3x3 kubbi, og bar einnig sigur úr býtum í ár, þar sem hann var að meðaltali 8,22 sekúndur að klára kubbinn. Í heildina vann Óskar gull í 13 af 15 greinum mótsins.
Íþróttir barna Grín og gaman Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira