Aðför að framhaldsskólunum á Akureyri Einar A. Brynjólfsson skrifar 17. september 2023 20:31 Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda. Ég ætla ekki að endurtaka þau fjölmörgu rök sem tínd hafa verið til sem sýna fram á hvílíkt glapræði sem slík aðgerð yrði, enda í raun aðför að framhaldsskólunum á Akureyri. Þau ættu ekki að hafa farið framhjá neinum sem lætur sig málið varða. Kennarafélög beggja skóla, fjölmargt annað starfsfólk þeirra, gamlir nemendur og núverandi - sérstaklega MA-ingar - , fulltrúar atvinnulífsins á svæðinu og fleiri hafa gripið til varna með ályktunum, skoðanakönnunum, opinberum fundahöldum, greinaskrifum og fleiri aðgerðum, sem segja má að hafi náð ákveðnu hámarki þegar fulltrúar Hugins, nemendafélags MA, afhentu menntamálaráðherra undirskriftir tæplega fimm þúsund einstaklinga sem eru mótfallnir fyrirhuguðum áformum. Það voru vissulega stór tíðindi þegar skólameistari MA lýsti því yfir að hann tæki ekki þátt í frekari undirbúningsvinnu við stofnun nýs framhaldsskóla. Sú yfirlýsing var góð, þó hún kæmi of seint. Einhver hafa hugsanlega talið að með þessari yfirlýsingu væri skólameistari MA búinn að slá áform ráðherra út af borðinu, en ég er þess fullviss að svo er ekki, því miður, enda ekki á valdi eins skólameistara að stöðva slíkt. Það hefur lengi legið í loftinu að hugur menntamálaráðherra stendur til aukinna metorða innan síns flokks og einfaldlega ekki í boði að hætta við umrædd áform með skott milli fóta. Það munu nefnilega finnast peningar, einhverjir aurar, einhver ölmusa til að róa þessa órólegu deild fyrir norðan, enda sagði ráðherrann, þegar honum voru afhentar undirskriftirnar: “Við höfum átt samtal um það og ég hef átt samtal um það [aukna fjárveitingu] við forystu ríkisstjórnarinnar og hef vilyrði fyrir því frá forsætisráðherra [...] þá erum við komnir með aðrar forsendur inn í það heldur en við höfum verið að vinna eftir síðustu vikur og mánuði.” Svo mörg voru þau orð. Í því samhengi má benda á að þessir framhaldsskólar hafa verið fjársveltir árum saman, sem birtist m.a. í því að báðir skólar hafa þurft að vísa fjölda nemenda frá og endurnýjun tækjabúnaðar og húsnæðis (sérstaklega í VMA) hefur setið á hakanum. Það er alveg ljóst að við sem höfum staðið vörð um tilveru og sjálfstæði þessara tveggja frábæru skóla megum ekki sofna á verðinum. Of mikið er í húfi. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Norðausturkjördæmis og hefur kennt við VMA og MA í rúm tuttugu ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar A. Brynjólfsson Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Fátt hefur verið rætt jafn mikið undanfarna daga hér á Akureyri, og reyndar víðar, og áform mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar, um að leggja niður MA og VMA og að stofna nýjan framhaldsskóla, sem byggir á kerfi þess síðarnefnda. Ég ætla ekki að endurtaka þau fjölmörgu rök sem tínd hafa verið til sem sýna fram á hvílíkt glapræði sem slík aðgerð yrði, enda í raun aðför að framhaldsskólunum á Akureyri. Þau ættu ekki að hafa farið framhjá neinum sem lætur sig málið varða. Kennarafélög beggja skóla, fjölmargt annað starfsfólk þeirra, gamlir nemendur og núverandi - sérstaklega MA-ingar - , fulltrúar atvinnulífsins á svæðinu og fleiri hafa gripið til varna með ályktunum, skoðanakönnunum, opinberum fundahöldum, greinaskrifum og fleiri aðgerðum, sem segja má að hafi náð ákveðnu hámarki þegar fulltrúar Hugins, nemendafélags MA, afhentu menntamálaráðherra undirskriftir tæplega fimm þúsund einstaklinga sem eru mótfallnir fyrirhuguðum áformum. Það voru vissulega stór tíðindi þegar skólameistari MA lýsti því yfir að hann tæki ekki þátt í frekari undirbúningsvinnu við stofnun nýs framhaldsskóla. Sú yfirlýsing var góð, þó hún kæmi of seint. Einhver hafa hugsanlega talið að með þessari yfirlýsingu væri skólameistari MA búinn að slá áform ráðherra út af borðinu, en ég er þess fullviss að svo er ekki, því miður, enda ekki á valdi eins skólameistara að stöðva slíkt. Það hefur lengi legið í loftinu að hugur menntamálaráðherra stendur til aukinna metorða innan síns flokks og einfaldlega ekki í boði að hætta við umrædd áform með skott milli fóta. Það munu nefnilega finnast peningar, einhverjir aurar, einhver ölmusa til að róa þessa órólegu deild fyrir norðan, enda sagði ráðherrann, þegar honum voru afhentar undirskriftirnar: “Við höfum átt samtal um það og ég hef átt samtal um það [aukna fjárveitingu] við forystu ríkisstjórnarinnar og hef vilyrði fyrir því frá forsætisráðherra [...] þá erum við komnir með aðrar forsendur inn í það heldur en við höfum verið að vinna eftir síðustu vikur og mánuði.” Svo mörg voru þau orð. Í því samhengi má benda á að þessir framhaldsskólar hafa verið fjársveltir árum saman, sem birtist m.a. í því að báðir skólar hafa þurft að vísa fjölda nemenda frá og endurnýjun tækjabúnaðar og húsnæðis (sérstaklega í VMA) hefur setið á hakanum. Það er alveg ljóst að við sem höfum staðið vörð um tilveru og sjálfstæði þessara tveggja frábæru skóla megum ekki sofna á verðinum. Of mikið er í húfi. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Norðausturkjördæmis og hefur kennt við VMA og MA í rúm tuttugu ár.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun