„Heiðrum minningu hans í dag“ Íris Hauksdóttir skrifar 24. september 2023 11:01 Eivör Pálsdóttir er ein þeirra fjölda nemenda sem lærðu við Söngskólann í Reykjavík en skólinn fagnar í dag 50 ára afmæli sínu. „Námið við Söngskólann í Reykjavík var stór þáttur í vegferð minni,“ segir Eivör Pálsdóttir söngkona. Hún er meðal þeirra gesta sem koma fram á 50 ára afmælishátíð Söngskólans í Reykjavík sem haldin verður í dag. Eivör er ein þeirra ríflega fjögur þúsund nemenda sem stundað hafa nám við Söngskólann í Reykjavík. Velgengni hennar þarf vart að tíunda en hún segist ákaflega þakklát fyrir tímann sinn í skólanum. Gaf mér mikilvægustu tólin „Þegar ég horfi til baka er augljóst að tíminn sem ég stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík var svo stór þáttur í vegferð minni í tónlistinni. Námið gaf mér mikilvægustu tólin og agan sem ég þurfti til að fá röddina til að gera það sem ég vildi. Námið kenndi mér svo margt um hljóðfærið mitt, sem er svo mikilvægt fyrir alla hljóðfæraleikara. Í mínu tilfelli er það röddin og ég er óendanlega þakklát fyrir fyrir allar þar stundir sem ég lærði við skólann.“ Eivör flutti ung að árum til Íslands og bjó lengi vel hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, núverandi skólastjóra Söngskólans. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, núverandi skólastjóri Söngskólans tók við af stofnanda skólans, Garði Cortes en hann lést fyrr á árinu. aðsend „Já það var yndislegt að hafa Eivöru hjá mér,“ segir Ólöf Kolbrún en hún hefur hýst marga söngnemendur síðan þá. „Frá stofnun skólans árið 1973 hafa á fjórða þúsund nemenda stundað nám og alls 365 þeirra lokið framhaldsprófi. Skólinn hefur sömuleiðis brautskráð 414 nemendur með háskólagráðu í einsöng eða söngkennslu. Ég hef verið viðloðandi skólann mest allan þennan tíma,“ segir Ólöf Kolbrún og heldur áfram. „Ég hóf störf við skólann árið 1975 og það hefur verið ánægjulegt að eiga þátt í því að mennta söngvara og hvetja þá til þátttöku á þessum starfsvettvangi. Á þessum tíma, að undanskyldum síðustu árum, vann ég í fullu starfi sem söngkona. Yfirleitt hafa flestir kennarar verið starfandi söngvarar samhliða kennslu sem er ómetanlegt. Það er ánægjulegt að fá að fagna þessum áfanga, fimmtíu árum. Vona að sem flestir haldi upp á þetta með okkur Við höfum kallað til baka söngvara sem lærðu við skólann og fóru héðan með sitt góða veganesti en koma nú aftur til að halda þennan dag hátíðlegan með okkur. Á tónleikunum verður sömuleiðis Garðars Cortes, stofnanda skólans, minnst en hann lést fyrr á árinu. Það verða fjölmörg tónlistaratriði frá fyrrum og núverandi nemendum skólans og við vonum að sem flestir geti haldið upp á þennan áfanga með okkur.“ Meðal þeirra söngvara sem koma fram á tónleikunum sem fara fram í Langholtskirkju í dag, sunnudaginn 24. september klukkan fjögur eru þau: Andrea Gylfadóttir, Gissur Páll Gissurarson, Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Aron Axel Cortes, Kristín Sveinsdóttir og Egill Árni Pálsson, svo aðeins nokkrir séu taldir upp. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Tímamót Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Eivör er ein þeirra ríflega fjögur þúsund nemenda sem stundað hafa nám við Söngskólann í Reykjavík. Velgengni hennar þarf vart að tíunda en hún segist ákaflega þakklát fyrir tímann sinn í skólanum. Gaf mér mikilvægustu tólin „Þegar ég horfi til baka er augljóst að tíminn sem ég stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík var svo stór þáttur í vegferð minni í tónlistinni. Námið gaf mér mikilvægustu tólin og agan sem ég þurfti til að fá röddina til að gera það sem ég vildi. Námið kenndi mér svo margt um hljóðfærið mitt, sem er svo mikilvægt fyrir alla hljóðfæraleikara. Í mínu tilfelli er það röddin og ég er óendanlega þakklát fyrir fyrir allar þar stundir sem ég lærði við skólann.“ Eivör flutti ung að árum til Íslands og bjó lengi vel hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, núverandi skólastjóra Söngskólans. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, núverandi skólastjóri Söngskólans tók við af stofnanda skólans, Garði Cortes en hann lést fyrr á árinu. aðsend „Já það var yndislegt að hafa Eivöru hjá mér,“ segir Ólöf Kolbrún en hún hefur hýst marga söngnemendur síðan þá. „Frá stofnun skólans árið 1973 hafa á fjórða þúsund nemenda stundað nám og alls 365 þeirra lokið framhaldsprófi. Skólinn hefur sömuleiðis brautskráð 414 nemendur með háskólagráðu í einsöng eða söngkennslu. Ég hef verið viðloðandi skólann mest allan þennan tíma,“ segir Ólöf Kolbrún og heldur áfram. „Ég hóf störf við skólann árið 1975 og það hefur verið ánægjulegt að eiga þátt í því að mennta söngvara og hvetja þá til þátttöku á þessum starfsvettvangi. Á þessum tíma, að undanskyldum síðustu árum, vann ég í fullu starfi sem söngkona. Yfirleitt hafa flestir kennarar verið starfandi söngvarar samhliða kennslu sem er ómetanlegt. Það er ánægjulegt að fá að fagna þessum áfanga, fimmtíu árum. Vona að sem flestir haldi upp á þetta með okkur Við höfum kallað til baka söngvara sem lærðu við skólann og fóru héðan með sitt góða veganesti en koma nú aftur til að halda þennan dag hátíðlegan með okkur. Á tónleikunum verður sömuleiðis Garðars Cortes, stofnanda skólans, minnst en hann lést fyrr á árinu. Það verða fjölmörg tónlistaratriði frá fyrrum og núverandi nemendum skólans og við vonum að sem flestir geti haldið upp á þennan áfanga með okkur.“ Meðal þeirra söngvara sem koma fram á tónleikunum sem fara fram í Langholtskirkju í dag, sunnudaginn 24. september klukkan fjögur eru þau: Andrea Gylfadóttir, Gissur Páll Gissurarson, Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Aron Axel Cortes, Kristín Sveinsdóttir og Egill Árni Pálsson, svo aðeins nokkrir séu taldir upp. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist Tímamót Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira