Líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. september 2023 13:22 Sólveig Sigurðardóttir er einn stofnenda SFO, Samtaka fólks með offitu. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka fólks með offitu líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi sótt aðgerðir úti sem ekki hafi verið framkvæmdar nægilega vel að sögn kviðarholsskurðlæknis. Íslendingar sækja í síauknum mæli í efnaskiptaaðgerðir, hérlendis sem erlendis. Á undanförnum árum hafa rúmlega átta hundruð aðgerðir verið framkvæmdar hér á landi á ári hverju og auk þess sem nokkur hundruð hafa farið í aðgerðir erlendis á vegum Sjúkratrygginga Íslands. Fara í aðgerðir erlendis á eigin vegumÞví til viðbótar eru einstaklingar sem fara í aðgerðir erlendis á eigin vegum og er sá fjöldi óþekktur að sögn kviðarholsskurðlæknis. Formaður SFO segir nauðsynlegt að fólk fari í slíkar aðgerðir í gegnum heilbrigðiskerfið. Dæmi séu um að aðgerðir sem fólk fari á eigin vegum séu ekki framkvæmdar sem skildi.„Það er verið að gera aðgerðir á fólki, við erum með sannanir, bæði innan SFO og erlendis frá. Fólk fer í aðgerð en svo er misjafnt hvað er gert. Það er kannski ekki endilega verið að gera það sem þú borgaðir fyrir sem gerir það að verkum að þú sért ekki að léttast eins og þér er lofað,“ segir Sólveig Sigurðardóttir formaður SFO.Undir þetta tekur Aðalsteinn Arnarson kviðarholsskurðlæknir. „Í einhverjum tilvikum hafi aðgerðirnar ekki verið framkvæmdar nægilega góðan hátt eða fólk lent í einhverjum vandamálum sem þarf að sinna og reyna að leysa þegar heim er komið,“ segir Aðalsteinn. Illa framkvæmd aðgerð Eftirfylgni við sjúklinga sé mikilvæg enda geti ýmislegt komið upp á til langs tíma eftir efnaskiptaaðgerðir. Íslensk kona sem fór í aðgerð erlendis og fann ekki fyrir neinum breytingum eftir heimkomu leitaði til Aðalsteins.„Hún svona fer að velta fyrir sér af hverju hún er ekki að léttast og spyr hvort það sé eitthvað hægt að gera. Í uppvinnslu kemur mjög fljótt í ljós að það var í raun annað hvort mjög illa framkvæmd aðgerð eða bara hreinlega ekki framkvæmd aðgerð sem hún hafði farið í,“ útskýrir Aðalsteinn. Spítalinn hefur hótað lögsóknKonan gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu af ótta við sjúkrahúsið erlendis sem hefur hótað henni lögsókn fari hún með málið lengra. Aðalsteinn segir nauðsynlegt að fólki standi til boða að sækja þjónustuna erlendis. „En á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að reyna hafa gegnsæi í því hvaða aðilar eru erlendis eru á einhvern hátt viðurkenndir.“Sólveig segir Evrópsk samtök skurðlækna, samtök fagfólks og sjúklingasamtök hafa tekið höndum saman og að til standi að kortleggja hvað sé í gangi. „Þetta er eitthvað sem á eftir að verða ansi skrautlegt. Sögurnar eru ansi margar og þetta er mjög stórt verkefni og þetta er bara að fara í gang,“ segir hún. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. 21. ágúst 2023 12:58 Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Íslendingar sækja í síauknum mæli í efnaskiptaaðgerðir, hérlendis sem erlendis. Á undanförnum árum hafa rúmlega átta hundruð aðgerðir verið framkvæmdar hér á landi á ári hverju og auk þess sem nokkur hundruð hafa farið í aðgerðir erlendis á vegum Sjúkratrygginga Íslands. Fara í aðgerðir erlendis á eigin vegumÞví til viðbótar eru einstaklingar sem fara í aðgerðir erlendis á eigin vegum og er sá fjöldi óþekktur að sögn kviðarholsskurðlæknis. Formaður SFO segir nauðsynlegt að fólk fari í slíkar aðgerðir í gegnum heilbrigðiskerfið. Dæmi séu um að aðgerðir sem fólk fari á eigin vegum séu ekki framkvæmdar sem skildi.„Það er verið að gera aðgerðir á fólki, við erum með sannanir, bæði innan SFO og erlendis frá. Fólk fer í aðgerð en svo er misjafnt hvað er gert. Það er kannski ekki endilega verið að gera það sem þú borgaðir fyrir sem gerir það að verkum að þú sért ekki að léttast eins og þér er lofað,“ segir Sólveig Sigurðardóttir formaður SFO.Undir þetta tekur Aðalsteinn Arnarson kviðarholsskurðlæknir. „Í einhverjum tilvikum hafi aðgerðirnar ekki verið framkvæmdar nægilega góðan hátt eða fólk lent í einhverjum vandamálum sem þarf að sinna og reyna að leysa þegar heim er komið,“ segir Aðalsteinn. Illa framkvæmd aðgerð Eftirfylgni við sjúklinga sé mikilvæg enda geti ýmislegt komið upp á til langs tíma eftir efnaskiptaaðgerðir. Íslensk kona sem fór í aðgerð erlendis og fann ekki fyrir neinum breytingum eftir heimkomu leitaði til Aðalsteins.„Hún svona fer að velta fyrir sér af hverju hún er ekki að léttast og spyr hvort það sé eitthvað hægt að gera. Í uppvinnslu kemur mjög fljótt í ljós að það var í raun annað hvort mjög illa framkvæmd aðgerð eða bara hreinlega ekki framkvæmd aðgerð sem hún hafði farið í,“ útskýrir Aðalsteinn. Spítalinn hefur hótað lögsóknKonan gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu af ótta við sjúkrahúsið erlendis sem hefur hótað henni lögsókn fari hún með málið lengra. Aðalsteinn segir nauðsynlegt að fólki standi til boða að sækja þjónustuna erlendis. „En á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að reyna hafa gegnsæi í því hvaða aðilar eru erlendis eru á einhvern hátt viðurkenndir.“Sólveig segir Evrópsk samtök skurðlækna, samtök fagfólks og sjúklingasamtök hafa tekið höndum saman og að til standi að kortleggja hvað sé í gangi. „Þetta er eitthvað sem á eftir að verða ansi skrautlegt. Sögurnar eru ansi margar og þetta er mjög stórt verkefni og þetta er bara að fara í gang,“ segir hún.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. 21. ágúst 2023 12:58 Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. 21. ágúst 2023 12:58
Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15