Lélegasti seðlabanki norðan Alpafjalla heldur strikinu Örn Karlsson skrifar 5. september 2023 07:30 Tillögur til hjálpar Það var vissulega áhugavert að sjá hvort nýr peningastefnumaður, Ásgerður Ósk Pétursdóttir, gæti hrint umbótum af stað í lélegasta seðlabanka í norðanverðri Evrópu, Seðlabanka Íslands. Nú er ljóst að þess er ekki að vænta að óbreyttu. Síðasta ákvörðun peningastefnunefndar um 10% stýrivexti og grein Ásgerðar Óskar í nýjasta tölublaði Vísbendingar taka af öll tvímæli. Það er kannski ekki við Ásgerði Ósk að sakast. Hún er uppalin í hagfræðideild Háskóla Íslands og Seðlabanka Íslands, stofnunum sem ala á einhverskonar fúsk menningu, hvar vísindaleg nálgun og akademísk vinnubrögð eru ekki sérlega hátt metin. Þessu til staðfestingar nægir að nefna verðtryggingartilbeiðsluna sem ríkir innan þessara stofnana. Íslensk þjóð líður fyrir að þessar stofnanir hafa alið upp kynslóðir hagfræðinga sem ekkert sjá athugavert við verðtryggingu neytendalána. Steininn tók úr nýverið þegar aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands setti fram þá falskenningu að verðtryggð húsnæðislán hefðu engin áhrif á miðlun peningastefnunnar. Ásgerður Ósk segir í grein sinni í Vísbendingu: „Þar sem Ísland á sér sögu um mikla verðbólgu, þarf Seðlabanki Íslands að bregðast fyrr við verðbólguþrýstingi með því að hækka vexti, hækka vexti meira og halda vöxtum á hærra stigi lengur en seðlabankar í löndum sem hafa sögu um minni verðbólgu.“ Í greininni bendir Ásgerður einnig á og endurómar þar með orð aðalhagfræðings seðlabankans, að aukning vaxtamunar við útlönd sé hið besta mál sem leiði til jafnvægis við lægri verðbólgu! Það verður bara að segjast að ekki er það kræsileg framtíð sem bíður Íslands ef Ásgerður Ósk nær markmiði sínu um að taka við sem seðlabankastjóri á næstu árum. Ásgerður Ósk lýsir sjálfri sér sem sérfræðingi í peningahagfræði. Ef rétt er hefði kannski mátt búast við að hún, sem nýr vöndur á þessu sviði, greindi á grundvelli peningahagfræðinnar hvað misfarist hefur í fortíð við stjórn peningamála á Íslandi og reyndi þá í gegnum starf sitt í peningastefnunefnd að innleiða breytingar sem leiddu til stöðugra verðlags og minni sveiflna í hagkerfinu. Hennar sýn um vaxtamun við útlönd, áframhaldandi hávaxtastefnu og blindu gagnvart verðtryggingunni viðheldur hins vegar hagsveiflum og óstöðugu verðlagi. Hennar sýn er að lítið sé við óstöðugleikanum að gera af því hagkerfið íslenska eigi sögu um óstöðugleika. Lagt er til við Ásgerði Ósk, peningastefnunefnd, aðalhagfræðing og seðlabankastjóra að hugleiða og innleiða eftirfarandi atriði áður en hrapað er að þeirri uppgjafar ályktun að vextir verði alltaf að vera háir á Íslandi af því að sagan kennir okkur það: Til að einfalda framsetningu er fyrst rétt að rifja upp þrjá eðlisólíka þætti verðbreytinganna sem vísitala neysluverðs nemur. A verðbólga eða kjarnaverðbólga. Þegar peningamagnið af einhverjum ástæðum verður meira en passar hagkerfinu. Þá rýrnar myntin og nafnverð vöruflórunnar hækkar, nokkurn veginn hlutfallslega jafnt yfir línuna. B verðbólga eða raun hnykkir. Þegar raunverð einstakara vara og vöruflokka hækkar vegna hnykkja í framboði eða eftirspurn sem jafnan eru leiddir fram af atvikum óháðum peningum. (real shocks). Innra virði greiðslumyntar breytist ekki í B verðbólgu. C verðbólga eða hagnaðardrifin verðbólga. Birtist vegna tækifærismennsku t.d. verðskriðs á fákeppnismörkuðum. Tillögur um aðgerðir sem miða að stöðugra verðlagi og minni hagsveiflum: 1. Afnám verðtryggingar á öllum neytendalánum. Byrjum á að benda á hið ótrúlega fúsk hagfræðideildar Háskóla Íslands og Seðlabanka Íslands þegar kemur að verðtryggingu neytendalána. a) Verðtrygging neytendalána er ólögleg. Í B verðbólgu, þ.e. þegar vísitala neysluverðs hækkar án þess að innra virði greiðslumyntarinnar sé í eftirgjöf færir verðtryggingin raunverulegar eignir skuldugra til fjármálastofnana. Slík eignaupptaka er óheimil samkvæmt stjórnarskrá Íslands og er ennfremur á skjön við tilgang laga um verðtryggingu. b) Verðtrygging eykur óstöðugleika verðlags og verðbólgu. Til að opna augu HÍ, SÍ og almennings í sem stystu máli er hér einfaldað dæmi um hagkerfi: Almennt er hægt að ganga út frá að ef verðbólguþrýstingur er til staðar, þ.e. ef peningamagnið af einhverjum ástæðum er orðið meira en passar undirliggjandi raunhagkerfi þá ryður hagkerfið sig með A verðbólgu hvar innra virði greiðslumyntarinnar rýrnar. Gefum okkur að undirliggjandi raunhagkerfi jafngildi 100 einingum greiðslumyntar með innra virðið 10 pr. einingu í jafnvægi. Svo gerist það að peningamagnið eykst og verður 110 einingar án þess að raunhagkerfið vaxi. Þá myndast ójafnvægi og þrýstingur til aðlögunar þannig að 110 einingar samsvari raunhagkerfinu. Innra virði greiðslumyntarinnar þarf þá að lækka um tæplega 10%. Þegar aðlögun er yfirstaðin er innra virðið fallið úr 10 niður í 9,09. En hvað gerist ef helmingurinn af peningamagninu er verðtryggður? Jú það þýðir að helmingurinn af peningamagninu hefur verið tekinn úr sambandi í aðlögunarferlinu, sem leiðir til þess að hinn helmingurinn einungis 55 einingar rýrna til aðlögunar. Innra virði þeirra þarf þá að falla niður í 8,18, eða um 18%. Á sama tíma vex verðtryggði hluturinn úr 55 einingum í um 67 einingar. Rýrnunin á óverðtryggða hlutanum þarf næstum að tvöfaldast til að ná sömu áhrifum ef helmingur peningamagnsins er verðtryggður. Þetta er hinn beiski kaleikur sem verðtryggingin færir okkur. Hún færir okkur meiri óstöðugleika, meiri verðsveiflur og meiri verðbólgu. Eftir því sem verðtrygging nær til stærra hlutfalls peningamagnsins þeim mun óstöðugri er óverðtryggði hlutinn undir verðbólguþrýstingi, verðlagið óstöðugra og verðbólgan meiri. Þar sem verðstöðugleikinn er langsóttari þegar hluti peningalegra eigna er verðtryggður hefur verðtrygging vissulega áhrif á miðlum peningastefnunnar þvert á kenningar aðalhagfræðings Seðlabankans um annað. 2. Aldrei að beita hækkun stýrivaxta gegn B verðbólgu. Hækkun stýrivaxta í jafnvægisfasa eða styrkingarfasa innra virðis greiðslumyntarinnar stuðlar að fjármálalegu misvægi og grefur undan innra virði greiðslumyntarinnar til meðal langs tíma. Færsla efnislegra gæða samfélagsins framhjá samningum og sáttmálum framkallast einnig við þessar aðstæður því kaupmáttur peningamagnsins lyftist. Íslendingar hafa þurft að súpa seiðið af mistökum SÍ í þessa veru 2001, 2004/2005/2006, 2016, og 2021. Tökum dæmi um það þegar húsnæðisverð rís vegna atvika óháðra breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar. Þá verður að beita öðrum tólum en stýrivöxtum. Á slíkum stundum þarf að ýta undir aukið framboð, skoða temprun eftirspurnar tímabundið með lánakvótum, tímabundið hertum lánþegaskilyrðum og tímabundinni hækkun veðsetningarhlutfalla þar til framboð annar eftirspurninni. Seðlabankinn og Ísland allt eru um þessar mundir á kafi í vandamálum vegna þeirra mistaka bankans að hafa rokið upp með stýrivexti í þeim tilgangi að lækka húsnæðisverð. Þrátt fyrir skýrar leiðbeiningar fremstu peningahagfræðinga og varnaðarorð gengur Seðlabanki Íslands þennan veg aftur og aftur og alltaf með sömu ömurlegu afleiðingunum fyrir samfélagið. 3. Setja skörpustu hnífana í rauntímamat á kjarnaverðbólgu og vöxt peningamagnsins. Bestun verðstöðugleikans liggur alltaf í gegnum vinnu við að halda innra virði greiðslumyntarinnar stöðugu. Alveg er sama þótt markmiðið sé stöðugleiki mældur á kvarða vísitölu neysluverðs þá næst bestur árangur með fókusinn á stöðugt innra virði greiðslumyntarinnar. 4. Raunhagkerfið ráði innra virði greiðslumyntarinnar en ekki vaxtamunur Þiggja þarf hagsældina sem fylgir öflugum útflutningi með lækkun vaxta í átt til Evrópuvaxta. Að leitað sé jafnvægis þar sem raunhagkerfið ræður innra virði greiðslumyntarinnar en ekki sveifluskapandi vaxtamunur. Að meðtekin sé sú staðreynd að öflug útflutningslönd eru leiðandi um lágt vaxtastig á heimsvísu og ekki að ástæðulausu. Öflugur útflutningur hefur styrkjandi áhrif á innra virði greiðslumyntarinnar. Ef vextir eru þandir samhliða ofrís innra virði greiðslumyntarinnar með vöruskiptahalla sem afleiðingu og þrengingum í raunhagkerfinu þegar fram líður. Leyfa þarf og treysta frjálsri för vinnuaflsins til að halda þenslu á vinnumarkaði niðri. Þá er ekki ástæða til að rjúka upp með vexti þótt atvinnuleysi sé lágt tímabundið á háannatíma ferðaþjónustunnar, slík aðgerð hamlar þensluminnkandi áhrifum frjálsrar farar því hún hamlar uppbygginu húsnæðis sem er forsenda þess að hin frjálsa för virki til þenslujöfnunar. 5. Teknir verði upp fastir vextir húsnæðislána til langs tíma. Hert peningastefna þjóni þá þeim skýra tilgangi að hægja á þenslu peningamagnsins, hægja á útgáfu nýrra lána í stað þess að eyðileggja lífsafkomu skuldugs alþýðufólks. Ef farið verður í þessar aðgerðir má búast við verðbólguskoti en hafa þarf í huga að sú verðbólga er þegar í kerfinu, falin undir teppi vaxtamunarins við Evrópu. Í kjölfarið er viðbúið að hagkerfið setjist á þann grunn sem raunhagkerfið býður. Hægt er að lofa Ásgerði Ósk og félögum hennar í Seðlabankanum að þar er betra að vera en í loftfimleikum vaxtamunar og verðtryggingar. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Örn Karlsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Tillögur til hjálpar Það var vissulega áhugavert að sjá hvort nýr peningastefnumaður, Ásgerður Ósk Pétursdóttir, gæti hrint umbótum af stað í lélegasta seðlabanka í norðanverðri Evrópu, Seðlabanka Íslands. Nú er ljóst að þess er ekki að vænta að óbreyttu. Síðasta ákvörðun peningastefnunefndar um 10% stýrivexti og grein Ásgerðar Óskar í nýjasta tölublaði Vísbendingar taka af öll tvímæli. Það er kannski ekki við Ásgerði Ósk að sakast. Hún er uppalin í hagfræðideild Háskóla Íslands og Seðlabanka Íslands, stofnunum sem ala á einhverskonar fúsk menningu, hvar vísindaleg nálgun og akademísk vinnubrögð eru ekki sérlega hátt metin. Þessu til staðfestingar nægir að nefna verðtryggingartilbeiðsluna sem ríkir innan þessara stofnana. Íslensk þjóð líður fyrir að þessar stofnanir hafa alið upp kynslóðir hagfræðinga sem ekkert sjá athugavert við verðtryggingu neytendalána. Steininn tók úr nýverið þegar aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands setti fram þá falskenningu að verðtryggð húsnæðislán hefðu engin áhrif á miðlun peningastefnunnar. Ásgerður Ósk segir í grein sinni í Vísbendingu: „Þar sem Ísland á sér sögu um mikla verðbólgu, þarf Seðlabanki Íslands að bregðast fyrr við verðbólguþrýstingi með því að hækka vexti, hækka vexti meira og halda vöxtum á hærra stigi lengur en seðlabankar í löndum sem hafa sögu um minni verðbólgu.“ Í greininni bendir Ásgerður einnig á og endurómar þar með orð aðalhagfræðings seðlabankans, að aukning vaxtamunar við útlönd sé hið besta mál sem leiði til jafnvægis við lægri verðbólgu! Það verður bara að segjast að ekki er það kræsileg framtíð sem bíður Íslands ef Ásgerður Ósk nær markmiði sínu um að taka við sem seðlabankastjóri á næstu árum. Ásgerður Ósk lýsir sjálfri sér sem sérfræðingi í peningahagfræði. Ef rétt er hefði kannski mátt búast við að hún, sem nýr vöndur á þessu sviði, greindi á grundvelli peningahagfræðinnar hvað misfarist hefur í fortíð við stjórn peningamála á Íslandi og reyndi þá í gegnum starf sitt í peningastefnunefnd að innleiða breytingar sem leiddu til stöðugra verðlags og minni sveiflna í hagkerfinu. Hennar sýn um vaxtamun við útlönd, áframhaldandi hávaxtastefnu og blindu gagnvart verðtryggingunni viðheldur hins vegar hagsveiflum og óstöðugu verðlagi. Hennar sýn er að lítið sé við óstöðugleikanum að gera af því hagkerfið íslenska eigi sögu um óstöðugleika. Lagt er til við Ásgerði Ósk, peningastefnunefnd, aðalhagfræðing og seðlabankastjóra að hugleiða og innleiða eftirfarandi atriði áður en hrapað er að þeirri uppgjafar ályktun að vextir verði alltaf að vera háir á Íslandi af því að sagan kennir okkur það: Til að einfalda framsetningu er fyrst rétt að rifja upp þrjá eðlisólíka þætti verðbreytinganna sem vísitala neysluverðs nemur. A verðbólga eða kjarnaverðbólga. Þegar peningamagnið af einhverjum ástæðum verður meira en passar hagkerfinu. Þá rýrnar myntin og nafnverð vöruflórunnar hækkar, nokkurn veginn hlutfallslega jafnt yfir línuna. B verðbólga eða raun hnykkir. Þegar raunverð einstakara vara og vöruflokka hækkar vegna hnykkja í framboði eða eftirspurn sem jafnan eru leiddir fram af atvikum óháðum peningum. (real shocks). Innra virði greiðslumyntar breytist ekki í B verðbólgu. C verðbólga eða hagnaðardrifin verðbólga. Birtist vegna tækifærismennsku t.d. verðskriðs á fákeppnismörkuðum. Tillögur um aðgerðir sem miða að stöðugra verðlagi og minni hagsveiflum: 1. Afnám verðtryggingar á öllum neytendalánum. Byrjum á að benda á hið ótrúlega fúsk hagfræðideildar Háskóla Íslands og Seðlabanka Íslands þegar kemur að verðtryggingu neytendalána. a) Verðtrygging neytendalána er ólögleg. Í B verðbólgu, þ.e. þegar vísitala neysluverðs hækkar án þess að innra virði greiðslumyntarinnar sé í eftirgjöf færir verðtryggingin raunverulegar eignir skuldugra til fjármálastofnana. Slík eignaupptaka er óheimil samkvæmt stjórnarskrá Íslands og er ennfremur á skjön við tilgang laga um verðtryggingu. b) Verðtrygging eykur óstöðugleika verðlags og verðbólgu. Til að opna augu HÍ, SÍ og almennings í sem stystu máli er hér einfaldað dæmi um hagkerfi: Almennt er hægt að ganga út frá að ef verðbólguþrýstingur er til staðar, þ.e. ef peningamagnið af einhverjum ástæðum er orðið meira en passar undirliggjandi raunhagkerfi þá ryður hagkerfið sig með A verðbólgu hvar innra virði greiðslumyntarinnar rýrnar. Gefum okkur að undirliggjandi raunhagkerfi jafngildi 100 einingum greiðslumyntar með innra virðið 10 pr. einingu í jafnvægi. Svo gerist það að peningamagnið eykst og verður 110 einingar án þess að raunhagkerfið vaxi. Þá myndast ójafnvægi og þrýstingur til aðlögunar þannig að 110 einingar samsvari raunhagkerfinu. Innra virði greiðslumyntarinnar þarf þá að lækka um tæplega 10%. Þegar aðlögun er yfirstaðin er innra virðið fallið úr 10 niður í 9,09. En hvað gerist ef helmingurinn af peningamagninu er verðtryggður? Jú það þýðir að helmingurinn af peningamagninu hefur verið tekinn úr sambandi í aðlögunarferlinu, sem leiðir til þess að hinn helmingurinn einungis 55 einingar rýrna til aðlögunar. Innra virði þeirra þarf þá að falla niður í 8,18, eða um 18%. Á sama tíma vex verðtryggði hluturinn úr 55 einingum í um 67 einingar. Rýrnunin á óverðtryggða hlutanum þarf næstum að tvöfaldast til að ná sömu áhrifum ef helmingur peningamagnsins er verðtryggður. Þetta er hinn beiski kaleikur sem verðtryggingin færir okkur. Hún færir okkur meiri óstöðugleika, meiri verðsveiflur og meiri verðbólgu. Eftir því sem verðtrygging nær til stærra hlutfalls peningamagnsins þeim mun óstöðugri er óverðtryggði hlutinn undir verðbólguþrýstingi, verðlagið óstöðugra og verðbólgan meiri. Þar sem verðstöðugleikinn er langsóttari þegar hluti peningalegra eigna er verðtryggður hefur verðtrygging vissulega áhrif á miðlum peningastefnunnar þvert á kenningar aðalhagfræðings Seðlabankans um annað. 2. Aldrei að beita hækkun stýrivaxta gegn B verðbólgu. Hækkun stýrivaxta í jafnvægisfasa eða styrkingarfasa innra virðis greiðslumyntarinnar stuðlar að fjármálalegu misvægi og grefur undan innra virði greiðslumyntarinnar til meðal langs tíma. Færsla efnislegra gæða samfélagsins framhjá samningum og sáttmálum framkallast einnig við þessar aðstæður því kaupmáttur peningamagnsins lyftist. Íslendingar hafa þurft að súpa seiðið af mistökum SÍ í þessa veru 2001, 2004/2005/2006, 2016, og 2021. Tökum dæmi um það þegar húsnæðisverð rís vegna atvika óháðra breytingum á innra virði greiðslumyntarinnar. Þá verður að beita öðrum tólum en stýrivöxtum. Á slíkum stundum þarf að ýta undir aukið framboð, skoða temprun eftirspurnar tímabundið með lánakvótum, tímabundið hertum lánþegaskilyrðum og tímabundinni hækkun veðsetningarhlutfalla þar til framboð annar eftirspurninni. Seðlabankinn og Ísland allt eru um þessar mundir á kafi í vandamálum vegna þeirra mistaka bankans að hafa rokið upp með stýrivexti í þeim tilgangi að lækka húsnæðisverð. Þrátt fyrir skýrar leiðbeiningar fremstu peningahagfræðinga og varnaðarorð gengur Seðlabanki Íslands þennan veg aftur og aftur og alltaf með sömu ömurlegu afleiðingunum fyrir samfélagið. 3. Setja skörpustu hnífana í rauntímamat á kjarnaverðbólgu og vöxt peningamagnsins. Bestun verðstöðugleikans liggur alltaf í gegnum vinnu við að halda innra virði greiðslumyntarinnar stöðugu. Alveg er sama þótt markmiðið sé stöðugleiki mældur á kvarða vísitölu neysluverðs þá næst bestur árangur með fókusinn á stöðugt innra virði greiðslumyntarinnar. 4. Raunhagkerfið ráði innra virði greiðslumyntarinnar en ekki vaxtamunur Þiggja þarf hagsældina sem fylgir öflugum útflutningi með lækkun vaxta í átt til Evrópuvaxta. Að leitað sé jafnvægis þar sem raunhagkerfið ræður innra virði greiðslumyntarinnar en ekki sveifluskapandi vaxtamunur. Að meðtekin sé sú staðreynd að öflug útflutningslönd eru leiðandi um lágt vaxtastig á heimsvísu og ekki að ástæðulausu. Öflugur útflutningur hefur styrkjandi áhrif á innra virði greiðslumyntarinnar. Ef vextir eru þandir samhliða ofrís innra virði greiðslumyntarinnar með vöruskiptahalla sem afleiðingu og þrengingum í raunhagkerfinu þegar fram líður. Leyfa þarf og treysta frjálsri för vinnuaflsins til að halda þenslu á vinnumarkaði niðri. Þá er ekki ástæða til að rjúka upp með vexti þótt atvinnuleysi sé lágt tímabundið á háannatíma ferðaþjónustunnar, slík aðgerð hamlar þensluminnkandi áhrifum frjálsrar farar því hún hamlar uppbygginu húsnæðis sem er forsenda þess að hin frjálsa för virki til þenslujöfnunar. 5. Teknir verði upp fastir vextir húsnæðislána til langs tíma. Hert peningastefna þjóni þá þeim skýra tilgangi að hægja á þenslu peningamagnsins, hægja á útgáfu nýrra lána í stað þess að eyðileggja lífsafkomu skuldugs alþýðufólks. Ef farið verður í þessar aðgerðir má búast við verðbólguskoti en hafa þarf í huga að sú verðbólga er þegar í kerfinu, falin undir teppi vaxtamunarins við Evrópu. Í kjölfarið er viðbúið að hagkerfið setjist á þann grunn sem raunhagkerfið býður. Hægt er að lofa Ásgerði Ósk og félögum hennar í Seðlabankanum að þar er betra að vera en í loftfimleikum vaxtamunar og verðtryggingar. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun