Lífið

Hvetur krakka til að læra sporin og senda sér mynd­band

Íris Hauksdóttir skrifar
Sylvía Erla og hundurinn Oreo hvetja alla krakka að taka þátt. 
Sylvía Erla og hundurinn Oreo hvetja alla krakka að taka þátt.  aðsend

Söngkonan og kvikmyndagerðarkonan Sylvia Erla Melsted stendur fyrir nýju verkefni í tengslum við barnabók sína um hundinn Oreo. Hún hvetur alla krakka til að taka þátt og verða hluti af tónlistarmyndbandi sínu.

Sylvía Erla er lesblind og málefnið er henni hugleikið. Hún hefur unnið að gerð heimildamyndar um lesblindu og heimsótt skóla til að fræða nemendur um lesblindu. 

Sylvía og Oreo með bókina en hún segir frá ævintýrum hundins sem hefur reynst eiganda sínum góð hvatning í gegnum skólagönguna. aðsend

Hundurinn Oreo hefur reynst henni mikill stuðningur í gegnum skólagöngu hennar en að þessu sinni er hún að búa til tónlistarmyndband fyrir lagið hans, Áfram nú. Hún hvetur krakka til þátttöku í myndbandinu.

„Í stað þessa að velja nokkra krakka til að vera í myndbandinu þá langaði mér að bjóða öllum krökkum að taka þátt og vera með. Eina sem þarf að gera er að taka myndband af sér dansa við lagið, Áfram nú og senda það á [email protected].

Hundurinn Oreo hefur heldur betur slegið í gegn.aðsend

Hér fyrir neðan má sjá myndband af dansinum.

Við Oreo bíðum spennt að sjá myndböndin frá þessum flottu krökkum. Síðasti dagurinn að senda inn myndband er sunnudagurinn 10. september.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×