Septemberspá Siggu Kling: Haltu aftur af hvatvísi þinni Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku ljónið mitt. Þú ert að mörgu leyti kominn á betri stað en þú varst fyrir mánuði. Þú veist hvernig þú getur unnið með sjálfan þig á þessum punkti og þú hefur meiri sjálfstraust og sjálfsstjórn en áður. Þú nærð að finna þessa uppljómun sem er í þér og það er líka í þér kraftur til að magna upp þessa uppljómun. Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst. Það eru komin til þín þau verkfæri sem að þú þarft, til að klára það sem þú vilt. Haltu aftur af hvatvísi þinni að þurfa að segja frá öllu eða að skrifa þínar innstu tilfinningar, það getur verið það sem að þú munt sjá eftir. Þetta er í raun og veru það sem að þú þarft að vara þig á. Annars get ég með sanni sagt að þú ert að fara í miklu ljúfara tímabil þar sem að þú sættist við þá sem hafa stigið á tánna á þér eða skapað þér hindranir. Ef að þú gerir það ekki, þá munu þeir einstaklingar hafa útibú í heilanum á þér, sjónvarp og síma. En um leið og þú sættist í huga eða gjörðum við þá, þá er eins og að allir erfiðleikar fjúki úr höfði þínu með haustgolunni. Þú ert barn náttúrunnar og elskar allt sem henni tengist. Taktu mikið af myndum og búðu til minningarnar sjálfur. Því ef þú skoðar betur, þá ert þú mátturinn og dýrðin og skipstjórinn í þessu lífi. Það er líka sterkt í þessu tímabili að þú færð það sjálfstæði sem þú vilt til að rækta hamingjuna. Að vera hamingjusamur er ákvörðun sem þú þarft að taka um leið og þú vaknar, sama hvaða aðstæður eru í kringum þig. Það er yfir þér orka heppninnar og talan átta, sem er tákn eilífðarinnar og hugrekkis, og með því fylgir þessi heppni. Ef þú ert ekki í föstu sambandi, gefðu þig þá ekki að skyndikynnum, því einnar nætur gaman mun aldrei verða þér til gleði. Ástin er sterk yfir konunum i ljónsmerkinu á þessu tímabili, en mennirnir þurfa að vera aðeins þolinmóðari og bíða eftir því að þeir séu veiddir. Til þess að það gerist þá þurfa þeir bara að hafa allt fallegt í kringum sig og gera það sem þarf til þess að þeir glói eins og sólin. Ný föt, betri ilmur, læra eitthvað nýtt eins og að elda, eitthvað sem að dregur ástina að. Þannig gefur þú frá þér merki til þeirrar persónu sem að passar við þig. Sumir af ykkur hafa engan áhuga á að velja sér lífsförunaut og eru fullkomlega ánægðir að vera með sjálfum sér. Krossgáta lífsins, sem þú hefur verið að eiga við, er að ljúka. Það eru kaflaskil og kaflinn sem þú ert að fara inn í er fallegur. Knús og kossar Sigga Kling Daniel Radcliffe, leikari, 23. júlí Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, 24. júlí Sandra Bullock, leikkona, 26. júlí Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona, 28. júlí Meghan Markle, leikkona, 4. ágúst Joe Rogan, hlaðvarpsstjórnandi, 11. ágúst Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, 12. ágúst Madonna, söngkona, 16. ágúst Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Sjá meira
Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst. Það eru komin til þín þau verkfæri sem að þú þarft, til að klára það sem þú vilt. Haltu aftur af hvatvísi þinni að þurfa að segja frá öllu eða að skrifa þínar innstu tilfinningar, það getur verið það sem að þú munt sjá eftir. Þetta er í raun og veru það sem að þú þarft að vara þig á. Annars get ég með sanni sagt að þú ert að fara í miklu ljúfara tímabil þar sem að þú sættist við þá sem hafa stigið á tánna á þér eða skapað þér hindranir. Ef að þú gerir það ekki, þá munu þeir einstaklingar hafa útibú í heilanum á þér, sjónvarp og síma. En um leið og þú sættist í huga eða gjörðum við þá, þá er eins og að allir erfiðleikar fjúki úr höfði þínu með haustgolunni. Þú ert barn náttúrunnar og elskar allt sem henni tengist. Taktu mikið af myndum og búðu til minningarnar sjálfur. Því ef þú skoðar betur, þá ert þú mátturinn og dýrðin og skipstjórinn í þessu lífi. Það er líka sterkt í þessu tímabili að þú færð það sjálfstæði sem þú vilt til að rækta hamingjuna. Að vera hamingjusamur er ákvörðun sem þú þarft að taka um leið og þú vaknar, sama hvaða aðstæður eru í kringum þig. Það er yfir þér orka heppninnar og talan átta, sem er tákn eilífðarinnar og hugrekkis, og með því fylgir þessi heppni. Ef þú ert ekki í föstu sambandi, gefðu þig þá ekki að skyndikynnum, því einnar nætur gaman mun aldrei verða þér til gleði. Ástin er sterk yfir konunum i ljónsmerkinu á þessu tímabili, en mennirnir þurfa að vera aðeins þolinmóðari og bíða eftir því að þeir séu veiddir. Til þess að það gerist þá þurfa þeir bara að hafa allt fallegt í kringum sig og gera það sem þarf til þess að þeir glói eins og sólin. Ný föt, betri ilmur, læra eitthvað nýtt eins og að elda, eitthvað sem að dregur ástina að. Þannig gefur þú frá þér merki til þeirrar persónu sem að passar við þig. Sumir af ykkur hafa engan áhuga á að velja sér lífsförunaut og eru fullkomlega ánægðir að vera með sjálfum sér. Krossgáta lífsins, sem þú hefur verið að eiga við, er að ljúka. Það eru kaflaskil og kaflinn sem þú ert að fara inn í er fallegur. Knús og kossar Sigga Kling Daniel Radcliffe, leikari, 23. júlí Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, 24. júlí Sandra Bullock, leikkona, 26. júlí Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona, 28. júlí Meghan Markle, leikkona, 4. ágúst Joe Rogan, hlaðvarpsstjórnandi, 11. ágúst Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, 12. ágúst Madonna, söngkona, 16. ágúst
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Sjá meira