Ekki ein uppsögn borist Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2023 10:26 Birgir var ekki á umræddum fundi og segist ekki geta tjáð sig um efni starfsmannafunda. Arnar Halldórsson Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. „Á þessum tímapunkti hefur ekki ein einasta uppsögn borist. Það hafa verið alls konar kjaftasögur og dómsdagsspár um þetta flugfélag í þessi tvö ár, ekki síst um einhverjar meintar hópuppsagnir, en það hefur ekkert af því gerst,“ segir Birgir. Ferðaþjónustufjölmiðillinn Túristi.is hefur greint frá því að átján flugmenn Play hafi fengið símtal frá Icelandair um að þeir gætu hafið störf hjá félaginu og að þeir myndu þiggja það boð. Hafi stjórnendur Play brugðist við stöðunni með því að funda með öllum flugmönnum félagsins í gærkvöldi. Birgir segir að samstarfs-og starfsmannafundir séu haldnir í hverjum einasta mánuði. Sjálfur hafi hann ekki verið viðstaddur á þessum téða fundi og geti ekki tjáð sig um umræðuefni hans. „Við erum í virku samtali við alla starfsmenn okkar alltaf,“ segir Birgir. „Það hefur verið að nást frábær árangur og það er sótt í þetta fólk frá öllum áttum, bæði innanlands og erlendis frá.“ Birgir segir heilbrigt að það sé samkeppni um fólk. Play hafi verið að fá verðlaun erlendis frá, meðal annars fyrir áhafnir og þjónustu. Einnig að ef það kæmi hópuppsögn sem hefði áhrif á starfsemi félagsins þyrfti Play að flagga því á markaði eins og önnur skráð félög. Það hafi hins vegar ekki gerst. Ekki hægt að líta á eina launatölu Í frétt Túrista.is kemur fram að grunnlaun flugmanna Play séu umtalsvert lægri en flugmanna Icelandair, það er 590 þúsund krónur samanborið við 860 þúsund. Aðspurður um samkeppnishæfni segir Birgir það margoft hafa komið fram að kjarasamningur og laun Play séu talsvert öðruvísi en hjá Icelandair. Þetta sé hins vegar mun flóknara mál og ekki hægt að benda á einhverja eina launatölu. Mikill flugmannaskortur sé í heiminum og öll flugfélög verði að bjóða laun sem standast skoðun. Þá séu einnig aðrir þættir sem skipta máli en laun. „Ef einhverjir einstaklingar vilja skipta um vinnu þá er það í góðu lagi. Þannig er það þjóðfélag sem við viljum búa í,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Kjaramál Play Icelandair Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
„Á þessum tímapunkti hefur ekki ein einasta uppsögn borist. Það hafa verið alls konar kjaftasögur og dómsdagsspár um þetta flugfélag í þessi tvö ár, ekki síst um einhverjar meintar hópuppsagnir, en það hefur ekkert af því gerst,“ segir Birgir. Ferðaþjónustufjölmiðillinn Túristi.is hefur greint frá því að átján flugmenn Play hafi fengið símtal frá Icelandair um að þeir gætu hafið störf hjá félaginu og að þeir myndu þiggja það boð. Hafi stjórnendur Play brugðist við stöðunni með því að funda með öllum flugmönnum félagsins í gærkvöldi. Birgir segir að samstarfs-og starfsmannafundir séu haldnir í hverjum einasta mánuði. Sjálfur hafi hann ekki verið viðstaddur á þessum téða fundi og geti ekki tjáð sig um umræðuefni hans. „Við erum í virku samtali við alla starfsmenn okkar alltaf,“ segir Birgir. „Það hefur verið að nást frábær árangur og það er sótt í þetta fólk frá öllum áttum, bæði innanlands og erlendis frá.“ Birgir segir heilbrigt að það sé samkeppni um fólk. Play hafi verið að fá verðlaun erlendis frá, meðal annars fyrir áhafnir og þjónustu. Einnig að ef það kæmi hópuppsögn sem hefði áhrif á starfsemi félagsins þyrfti Play að flagga því á markaði eins og önnur skráð félög. Það hafi hins vegar ekki gerst. Ekki hægt að líta á eina launatölu Í frétt Túrista.is kemur fram að grunnlaun flugmanna Play séu umtalsvert lægri en flugmanna Icelandair, það er 590 þúsund krónur samanborið við 860 þúsund. Aðspurður um samkeppnishæfni segir Birgir það margoft hafa komið fram að kjarasamningur og laun Play séu talsvert öðruvísi en hjá Icelandair. Þetta sé hins vegar mun flóknara mál og ekki hægt að benda á einhverja eina launatölu. Mikill flugmannaskortur sé í heiminum og öll flugfélög verði að bjóða laun sem standast skoðun. Þá séu einnig aðrir þættir sem skipta máli en laun. „Ef einhverjir einstaklingar vilja skipta um vinnu þá er það í góðu lagi. Þannig er það þjóðfélag sem við viljum búa í,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Kjaramál Play Icelandair Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira