Sameina svið hjá Icelandair Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 18:54 Sylvía Kristín Ólafsdóttir verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs. Icelandair Leiðakerfis-og sölusvið og þjónustu-og markaðssvið flugfélagsins Icelandair verða sameinuðu í eitt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á skipulagi félagsins með það að markmiði að bæta rekstrarárangur þess enn frekar. Kjarninn sé að sameina sviðin tvö í eitt öflugt svið sem fer með sölu, þjónustu, markaðsmál og stjórnun leiðakerfis félagsins, þar sem áframhaldandi áhersla á upplifun viðskiptavina verður í forgrunni, að því er segir í tilkynningu. Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri nýs sameinaðs sviðs og Sylvía Kristín Ólafsdóttir færist úr hlutverki framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála og tekur við af Jens Bjarnasyni sem framkvæmdastjóri rekstrar. Jens mun starfa áfram hjá félaginu sem ráðgjafi í stefnumótandi verkefnum og heyra beint undir forstjóra. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair að forsvarsmenn félagsins sjái mikil tækifæri á öllum mörkuðum sínum næstu misseri. Einföldun þessi á skipulagi sé liður í því að bæta rekstrarárangur félagsins á sama tíma og það vinni að metnaðarfullum áætlunum sínum. „Með sameinuðu tekju-, þjónustu- og markaðssviði munum við styrkja áherslu okkar enn frekar á upplifun viðskiptavina í allri okkar starfsemi ásamt því að halda áfram að stuðla að sterkri tekjumyndun. Tómas mun taka við sameinuðu sviði en hann hefur leitt tekjusvið félagsins, uppbyggingu leiðakerfisins og viðskiptaþróun á undanförnum árum,“ segir Bogi. „Sylvía mun taka við rekstrarsviði félagsins og nýtir þar breiðan bakgrunn úr flugrekstri, stjórnun leiðakerfis og við uppbyggingu þjónustuupplifunar sem hún hefur leitt síðustu 18 mánuði. Jens býr yfir áratuga reynslu úr flugiðnaði og hjá Icelandair og mun gegna mikilvægu hlutverki í stefnumótandi verkefnum, meðal annars við að tryggja innleiðingu Airbus flugvéla inn í flota Icelandair á næstu árum. Jens mun vinna með framkvæmdastjóra rekstrar á næstu mánuðum.“ Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Tómas hefur verið framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer) síðan 2021 og var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar á árunum 2019 til 2021, að því er segir í tilkynningu Icelandair. Hann var framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs WOW air á árinu 2018 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Þá var hann framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá WOW air á árinu 2014. Fyrir þann tíma var hann ráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn og starfaði sem forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar hjá Icelandair til margra ára. Tómas er með MBA gráðu og MSc. gráðu í verkfræði með áherslu á aðfangakeðjur og flugfélög frá MIT Sloan School of Management í Boston sem og BSc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía Kristín Ólafsdóttir verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sylvía hefur verið framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála frá 2022. Fyrir það starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía kom fyrst til starfa hjá Icelandair árið 2018 sem forstöðumaður stuðningsdeildar flugrekstrar og síðar sem forstöðumaður leiðakerfis félagsins. Hún starfaði hjá Landsvirkjun frá árinu 2015 þar sem hún var meðal annars deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Áður starfaði hún hjá höfuðstöðvum Amazon í Evrópu um fimm ára skeið, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind, markaðsmál og vöruþróun fyrir vefbækur. Sylvía er með M.Sc. próf í operational research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía er stjórnarformaður Íslandssjóða. Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þar segir að breytingar hafi verið gerðar á skipulagi félagsins með það að markmiði að bæta rekstrarárangur þess enn frekar. Kjarninn sé að sameina sviðin tvö í eitt öflugt svið sem fer með sölu, þjónustu, markaðsmál og stjórnun leiðakerfis félagsins, þar sem áframhaldandi áhersla á upplifun viðskiptavina verður í forgrunni, að því er segir í tilkynningu. Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri nýs sameinaðs sviðs og Sylvía Kristín Ólafsdóttir færist úr hlutverki framkvæmdastjóra þjónustu og markaðsmála og tekur við af Jens Bjarnasyni sem framkvæmdastjóri rekstrar. Jens mun starfa áfram hjá félaginu sem ráðgjafi í stefnumótandi verkefnum og heyra beint undir forstjóra. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair að forsvarsmenn félagsins sjái mikil tækifæri á öllum mörkuðum sínum næstu misseri. Einföldun þessi á skipulagi sé liður í því að bæta rekstrarárangur félagsins á sama tíma og það vinni að metnaðarfullum áætlunum sínum. „Með sameinuðu tekju-, þjónustu- og markaðssviði munum við styrkja áherslu okkar enn frekar á upplifun viðskiptavina í allri okkar starfsemi ásamt því að halda áfram að stuðla að sterkri tekjumyndun. Tómas mun taka við sameinuðu sviði en hann hefur leitt tekjusvið félagsins, uppbyggingu leiðakerfisins og viðskiptaþróun á undanförnum árum,“ segir Bogi. „Sylvía mun taka við rekstrarsviði félagsins og nýtir þar breiðan bakgrunn úr flugrekstri, stjórnun leiðakerfis og við uppbyggingu þjónustuupplifunar sem hún hefur leitt síðustu 18 mánuði. Jens býr yfir áratuga reynslu úr flugiðnaði og hjá Icelandair og mun gegna mikilvægu hlutverki í stefnumótandi verkefnum, meðal annars við að tryggja innleiðingu Airbus flugvéla inn í flota Icelandair á næstu árum. Jens mun vinna með framkvæmdastjóra rekstrar á næstu mánuðum.“ Tómas Ingason verður framkvæmdastjóri tekju-, þjónustu- og markaðssviðs Tómas hefur verið framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu (e. Chief Revenue Officer) síðan 2021 og var framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og stafrænnar umbreytingar á árunum 2019 til 2021, að því er segir í tilkynningu Icelandair. Hann var framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs WOW air á árinu 2018 og forstöðumaður stafrænnar framtíðar hjá Arion banka á árunum 2016 til 2018. Þá var hann framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá WOW air á árinu 2014. Fyrir þann tíma var hann ráðgjafi hjá Bain & Company í Kaupmannahöfn og starfaði sem forstöðumaður tekjustýringar og verðlagningar hjá Icelandair til margra ára. Tómas er með MBA gráðu og MSc. gráðu í verkfræði með áherslu á aðfangakeðjur og flugfélög frá MIT Sloan School of Management í Boston sem og BSc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía Kristín Ólafsdóttir verður framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sylvía hefur verið framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála frá 2022. Fyrir það starfaði hún sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo. Sylvía kom fyrst til starfa hjá Icelandair árið 2018 sem forstöðumaður stuðningsdeildar flugrekstrar og síðar sem forstöðumaður leiðakerfis félagsins. Hún starfaði hjá Landsvirkjun frá árinu 2015 þar sem hún var meðal annars deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Áður starfaði hún hjá höfuðstöðvum Amazon í Evrópu um fimm ára skeið, fyrst við rekstur og áætlanagerð og síðan við Kindle deild fyrirtækisins þar sem hún sá um viðskiptagreind, markaðsmál og vöruþróun fyrir vefbækur. Sylvía er með M.Sc. próf í operational research frá London School of Economics og B.Sc. próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía er stjórnarformaður Íslandssjóða.
Icelandair Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira