Dagleg rútína að hefjast Bragi Bjarnason skrifar 30. ágúst 2023 10:31 Það hefur sannarlega verið líf og fjör í Sveitarfélaginu Árborg í sumar þar sem bæjarhátíðir, íþróttamót og aðrir viðburðir hafa verið um nánast hverja helgi fyrir okkur íbúa og gesti að njóta. Hin daglega rútína brestur síðan á nú þegar skólarnir hefjast með tilheyrandi viðbótartraffík á morgnana þegar allir þurfa að komast á sína staði. Það er einhver sjarmi við þennan tíma sem erfitt er að festa fingur á, kannski er það bara að við mannfólkið viljum flest í raun hafa ákveðna rútínu á hlutunum. Ég minni líka ökumenn á að gæta sín og taka tillit til gangandi vegfarenda, ekki síst okkar yngstu samborgara sem nú ganga til mennta. Umhverfið okkar í sumar Það má með sanni segja að þetta sumar hafi verið tvískipt. Eftir blauta og kalda mánuði kom sumarið með hvelli í júlí og varla sér fyrir endann á blíðunni sem hefur haft veruleg áhrif á allan gróður. Færri umsóknir um sumarstörf, verkföll, mikið viðhald á tækjum og skerðing vinnuskóla gerði vinnu umhverfisdeildar sveitarfélagsins erfitt fyrir í sumar en engu að síður hafa starfsmenn umhverfisdeildar unnið frábært starf við að halda flestum svæðum í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins vel hirtum, komið niður sumarblómum og skreytingum svo eftir er tekið. Það viðurkennist þó, án þess að á nokkurn sé hallað, að ekki tókst að halda áætlun um snyrtingu á öllum götum og svæðum eins og vonir stóðu til. Vil ég því þakka öllum þeim íbúum sem hafa af mikilli ósérhlífni tekið sig til og snyrt sitt nánasta umhverfi í sumar. Það er bæði gleðilegt og þakkarvert að sjá og heyra af því hvernig íbúar taka til hendinni og leggja fram aðstoð sína við að halda umhverfinu snyrtilegu. Breyttur opnunartími sundlauga Árborgar Sveitarfélagið hefur undanfarna mánuði staðið í erfiðum aðgerðum til hagræðingar í rekstri. Það hefur m.a. falið í sér skerðingu á þjónustu, frestun framkvæmda og því miður, uppsögnum starfsmanna. Markmið þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í er m.a. að lækka rekstrarkostnaðinn sem hefur vaxið of mikið undanfarin ár í hlutfalli við tekjur. Meðal þeirra þjónustuþátta sem verður fyrir skerðingu eru sundlaugarnar okkar og þrátt fyrir að rekstur þeirra sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga, telja flestir þær mikilvægan hluta af daglegu lífi samfélagsins. Undirritaður er í þeim hópi. Það er ekki sjálfsögð eða einföld aðgerð að skerða opnunartíma stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins en nauðsynleg við núverandi aðstæður. Þannig mun breyting á opnunartíma sundlauganna skila sparnaði upp á um 50 milljónir króna á ári, þar af um 20 milljónum vegna sundlaugarinnar á Stokkseyri og 30 milljónum í heildina í Sundhöll Selfoss. Það er langt því frá stefna okkar í bæjarstjórn að skerða framboð til heilsueflingar fólks og helst vildi undirritaður geta bætt í fremur en dregið úr. Aðstæður á þessum tímapunkti knýja okkur því miður til þeirra aðgerða. Það er mín einlæga trú og markmið að hægt verði að auka opnunartímann aftur í báðum sundlaugum fyrr en seinna enda tel ég að við séum öll sammála um að gott aðgengi að sundlaugum landsins sé til hagsbóta fyrir samfélagið. Að lokum hvet ég okkur öll til að líta björtum augum til haustsins og njóta útivistar sem kostur er í okkar fallega umhverfi. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur sannarlega verið líf og fjör í Sveitarfélaginu Árborg í sumar þar sem bæjarhátíðir, íþróttamót og aðrir viðburðir hafa verið um nánast hverja helgi fyrir okkur íbúa og gesti að njóta. Hin daglega rútína brestur síðan á nú þegar skólarnir hefjast með tilheyrandi viðbótartraffík á morgnana þegar allir þurfa að komast á sína staði. Það er einhver sjarmi við þennan tíma sem erfitt er að festa fingur á, kannski er það bara að við mannfólkið viljum flest í raun hafa ákveðna rútínu á hlutunum. Ég minni líka ökumenn á að gæta sín og taka tillit til gangandi vegfarenda, ekki síst okkar yngstu samborgara sem nú ganga til mennta. Umhverfið okkar í sumar Það má með sanni segja að þetta sumar hafi verið tvískipt. Eftir blauta og kalda mánuði kom sumarið með hvelli í júlí og varla sér fyrir endann á blíðunni sem hefur haft veruleg áhrif á allan gróður. Færri umsóknir um sumarstörf, verkföll, mikið viðhald á tækjum og skerðing vinnuskóla gerði vinnu umhverfisdeildar sveitarfélagsins erfitt fyrir í sumar en engu að síður hafa starfsmenn umhverfisdeildar unnið frábært starf við að halda flestum svæðum í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins vel hirtum, komið niður sumarblómum og skreytingum svo eftir er tekið. Það viðurkennist þó, án þess að á nokkurn sé hallað, að ekki tókst að halda áætlun um snyrtingu á öllum götum og svæðum eins og vonir stóðu til. Vil ég því þakka öllum þeim íbúum sem hafa af mikilli ósérhlífni tekið sig til og snyrt sitt nánasta umhverfi í sumar. Það er bæði gleðilegt og þakkarvert að sjá og heyra af því hvernig íbúar taka til hendinni og leggja fram aðstoð sína við að halda umhverfinu snyrtilegu. Breyttur opnunartími sundlauga Árborgar Sveitarfélagið hefur undanfarna mánuði staðið í erfiðum aðgerðum til hagræðingar í rekstri. Það hefur m.a. falið í sér skerðingu á þjónustu, frestun framkvæmda og því miður, uppsögnum starfsmanna. Markmið þeirra aðgerða sem ráðist hefur verið í er m.a. að lækka rekstrarkostnaðinn sem hefur vaxið of mikið undanfarin ár í hlutfalli við tekjur. Meðal þeirra þjónustuþátta sem verður fyrir skerðingu eru sundlaugarnar okkar og þrátt fyrir að rekstur þeirra sé ekki lögbundið verkefni sveitarfélaga, telja flestir þær mikilvægan hluta af daglegu lífi samfélagsins. Undirritaður er í þeim hópi. Það er ekki sjálfsögð eða einföld aðgerð að skerða opnunartíma stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins en nauðsynleg við núverandi aðstæður. Þannig mun breyting á opnunartíma sundlauganna skila sparnaði upp á um 50 milljónir króna á ári, þar af um 20 milljónum vegna sundlaugarinnar á Stokkseyri og 30 milljónum í heildina í Sundhöll Selfoss. Það er langt því frá stefna okkar í bæjarstjórn að skerða framboð til heilsueflingar fólks og helst vildi undirritaður geta bætt í fremur en dregið úr. Aðstæður á þessum tímapunkti knýja okkur því miður til þeirra aðgerða. Það er mín einlæga trú og markmið að hægt verði að auka opnunartímann aftur í báðum sundlaugum fyrr en seinna enda tel ég að við séum öll sammála um að gott aðgengi að sundlaugum landsins sé til hagsbóta fyrir samfélagið. Að lokum hvet ég okkur öll til að líta björtum augum til haustsins og njóta útivistar sem kostur er í okkar fallega umhverfi. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun