Fyrsta gull Indverja á heimsmeistaramóti Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 20:12 Indverjar voru ánægðir með sinn mann Neeraj Chopra. Vísir/Getty Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum lauk í Búdapest í kvöld. Bandaríkin og Holland báru sigur úr býtum í boðhlaupum kvöldsins og þá vann Indland sín fyrstu gullverðlaun frá upphafi. Indverjinn Neeraj Chopra vann sögulegt gull fyrir Indverja í spjóti á heimsmeistaramótinu nú í kvöld. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Indverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en Chopra kastaði 88,17 metra. Arshad Nadeem varð annar með kasti upp á 87,82 og Tékkinn Jakub Vadlejch vann bronsið en hann kastaði 86,67 metra. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen missti af gullverðlaunum í 1500 metra hlaupi en í 5000 metrunum voru sekúndubrotin hans megin. Hann kom fyrstur í mark á tímanum 13.11,30 mínútur en Mohamed Katir varð annar aðeins fjórtán hundraðshlutum á eftir. Jacob Krop varð þriðji og hlaut bronsið. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen átti stórkostlegan endasprett og tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 5.000 metra hlaupi Jakob beið þar til á lokametrunum með að elta Spánverjann Mohamed Katir uppi og tók fram húr honum rétt áður en þeir komu að endamarkslínu. pic.twitter.com/bNDDo1m9ql— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2023 Í hástökki kvenna vann hinn úkraínska Yaroslava Mahuchikh en hún var sú eina sem fór yfir tvo metra. Sigurstökkið var 2,01 metri en Eleanor Patterson og Nocola Olyslagers frá Ástralíu fengu silfur og brons en báðar stukku þær hæst 1,99 metra. Mary Moraa frá Kenýa kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi kvenna en Keely Hodgkinson varð önnur aðeins 31 hundraðshlutum á eftir. Athing Mu frá Bandaríkjunum hlaut bronsið. 3000 metra hindrunarhlaup er alltaf áhugaverð grein en þar var það Winfred Mutile Yavi sem hlaut gullverðlaun en hún var rúmum fjórum sekúndum á undan Betrice Chepkoech frá Kenýa. Faith Cherotich frá Kenýa fékk bronsverðlaun. ! Femke Bol comes from nowhere to win gold for Netherlands in the women s 4x400m relay pic.twitter.com/2pFAR0dtUd— Eurosport (@eurosport) August 27, 2023 Síðustu greinar kvöldsins voru 4x400 metra boðhlaup karla og kvenna. Í karlaflokki komu Bandaríkjamenn fyrstir í mark. Þeir voru rúmri sekúndu á undan Frökkum en breska sveitin náði bronsinu rétt á undan Jamaíka. Holland bar sigur úr býtum í kvennaflokki. Femke Bol átti þar ótrúlegan endasprett og stakk sér framfyrir hlaupara Jamaíka en Bretar tryggðu sér bronsið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
Indverjinn Neeraj Chopra vann sögulegt gull fyrir Indverja í spjóti á heimsmeistaramótinu nú í kvöld. Þetta eru fyrstu gullverðlaun Indverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en Chopra kastaði 88,17 metra. Arshad Nadeem varð annar með kasti upp á 87,82 og Tékkinn Jakub Vadlejch vann bronsið en hann kastaði 86,67 metra. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen missti af gullverðlaunum í 1500 metra hlaupi en í 5000 metrunum voru sekúndubrotin hans megin. Hann kom fyrstur í mark á tímanum 13.11,30 mínútur en Mohamed Katir varð annar aðeins fjórtán hundraðshlutum á eftir. Jacob Krop varð þriðji og hlaut bronsið. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen átti stórkostlegan endasprett og tryggði sér heimsmeistaratitilinn í 5.000 metra hlaupi Jakob beið þar til á lokametrunum með að elta Spánverjann Mohamed Katir uppi og tók fram húr honum rétt áður en þeir komu að endamarkslínu. pic.twitter.com/bNDDo1m9ql— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 27, 2023 Í hástökki kvenna vann hinn úkraínska Yaroslava Mahuchikh en hún var sú eina sem fór yfir tvo metra. Sigurstökkið var 2,01 metri en Eleanor Patterson og Nocola Olyslagers frá Ástralíu fengu silfur og brons en báðar stukku þær hæst 1,99 metra. Mary Moraa frá Kenýa kom fyrst í mark í 800 metra hlaupi kvenna en Keely Hodgkinson varð önnur aðeins 31 hundraðshlutum á eftir. Athing Mu frá Bandaríkjunum hlaut bronsið. 3000 metra hindrunarhlaup er alltaf áhugaverð grein en þar var það Winfred Mutile Yavi sem hlaut gullverðlaun en hún var rúmum fjórum sekúndum á undan Betrice Chepkoech frá Kenýa. Faith Cherotich frá Kenýa fékk bronsverðlaun. ! Femke Bol comes from nowhere to win gold for Netherlands in the women s 4x400m relay pic.twitter.com/2pFAR0dtUd— Eurosport (@eurosport) August 27, 2023 Síðustu greinar kvöldsins voru 4x400 metra boðhlaup karla og kvenna. Í karlaflokki komu Bandaríkjamenn fyrstir í mark. Þeir voru rúmri sekúndu á undan Frökkum en breska sveitin náði bronsinu rétt á undan Jamaíka. Holland bar sigur úr býtum í kvennaflokki. Femke Bol átti þar ótrúlegan endasprett og stakk sér framfyrir hlaupara Jamaíka en Bretar tryggðu sér bronsið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira