Félagasamstæða Bláa lónsins endurskipulögð og stefnt á markað Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2023 18:40 Bláa Lónið Á fundi hluthafa í Bláa lóninu hf. í dag var samþykkt að stofna sérstakt eignarhaldsfélag utan um samstæðu félagsins. Nýja eignarhaldsfélagið mun bera nafnið Bláa Lónið hf. og er stefnt að skráningu félagsins á markað vorið 2024. Í fréttatilkynningu segir að hluthafar í nýju eignarhaldsfélagi séu einvörðungu þeir sem áður voru hluthafar í því félagi sem nú er Bláa lónið Svartsengi ehf. Einnig segir að áfram sé unnið að fyrirhugaðri skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi og að nú sé horft til vorsins 2024. Með því sé tryggt að ofangreindar skipulagsbreytingar verði að fullu komnar til framkvæmda auk þess að heilt rekstrarár, eftir COVID-19, liggi fyrir. Endanleg tímasetning muni þó ráðast af markaðsaðstæðum og framvindu undirbúningsvinnu. Bláa lónið hf. sér ekki bara um rekstur Bláa lónsins heldur einnig fjölda veitingastaða, hótela og annarra reksturseininga.Bláa lónið Fjölbreyttur og fjölþættur rekstur Þá segir að öll félög innan samstæðu Bláa lónsins hf. muni verða að fullu í eigu hins nýja eignarhaldsfélags eftir breytingarnar. Þau eru eftirfarandi: Bláa Lónið Svartsengi ehf. annast allan rekstur í Svartsengi en undir hann fellur Bláa Lónið, hótelin Silica og The Retreat, heilsulindin Retreat Spa, veitingastaðirnir Lava, Retreat Spa Restaurant, Moss og Blue Café auk reksturs Lækningalindar og Rannsókna- og þróunarseturs. Íslenskar Heilsulindir ehf. sem er eignarhaldsfélag um hluti í öðrum baðstöðum og ýmis þróunarverkefni, þar með talið uppbyggingu félagsins í Kerlingarfjöllum og Þjórsárdal. Blue Lagoon Skincare ehf. sem annast þróun, framleiðslu og sölu húðvara innanlands og erlendis. Blue Lagoon Journeys ehf. sem er þróunarfélag um afþreyingartengda þjónustu innan samstæðunnar. Eldvörp ehf. sem rekur allar fasteignir félagsins. Breytingarnar eru liður í áætlun félagsins um að „einfalda skipulag, skerpa sýn og auka hagkvæmni í rekstri fyrrgreindra félaga“. Starfsemi Bláa lónsins hf. hefur orðið fjölþættari síðustu misseri en þar má nefna nýafstaðna uppbyggingu hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, fyrirhugaðar framkvæmdir í Þjórsárdal og aukna áherslu á markaðssetningu húðvara félagsins erlendis. Bláa lónið Kauphöllin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að hluthafar í nýju eignarhaldsfélagi séu einvörðungu þeir sem áður voru hluthafar í því félagi sem nú er Bláa lónið Svartsengi ehf. Einnig segir að áfram sé unnið að fyrirhugaðri skráningu félagsins á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi og að nú sé horft til vorsins 2024. Með því sé tryggt að ofangreindar skipulagsbreytingar verði að fullu komnar til framkvæmda auk þess að heilt rekstrarár, eftir COVID-19, liggi fyrir. Endanleg tímasetning muni þó ráðast af markaðsaðstæðum og framvindu undirbúningsvinnu. Bláa lónið hf. sér ekki bara um rekstur Bláa lónsins heldur einnig fjölda veitingastaða, hótela og annarra reksturseininga.Bláa lónið Fjölbreyttur og fjölþættur rekstur Þá segir að öll félög innan samstæðu Bláa lónsins hf. muni verða að fullu í eigu hins nýja eignarhaldsfélags eftir breytingarnar. Þau eru eftirfarandi: Bláa Lónið Svartsengi ehf. annast allan rekstur í Svartsengi en undir hann fellur Bláa Lónið, hótelin Silica og The Retreat, heilsulindin Retreat Spa, veitingastaðirnir Lava, Retreat Spa Restaurant, Moss og Blue Café auk reksturs Lækningalindar og Rannsókna- og þróunarseturs. Íslenskar Heilsulindir ehf. sem er eignarhaldsfélag um hluti í öðrum baðstöðum og ýmis þróunarverkefni, þar með talið uppbyggingu félagsins í Kerlingarfjöllum og Þjórsárdal. Blue Lagoon Skincare ehf. sem annast þróun, framleiðslu og sölu húðvara innanlands og erlendis. Blue Lagoon Journeys ehf. sem er þróunarfélag um afþreyingartengda þjónustu innan samstæðunnar. Eldvörp ehf. sem rekur allar fasteignir félagsins. Breytingarnar eru liður í áætlun félagsins um að „einfalda skipulag, skerpa sýn og auka hagkvæmni í rekstri fyrrgreindra félaga“. Starfsemi Bláa lónsins hf. hefur orðið fjölþættari síðustu misseri en þar má nefna nýafstaðna uppbyggingu hálendismiðstöðvar í Kerlingarfjöllum, fyrirhugaðar framkvæmdir í Þjórsárdal og aukna áherslu á markaðssetningu húðvara félagsins erlendis.
Bláa lónið Kauphöllin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira