Guðbjörg Sveinsdóttir sæmd orðu Florence Nightingale Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2023 17:35 Guðbjörg ásamt Silju Báru Ómarsdóttir, formanni Rauða krossins á Íslandi, við athöfnina í dag. Rauði krossinn Geðhjúkrunarfræðingurinn Guðbjörg Sveinsdóttir hefur verið sæmd Florence Nightingale-heiðursorðinni, æðsta alþjóðlega heiðri sem hjúkrunarfræðingi getur hlotnast. Guðbjörgu var veitt orðan við formlega athöfn á skrifstofu Rauða krossins í dag. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að Guðbjörg hafi á ferli sínum verið ötull málsvari fólks með geðraskanir, unnið að bættri geðheilbrigðisþjónustu og leitt stofnun úrræða sem bæta þjónustu fyrir fólk með geðraskanir bæði hér á landi og erlendis. Guðbjörg var forstöðumaður Vinar, sem er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem Rauði krossinn rak í nær 30 ár, þar til velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við rekstrinum. Góður árangur Vinar leiddi til þess að þrjú álíka dagsetur voru stofnuð annars staðar á Íslandi. Dagseturinn urðu innblástur að álíka úrræðum í Belarús í samstarfi við þarlent landsfélag. Guðbjörg sá um þjálfun starfsfólks úrræðisins og kynnti þau fyrir þessari nýju nálgun, ásamt því að styðja við kynningarstarf vegna þjónustunnar. Unnið vítt og breitt um heiminn Guðbjörg starfaði um langt skeið sem sendifulltrúi Rauða krossins og vann á vegum félagsins í Írak, Íran, Indónesíu og Palestínu. Eftir að hún hætti störfum fyrir Rauða krossinn gerðist hún sjálfboðaliði í áfallateymi Rauða krossins, sem veitir sálrænan stuðning eftir hamfarir, slys og aðra erfiða atburði. Þar að auki hefur hún verið virk í bæjarpólitík í Kópavogi fyrir vinstri græna. Guðbjörg var afar þakklát fyrir þennan mikla heiður sem Florence Nightingale-orðan er.Rauði krossinn Þrátt fyrir þennan langa og glæsta feril segir Guðbjörg að verðlaunin hafi komið henni gríðarlega á óvart, en íslenskur hjúkrunarfræðingur hefur ekki fengið þennan heiður síðan árið 1989. „Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu,“ sagði hún við orðuveitinguna. „Ég hélt fyrst að það væri verið að gera at í mér þegar ég fékk símtalið til að tilkynna mér þetta. Ég vissi af þessari orðu, ég hafði hitt hjúkrunarfræðing í Íran sem vann í áfallateymi Rauða hálfmánans sem fékk hana, en mér fannst þetta gjörsamlega fráleitt og ég ekki eiga þetta skilið. Ég er ótrúlega þakklát og þetta er eiginlega dálítið yfirþyrmandi og óraunverulegt. En það er auðvitað afar skemmtilegt að vera þessa heiðurs aðnjótandi.“ Í dag er Guðbjörg eftirlaunaþegi en sinnir samt enn fræðslu og handleiðslu til að styðja fólk sem hún hefur kynnst í gegnum árin. Stoltust af starfinu í Minsk „Ég er mjög stolt af því að hafa unnið fyrir Rauða krossinn í Vin en ég held að ég sé sennilega stoltust af því að hafa komið að þessu verkefni í Belarús og að hafa stofnað álíka stað og Vin í Minsk, höfuðborg landsins, og hafa átt þátt í að sá staður blómstri og breyti hlutum,“ sagði hún. Guðbjörg við störf fyrir Rauða krossinn í Bam í Íran.Rauði krossinn Guðbjörg telur mikilvægustu úrlausnarefnin í heilbrigðismálum í dag vera mönnun hjúkrunarfræðinga, umönnunaraðila og sjúkraliða. „Að þau fái þau skilyrði sem þau eiga skilið, bæði hvað varðar laun og starfsumhverfi. Án þess að vera með vel menntaða og hæfa hjúkrunarfræðinga verður lítið úr heilbrigðiskerfinu,“ sagði hún við athöfnina. Guðbjörg er mjög gagnrýnin á stöðuna í geðheilbrigðismálum og segir að viðhorf hennar séu misvinsæl. „Ég tel of mikla áherslu setta á lyf og að það sé of lítið horft á sálfélagslega þáttinn. Batahugmyndafræði er oft sett eins og glassúr yfir þröngt kerfi þar sem fólk fær litla valdeflingu og val,“ sagði hún. „Þó að það sé margt sem er gert vel finnst mér við í raun vera mjög aftarlega á merinni hvað varðar ýmsa nýja hugmyndafræði sem hefur rutt sér til rúms. Bæði í sambandi við áföll og áhrif þeirra á geðheilbrigði og sálfélagslegar aðstæður. Það þarf líka að skoða valdajafnvægi milli heilbrigðiskerfi og sjúklinga. Of oft er fólk sett í þá stöðu að vera óvirkir þiggjendur þjónustu, sem leiðir ekki endilega til bata,“ sagði hún einnig. Íslendingar geti ekki troðið gildum sínum upp á aðra „Ýmis önnur lönd eru komin lengra en við að mörgu leyti í þessum málum, en við getum samt flutt út þekkinguna og reynsluna sem við höfum á sálrænum stuðningi, ásamt mannauðinum. En við megum ekki gleyma því að þetta er allt byggt á vestrænum gildum,“ sagði Guðbjörg einnig við athöfnina í dag. „Ég minnist þess þegar við komum til Íran eftir jarðskjálftann í Bam árið 2003 og ætluðum að þróa sálfélagslegan stuðning fyrir eftirlifendur. Þá hafði Rauði hálfmáninn í Íran verið með slíka deild í tvö ár og gátu kennt okkur heilmikið. Þau voru að gera þetta á forsendum síns menningarheims. Við getum ekki troðið okkar gildum upp á heiminn þó að við getum verið í samvinnu og við getum sjálf lært heilmikið af öðrum þjóðum.“ Hjálparstarf Geðheilbrigði Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Guðbjörgu var veitt orðan við formlega athöfn á skrifstofu Rauða krossins í dag. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að Guðbjörg hafi á ferli sínum verið ötull málsvari fólks með geðraskanir, unnið að bættri geðheilbrigðisþjónustu og leitt stofnun úrræða sem bæta þjónustu fyrir fólk með geðraskanir bæði hér á landi og erlendis. Guðbjörg var forstöðumaður Vinar, sem er dagsetur fyrir fólk með geðraskanir sem Rauði krossinn rak í nær 30 ár, þar til velferðarsvið Reykjavíkurborgar tók við rekstrinum. Góður árangur Vinar leiddi til þess að þrjú álíka dagsetur voru stofnuð annars staðar á Íslandi. Dagseturinn urðu innblástur að álíka úrræðum í Belarús í samstarfi við þarlent landsfélag. Guðbjörg sá um þjálfun starfsfólks úrræðisins og kynnti þau fyrir þessari nýju nálgun, ásamt því að styðja við kynningarstarf vegna þjónustunnar. Unnið vítt og breitt um heiminn Guðbjörg starfaði um langt skeið sem sendifulltrúi Rauða krossins og vann á vegum félagsins í Írak, Íran, Indónesíu og Palestínu. Eftir að hún hætti störfum fyrir Rauða krossinn gerðist hún sjálfboðaliði í áfallateymi Rauða krossins, sem veitir sálrænan stuðning eftir hamfarir, slys og aðra erfiða atburði. Þar að auki hefur hún verið virk í bæjarpólitík í Kópavogi fyrir vinstri græna. Guðbjörg var afar þakklát fyrir þennan mikla heiður sem Florence Nightingale-orðan er.Rauði krossinn Þrátt fyrir þennan langa og glæsta feril segir Guðbjörg að verðlaunin hafi komið henni gríðarlega á óvart, en íslenskur hjúkrunarfræðingur hefur ekki fengið þennan heiður síðan árið 1989. „Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu,“ sagði hún við orðuveitinguna. „Ég hélt fyrst að það væri verið að gera at í mér þegar ég fékk símtalið til að tilkynna mér þetta. Ég vissi af þessari orðu, ég hafði hitt hjúkrunarfræðing í Íran sem vann í áfallateymi Rauða hálfmánans sem fékk hana, en mér fannst þetta gjörsamlega fráleitt og ég ekki eiga þetta skilið. Ég er ótrúlega þakklát og þetta er eiginlega dálítið yfirþyrmandi og óraunverulegt. En það er auðvitað afar skemmtilegt að vera þessa heiðurs aðnjótandi.“ Í dag er Guðbjörg eftirlaunaþegi en sinnir samt enn fræðslu og handleiðslu til að styðja fólk sem hún hefur kynnst í gegnum árin. Stoltust af starfinu í Minsk „Ég er mjög stolt af því að hafa unnið fyrir Rauða krossinn í Vin en ég held að ég sé sennilega stoltust af því að hafa komið að þessu verkefni í Belarús og að hafa stofnað álíka stað og Vin í Minsk, höfuðborg landsins, og hafa átt þátt í að sá staður blómstri og breyti hlutum,“ sagði hún. Guðbjörg við störf fyrir Rauða krossinn í Bam í Íran.Rauði krossinn Guðbjörg telur mikilvægustu úrlausnarefnin í heilbrigðismálum í dag vera mönnun hjúkrunarfræðinga, umönnunaraðila og sjúkraliða. „Að þau fái þau skilyrði sem þau eiga skilið, bæði hvað varðar laun og starfsumhverfi. Án þess að vera með vel menntaða og hæfa hjúkrunarfræðinga verður lítið úr heilbrigðiskerfinu,“ sagði hún við athöfnina. Guðbjörg er mjög gagnrýnin á stöðuna í geðheilbrigðismálum og segir að viðhorf hennar séu misvinsæl. „Ég tel of mikla áherslu setta á lyf og að það sé of lítið horft á sálfélagslega þáttinn. Batahugmyndafræði er oft sett eins og glassúr yfir þröngt kerfi þar sem fólk fær litla valdeflingu og val,“ sagði hún. „Þó að það sé margt sem er gert vel finnst mér við í raun vera mjög aftarlega á merinni hvað varðar ýmsa nýja hugmyndafræði sem hefur rutt sér til rúms. Bæði í sambandi við áföll og áhrif þeirra á geðheilbrigði og sálfélagslegar aðstæður. Það þarf líka að skoða valdajafnvægi milli heilbrigðiskerfi og sjúklinga. Of oft er fólk sett í þá stöðu að vera óvirkir þiggjendur þjónustu, sem leiðir ekki endilega til bata,“ sagði hún einnig. Íslendingar geti ekki troðið gildum sínum upp á aðra „Ýmis önnur lönd eru komin lengra en við að mörgu leyti í þessum málum, en við getum samt flutt út þekkinguna og reynsluna sem við höfum á sálrænum stuðningi, ásamt mannauðinum. En við megum ekki gleyma því að þetta er allt byggt á vestrænum gildum,“ sagði Guðbjörg einnig við athöfnina í dag. „Ég minnist þess þegar við komum til Íran eftir jarðskjálftann í Bam árið 2003 og ætluðum að þróa sálfélagslegan stuðning fyrir eftirlifendur. Þá hafði Rauði hálfmáninn í Íran verið með slíka deild í tvö ár og gátu kennt okkur heilmikið. Þau voru að gera þetta á forsendum síns menningarheims. Við getum ekki troðið okkar gildum upp á heiminn þó að við getum verið í samvinnu og við getum sjálf lært heilmikið af öðrum þjóðum.“
Hjálparstarf Geðheilbrigði Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira