Eggheimta vegna krabbameinsmeðferðar verði niðurgreidd Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. ágúst 2023 14:04 Hildur hyggst leggja fram frumvarpið í haust. Lífskraftur Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp um að eggheimta sem sé komin til vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin inn í greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga. Þetta kom fram í Leggönguboði 66°Norður á Hafnartorgi í gærkvöldi. Boðið var til styrktar góðgerðafélaginu Lífskrafti, til stuðnings þeim sem takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsaðgerð. Safnað er fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð. En árlega greinast um 80 manns á barneignaraldri hérlendis með krabbamein. Verkefnið Leggangan stendur yfir til 7. október og taka 130 konur þátt. Uppselt er í gönguna, sem farin verður upp á Landmannaöskju og Háöldu, en þeim sem vilja leggja átakinu lið gefst tækifæri að kaupa svokallaða Leggöngupeysu hjá 66°Norður fyrir septemberlok eða styrkja átakið beint með fjárhagsstuðningi. Hjá flestum kvenna sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð hætta mánaðarlegar blæðingar og margar verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi. Eggheimta er því gerð áður en meðferðin hefst. Frumvarp í haust Hildur Sverrisdóttir hélt tölu á viðburðinum í gær en hún hefur látið frjósemismál sig varða. Sjálf gekk hún í gegnum átta tæknifrjóvganir áður en hún eignaðist son fyrr á árinu. Peysurnar til styrktar verkefninu verða til sölu til 7. október.Lífskraftur „Þessa reynslu hef ég viljað nýta til að styðja við aðra sem glíma við ófrjósemi með því að uppfæra lögin í takt við samtímann og auka frelsi í þessum málum,“ sagði Hildur en bætti við að hún þyrfti að viðurkenna að þótt hún hefði sökkt sér ofan í málefni sem varða ófrjósemi hefði hún ekki áttað sig á því að eggheimta eftir krabbameinsmeðferð væri ekki hluti af því sem greitt væri niður fyrir krabbameinssjúka, ekki fyrr en átakið í kringum Leggönguna vakti athygli hennar á því. „Ég hafði ekki áttað mig á því og hafði ekki haft hugmyndaflug í að kanna þetta enda finnst mér það ósanngjarnt að svo sé. Ég get því sagt það hér að ég hef tekið ákvörðun um að í því frumvarpi sem ég mun leggja fram í haust að eggheimta sem er augljóslega tilkomin vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin sem hluti af þeirri meðferð í greiðsluþátttökukerfinu.“ Áfall að missa frjósemina Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, ávarpi einnig samkomuna og lýsti því hversu mikið áfall það er fyrir konur að geta ekki eignast börn eftir krabbameinsmeðferð. Það er útivistarhópurinn Snjódrífurnar sem standa að baki Lífskrafti en upphafskona félagsins er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý, sem hefur tvisvar sinnum sigrast á krabbameini. Á undanförnum árum hafa þær meðal annars gengið á Hvannadalshnjúk og Akrafjall og safnað 25 milljónum króna. Hægt er að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Viðskiptavinir Nova og Símans geta styrkt átakið með því að senda SMS í símanúmerið 1900. Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Lífskraftur Lífskraftur Heilbrigðismál Frjósemi Alþingi Sjúkratryggingar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Boðið var til styrktar góðgerðafélaginu Lífskrafti, til stuðnings þeim sem takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsaðgerð. Safnað er fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð. En árlega greinast um 80 manns á barneignaraldri hérlendis með krabbamein. Verkefnið Leggangan stendur yfir til 7. október og taka 130 konur þátt. Uppselt er í gönguna, sem farin verður upp á Landmannaöskju og Háöldu, en þeim sem vilja leggja átakinu lið gefst tækifæri að kaupa svokallaða Leggöngupeysu hjá 66°Norður fyrir septemberlok eða styrkja átakið beint með fjárhagsstuðningi. Hjá flestum kvenna sem fara í gegnum krabbameinsmeðferð hætta mánaðarlegar blæðingar og margar verða ófrjóar eða eiga erfitt með að verða barnshafandi. Eggheimta er því gerð áður en meðferðin hefst. Frumvarp í haust Hildur Sverrisdóttir hélt tölu á viðburðinum í gær en hún hefur látið frjósemismál sig varða. Sjálf gekk hún í gegnum átta tæknifrjóvganir áður en hún eignaðist son fyrr á árinu. Peysurnar til styrktar verkefninu verða til sölu til 7. október.Lífskraftur „Þessa reynslu hef ég viljað nýta til að styðja við aðra sem glíma við ófrjósemi með því að uppfæra lögin í takt við samtímann og auka frelsi í þessum málum,“ sagði Hildur en bætti við að hún þyrfti að viðurkenna að þótt hún hefði sökkt sér ofan í málefni sem varða ófrjósemi hefði hún ekki áttað sig á því að eggheimta eftir krabbameinsmeðferð væri ekki hluti af því sem greitt væri niður fyrir krabbameinssjúka, ekki fyrr en átakið í kringum Leggönguna vakti athygli hennar á því. „Ég hafði ekki áttað mig á því og hafði ekki haft hugmyndaflug í að kanna þetta enda finnst mér það ósanngjarnt að svo sé. Ég get því sagt það hér að ég hef tekið ákvörðun um að í því frumvarpi sem ég mun leggja fram í haust að eggheimta sem er augljóslega tilkomin vegna krabbameinsmeðferðar verði tekin sem hluti af þeirri meðferð í greiðsluþátttökukerfinu.“ Áfall að missa frjósemina Kolbrún Pálsdóttir, yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans, ávarpi einnig samkomuna og lýsti því hversu mikið áfall það er fyrir konur að geta ekki eignast börn eftir krabbameinsmeðferð. Það er útivistarhópurinn Snjódrífurnar sem standa að baki Lífskrafti en upphafskona félagsins er Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý, sem hefur tvisvar sinnum sigrast á krabbameini. Á undanförnum árum hafa þær meðal annars gengið á Hvannadalshnjúk og Akrafjall og safnað 25 milljónum króna. Hægt er að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Viðskiptavinir Nova og Símans geta styrkt átakið með því að senda SMS í símanúmerið 1900. Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr. Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr. Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr. Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr. Lífskraftur Lífskraftur
Heilbrigðismál Frjósemi Alþingi Sjúkratryggingar Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira