Konur fara í þungunarrof vegna fátæktar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. ágúst 2023 11:42 Guðný Helena segir að ríki, sveitarfélög, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður þurfi að koma saman og tryggja að konur geti átt börn sín. Hjálparstarf Kirkjunnar. Borið hefur á umræðu um að konur fari í þungunarrof vegna þess að þær telji sig ekki geta séð fyrir barni, sem þær þó langar í. Formaður EAPN á Íslandi segir þetta ekki nýtt vandamál. „Það hafa alltaf komið upp svona tilfelli,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður EAPN á Íslandi. EAPN eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt. Guðný Helena segir þetta mjög þungbært skref fyrir konur að taka. „Það er rosalega erfitt að taka þessi skref að þurfa að enda meðgöngu vegna þess að þú hefur fjárhagsáhyggjur. Oft eru börn á heimilinu fyrir og það er til lítill peningur til að sjá fyrir þeim börnum,“ segir hún. Ýmsar ástæður eru fyrir því að konur telji sig þurfa að taka þetta skref. Fyrir utan hátt almennt verðlag og háa húsaleigu eru ýmsir þættir fjandsamlegir barnafólki, hlutir eins og skerðingar á tekjum í fæðingarorlofi. „Ef þú nærð ekki að láta enda ná saman á laununum þá nærðu því sannarlega ekki á 80 prósent af þeim,“ segir Guðný Helena. En það er það hlutfall sem Fæðingarorlofssjóður greiðir að hámarki. Hægt er að lengja fæðingarorlofið en þá skerðast greiðslurnar enn frekar. Annað er dagvistun sem verður dýrari því lengur barnið er í vistun og erfitt getur verið að brúa bilið með orlofsdögum á almennum vinnumarkaði. „Ef þú ert með langveikt barn eða barn sem grípur allar pestir á leikskóla þá eru orlofsdagarnir fljótir að fara,“ segir Guðný Helena. Leigjendur í verstri stöðu Frjósemi fer nú sífellt lækkandi á Íslandi og þjóðarbúið treystir á innflutning fólks til að viðhalda íbúafjöldanum. Aðspurð um hvað sé til ráða fyrir lítt efnaðar konur til þess að þær treysti sér til þess að eiga börnin segir Guðný Helena ekkert eitt svar við því. Margir aðilar þurfi að koma saman, svo sem sveitarfélögin, ríkið, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður. „Allir þurfa að taka höndum saman til þess að tryggja að allir geti átt mannsæmandi líf,“ segir hún. Í verstri stöðu séu leigjendur. Mikilvægt sé að húsaleigubætur hækki, ekki aðeins hjá Reykjavíkurborg sem hækkaði sérstakar húsaleigubætur í sumar. Önnur sveitarfélög þurfi að gera þetta líka. „Leiguverð á aldrei vera hærra en það sem fólk fær útborgað,“ segir Guðný Helena. Aðstæður hjá fólki verði að vera þannig að konur geti tekið ákvörðun um að eiga barn sem þær ganga með undir belti. Einnig að fólk geti tekið veikindadaga eða frí án áhyggja. Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Þungunarrof Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
„Það hafa alltaf komið upp svona tilfelli,“ segir Guðný Helena Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi og formaður EAPN á Íslandi. EAPN eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátækt. Guðný Helena segir þetta mjög þungbært skref fyrir konur að taka. „Það er rosalega erfitt að taka þessi skref að þurfa að enda meðgöngu vegna þess að þú hefur fjárhagsáhyggjur. Oft eru börn á heimilinu fyrir og það er til lítill peningur til að sjá fyrir þeim börnum,“ segir hún. Ýmsar ástæður eru fyrir því að konur telji sig þurfa að taka þetta skref. Fyrir utan hátt almennt verðlag og háa húsaleigu eru ýmsir þættir fjandsamlegir barnafólki, hlutir eins og skerðingar á tekjum í fæðingarorlofi. „Ef þú nærð ekki að láta enda ná saman á laununum þá nærðu því sannarlega ekki á 80 prósent af þeim,“ segir Guðný Helena. En það er það hlutfall sem Fæðingarorlofssjóður greiðir að hámarki. Hægt er að lengja fæðingarorlofið en þá skerðast greiðslurnar enn frekar. Annað er dagvistun sem verður dýrari því lengur barnið er í vistun og erfitt getur verið að brúa bilið með orlofsdögum á almennum vinnumarkaði. „Ef þú ert með langveikt barn eða barn sem grípur allar pestir á leikskóla þá eru orlofsdagarnir fljótir að fara,“ segir Guðný Helena. Leigjendur í verstri stöðu Frjósemi fer nú sífellt lækkandi á Íslandi og þjóðarbúið treystir á innflutning fólks til að viðhalda íbúafjöldanum. Aðspurð um hvað sé til ráða fyrir lítt efnaðar konur til þess að þær treysti sér til þess að eiga börnin segir Guðný Helena ekkert eitt svar við því. Margir aðilar þurfi að koma saman, svo sem sveitarfélögin, ríkið, atvinnurekendur og Fæðingarorlofssjóður. „Allir þurfa að taka höndum saman til þess að tryggja að allir geti átt mannsæmandi líf,“ segir hún. Í verstri stöðu séu leigjendur. Mikilvægt sé að húsaleigubætur hækki, ekki aðeins hjá Reykjavíkurborg sem hækkaði sérstakar húsaleigubætur í sumar. Önnur sveitarfélög þurfi að gera þetta líka. „Leiguverð á aldrei vera hærra en það sem fólk fær útborgað,“ segir Guðný Helena. Aðstæður hjá fólki verði að vera þannig að konur geti tekið ákvörðun um að eiga barn sem þær ganga með undir belti. Einnig að fólk geti tekið veikindadaga eða frí án áhyggja.
Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Þungunarrof Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira