Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 19:11 Svali eða Sigvaldi Kaldalóns rekur ferðaþjónustu á Tenerife. Hann segir hræðilegt að horfa upp á furuskóginn brenna. vísir/Magnús Hlynur Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. Eldarnir loga við fjallið Teide á norðausturhluta eyjunnar, líkt og sést á þessu kortinu hér fyrir neðan. Þeir eru því ansi langt frá Amerísku ströndinni þar sem talið er að um tvö þúsund Íslendingar séu að jafnaði í viku hverri. Ekki er talin hætta á því að eldurinn breiðist þangað. „Eldurinn er fyrst og fremst í furuskóginum sem er töluvert ofar, alveg í þúsund metra hæð. Það er mikið minna fyrir eldinn til að brenna hérna suður frá,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, sem er búsettur á Tenerife og rekur þar ferðaþjónustu. Hann segir hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá Íslendingum á leið til eyjunnar sem hafi áhyggjur af stöðu mála en bendir á að eldarnir hafi lítil sem engin áhrif á fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife. Skógurinn lífæð fyrir eyjuna Eldurinn virðist stjórnlaus upp til fjalla og um fjögur þúsund íbúar nokkurra þorpa hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Slökkvistörf eru flókin þar sem eldurinn logar í bröttum gilum og jaðar skógareldanna mældist í dag um þrjátíu kílómetrar. „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag. Það er svo ofboðslega heitt, það er um þrjátíu stiga hiti og enginn raki í loftinu. Og vindáttin er óhagstæð fyrir slökkvilið og herinn og alla þá sem eru að berjast við eldana. Þannig þeir hafa raunverulegar áhyggjur af því að fólk í þessum litlu þorpum og sveitarbæjum uppi í fjöllum sé bara í stórkostlegri hættu,“ segir Svali. Jaðar skógareldanna mælist um þrjátíu kílómetra langur.Vísir/AP Vegna hitans gufar vatnið upp sem kastað er úr þyrlum áður en það lendir og yfirvöld hafa óskað eftir aukinni aðstoð. Svali segir viðbúið að mun stærra svæði verði eldi að bráð. Hræðilegt sé að horfa upp á furuskóginn brenna. „Hann er svona ákveðin lífæð fyrir eyjuna því fururnar safna svo miklu vatni. Svo eru allir bændurnir í kring og uppskeran, þannig það er verið að leggja allt kapp á að bjarga því og maður fær auðvitað sting í hjartað þegar maður sér þetta,“ segir Svali. Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Gróðureldar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Eldarnir loga við fjallið Teide á norðausturhluta eyjunnar, líkt og sést á þessu kortinu hér fyrir neðan. Þeir eru því ansi langt frá Amerísku ströndinni þar sem talið er að um tvö þúsund Íslendingar séu að jafnaði í viku hverri. Ekki er talin hætta á því að eldurinn breiðist þangað. „Eldurinn er fyrst og fremst í furuskóginum sem er töluvert ofar, alveg í þúsund metra hæð. Það er mikið minna fyrir eldinn til að brenna hérna suður frá,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, sem er búsettur á Tenerife og rekur þar ferðaþjónustu. Hann segir hafa fengið fjölmargar fyrirspurnir frá Íslendingum á leið til eyjunnar sem hafi áhyggjur af stöðu mála en bendir á að eldarnir hafi lítil sem engin áhrif á fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife. Skógurinn lífæð fyrir eyjuna Eldurinn virðist stjórnlaus upp til fjalla og um fjögur þúsund íbúar nokkurra þorpa hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Slökkvistörf eru flókin þar sem eldurinn logar í bröttum gilum og jaðar skógareldanna mældist í dag um þrjátíu kílómetrar. „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag. Það er svo ofboðslega heitt, það er um þrjátíu stiga hiti og enginn raki í loftinu. Og vindáttin er óhagstæð fyrir slökkvilið og herinn og alla þá sem eru að berjast við eldana. Þannig þeir hafa raunverulegar áhyggjur af því að fólk í þessum litlu þorpum og sveitarbæjum uppi í fjöllum sé bara í stórkostlegri hættu,“ segir Svali. Jaðar skógareldanna mælist um þrjátíu kílómetra langur.Vísir/AP Vegna hitans gufar vatnið upp sem kastað er úr þyrlum áður en það lendir og yfirvöld hafa óskað eftir aukinni aðstoð. Svali segir viðbúið að mun stærra svæði verði eldi að bráð. Hræðilegt sé að horfa upp á furuskóginn brenna. „Hann er svona ákveðin lífæð fyrir eyjuna því fururnar safna svo miklu vatni. Svo eru allir bændurnir í kring og uppskeran, þannig það er verið að leggja allt kapp á að bjarga því og maður fær auðvitað sting í hjartað þegar maður sér þetta,“ segir Svali.
Kanaríeyjar Spánn Íslendingar erlendis Gróðureldar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira