„Þetta tryggir okkur skíðafæri“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2023 16:51 Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir að það hafi verið mikil gleðistund þegar borun hófst í morgun. vísir/arnar/skíðasvæðin Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni. „Í fyrrasumar settum við upp nýjar lyftur. Næsta skref í uppbyggingunni var aðsetja snjókerfi sem er núna komið í gang. Undirbúningur hefur verið í gangi frá því í maí.“ Frá borun í morgun.Skiðasvæðin „Þar á meðal er að koma niður öllum rörum, um allt fjall, og smíða þetta lón. Það er í smíðum núna og það styttist í endahnútinn þar. Stóri leggurinn er auðvitað þessi hola,“ segir Einar sem hefur beðið lengi eftir framkvæmdunum. Það var því mikil gleðistund í morgun þegar menn hófu að bora. Með snjóframleiðslunni gjörbreytist aðstaðan. „Þetta tryggir það að við sem búum hér á suðvesturhorninu fáum að skíða. Þurfum ekki að grenja í febrúar þegar það kemur rigning í hálfan mánuð, því það kemur alltaf frostakafli eftir það. Þá er bara hægt að henda upp blautum grunni og fengið náttúrulegan snjó ofan á það.“ Með því fáist sterkur grunnur enda sé framleiddi snjórinn tíu sinnum sterkari en venjulegur snjór í bræðslugetu. Áætluð verklok eru í lok október. „Þetta á að vera orðið virkt fyrir næsta vetur. Þetta tryggir okkur skíðafæri, þetta er framtíðin,“ segir Einar að lokum. Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Kópavogur Seltjarnarnes Vatn Tengdar fréttir „Austurríki hvað?“ Gjörbreytt skíðasvæði í Bláfjöllum lítur fljótlega dagsins ljós en framkvæmdir eru á lokametrunum. Tvær nýjar stólalyftur hafa það í för með sér að raðir heyra sögunni til. Setið er um skíðastóla úr gömlu stólalyftunni sem margir vilja nota sem garðhúsgagn. 10. október 2022 20:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
„Í fyrrasumar settum við upp nýjar lyftur. Næsta skref í uppbyggingunni var aðsetja snjókerfi sem er núna komið í gang. Undirbúningur hefur verið í gangi frá því í maí.“ Frá borun í morgun.Skiðasvæðin „Þar á meðal er að koma niður öllum rörum, um allt fjall, og smíða þetta lón. Það er í smíðum núna og það styttist í endahnútinn þar. Stóri leggurinn er auðvitað þessi hola,“ segir Einar sem hefur beðið lengi eftir framkvæmdunum. Það var því mikil gleðistund í morgun þegar menn hófu að bora. Með snjóframleiðslunni gjörbreytist aðstaðan. „Þetta tryggir það að við sem búum hér á suðvesturhorninu fáum að skíða. Þurfum ekki að grenja í febrúar þegar það kemur rigning í hálfan mánuð, því það kemur alltaf frostakafli eftir það. Þá er bara hægt að henda upp blautum grunni og fengið náttúrulegan snjó ofan á það.“ Með því fáist sterkur grunnur enda sé framleiddi snjórinn tíu sinnum sterkari en venjulegur snjór í bræðslugetu. Áætluð verklok eru í lok október. „Þetta á að vera orðið virkt fyrir næsta vetur. Þetta tryggir okkur skíðafæri, þetta er framtíðin,“ segir Einar að lokum.
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Mosfellsbær Kópavogur Seltjarnarnes Vatn Tengdar fréttir „Austurríki hvað?“ Gjörbreytt skíðasvæði í Bláfjöllum lítur fljótlega dagsins ljós en framkvæmdir eru á lokametrunum. Tvær nýjar stólalyftur hafa það í för með sér að raðir heyra sögunni til. Setið er um skíðastóla úr gömlu stólalyftunni sem margir vilja nota sem garðhúsgagn. 10. október 2022 20:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
„Austurríki hvað?“ Gjörbreytt skíðasvæði í Bláfjöllum lítur fljótlega dagsins ljós en framkvæmdir eru á lokametrunum. Tvær nýjar stólalyftur hafa það í för með sér að raðir heyra sögunni til. Setið er um skíðastóla úr gömlu stólalyftunni sem margir vilja nota sem garðhúsgagn. 10. október 2022 20:00