Býst við Öskjugosi innan tólf mánaða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. ágúst 2023 10:55 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur býst við Öskjugosi innan næstu tólf mánaða. Bæði hraungos og sprengigos koma til greina. „Þetta er að stefna allt í sömu átt, það styttist alltaf í næsta gos,“ segir Þorvaldur sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorvaldur hefur haldið því fram að líklegast sé að það gjósi næst í Öskju. Greint var frá því fyrr í vikunni að vatnshiti í Víti við Öskju varn væri nú níu gráðum heitari en hann hefur mælst í sumar. Segir Þorvaldur það merki um að kvika hafi verið að safnast undir yfirborðinu. Beðinn um að gefa tímaramma fyrir Öskjugos segir Þorvaldur: „Ef við horfum á fyrri eldgos í Öskju, þá fer hún að sýna veruleg ummerki um óróa í aðdragandanum. 1961 kom skjálftahrina tveimur vikum fyrir gos og einni viku fyrir gos fór að sjást aukin hveravirkni. Þetta er það sem við höfum séð á undanförnum mánuði. Ef tímaramminn er sá sami og '61 þá er nú frekar stutt í gos.“ Þorvaldur bendir einnig á að í Öskjugosi 1875 hafi eldstöðin tekið allt haustið til að undirbúa sig. „Þetta gæti því alveg gerst eftir áramótin.“ Við eigum því von á gosi innan næstu tólf mánaða? „Mér finnst það mjög líklegt, já. Öll teikn eru á lofti í þá áttina. Askja er allt öðruvísi eldfjall heldur en það sem við höfum séð úti á Reykjanesi. Þarna höfum við kerfi sem hefur verið virkt í mörg þúsund ár og búið til bæði basalt- og líparítgos. Askja er mjög virkt eldfjall.“ Hann segir að hvort tveggja sé mögulegt, hraungos líkt og á Reykjanesskaga eða öflugt sprengigos. „Með sprengigosi fylgir gosmökkur sem fer í 25 til 30 kílómetra hæð, síðan dreifist hann bara undan vindi. Ef það gýs að vetri til er líklegra að mökkurinn dreifist til austurs.“ „Slíkt gos myndi vara í sólarhring og trufla flugumferð þann tíma og valda gjóskufalli í þá átt sem gosmökkurinn fer.“ Þorvaldur segir ekki óvenjulegt að svo mikið sé um jarðhræringar og möguleg eldgos á sama tíma. „Við megum ekki gleyma því þó að okkur finnist það ekki þá fáum við eitt eldgos að meðaltali á hverjum þremur árum. Ísland er mjög virkt eldfjallasvæði og við gerum eiginlega ráð fyrir því að það sé eitthvað í gangi á hverjum einasta degi.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Askja Þingeyjarsveit Bítið Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
„Þetta er að stefna allt í sömu átt, það styttist alltaf í næsta gos,“ segir Þorvaldur sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorvaldur hefur haldið því fram að líklegast sé að það gjósi næst í Öskju. Greint var frá því fyrr í vikunni að vatnshiti í Víti við Öskju varn væri nú níu gráðum heitari en hann hefur mælst í sumar. Segir Þorvaldur það merki um að kvika hafi verið að safnast undir yfirborðinu. Beðinn um að gefa tímaramma fyrir Öskjugos segir Þorvaldur: „Ef við horfum á fyrri eldgos í Öskju, þá fer hún að sýna veruleg ummerki um óróa í aðdragandanum. 1961 kom skjálftahrina tveimur vikum fyrir gos og einni viku fyrir gos fór að sjást aukin hveravirkni. Þetta er það sem við höfum séð á undanförnum mánuði. Ef tímaramminn er sá sami og '61 þá er nú frekar stutt í gos.“ Þorvaldur bendir einnig á að í Öskjugosi 1875 hafi eldstöðin tekið allt haustið til að undirbúa sig. „Þetta gæti því alveg gerst eftir áramótin.“ Við eigum því von á gosi innan næstu tólf mánaða? „Mér finnst það mjög líklegt, já. Öll teikn eru á lofti í þá áttina. Askja er allt öðruvísi eldfjall heldur en það sem við höfum séð úti á Reykjanesi. Þarna höfum við kerfi sem hefur verið virkt í mörg þúsund ár og búið til bæði basalt- og líparítgos. Askja er mjög virkt eldfjall.“ Hann segir að hvort tveggja sé mögulegt, hraungos líkt og á Reykjanesskaga eða öflugt sprengigos. „Með sprengigosi fylgir gosmökkur sem fer í 25 til 30 kílómetra hæð, síðan dreifist hann bara undan vindi. Ef það gýs að vetri til er líklegra að mökkurinn dreifist til austurs.“ „Slíkt gos myndi vara í sólarhring og trufla flugumferð þann tíma og valda gjóskufalli í þá átt sem gosmökkurinn fer.“ Þorvaldur segir ekki óvenjulegt að svo mikið sé um jarðhræringar og möguleg eldgos á sama tíma. „Við megum ekki gleyma því þó að okkur finnist það ekki þá fáum við eitt eldgos að meðaltali á hverjum þremur árum. Ísland er mjög virkt eldfjallasvæði og við gerum eiginlega ráð fyrir því að það sé eitthvað í gangi á hverjum einasta degi.“ Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Askja Þingeyjarsveit Bítið Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira