Búa hæstu tvíburar heims í Hveragerði? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. ágúst 2023 20:06 Tvíburarnir í Hveragerði, sem tóku þátt í tvíburahátíðinni í Bandaríkjunum nýlega. Þetta eru systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn Jónsdætur og bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir tvíbura alls staðar úr heiminum hittust nýlega á sérstakri tvíburahátíð í Bandaríkjunum, meðal annars tvennir tvíburar úr Hveragerði. Þau segja frábært að hitta aðra tvíbura og geta deilt með þeim reynslu sinni af tvíburalífinu. Hér erum við að tala um eineggja tvíbura í báðum tilvikum. Annars vegar systurnar Hrefnu Ósk og Elínu Hrönn Jónsdætur og hins vegar bræðurna Kristján og Hafstein Valdimarssyni. Systurnar hafa farið tvisvar áður á tvíburahátíðir í Bandaríkjunum en þetta var fyrsta hátíð bræðranna. „Þetta var frá föstudegi til sunnudags og á laugardeginum var skrúðganga þar sem alltaf er eitthvað þema, það var sjóræningjaþema í ár. Fólk klæðir sig í alls konar búninga,” segir Hrefna Ósk. “Ætli þetta séu ekki um fjögur til fimm þúsund tvíburar, tvö þúsund pör öll í sömu skrúðgöngunni, það var alveg geggjað. Svo var maður náttúrulega að hitta aðra tvíbura, þríbura og fjórbura. Og það eru allskonar keppnir, það er blakmót og hlaupakeppnir og allskonar,” segir Elín Hrönn. Systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn, sem vinna báðar í Grunnskóla Hveragerðis. Talandi um blak, systurnar fengu bræðurna til að koma með sér núna á hátíðina til að vinna blakið því þeir eru báðir landsliðsmenn í blaki og að sjálfsögðu unnu þau blakmótið. Tvíburabræðurnir Kristján og Hafsteinn, sem eru ansi líkir og mjög hávaxnir og skemmtilegir strákar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru þeir hæstu tvíburar heims eða hvað, tveir núll fjórir á hæð? „Bara þangað til að einhverjir afsannar það, þá ætlum við að bera þann titil,” segir Kristján og Hafsteinn bætir við. „Er það ekki þannig, sem rannsóknir virka, það þarf bara að afsanna kenninguna. Við bara höldum því fram og svo þarf bara að bíða eftir því að einhverjir afsanni það”. Af hverju eru þið svona stórir? „Það er allur ísinn, Kjörísinn, sem við borðuðum alla æskuna og gerum enn,” segja bræðurnir hlæjandi alveg samtaka. Það vildu allir frá mynd af sér með Kristjáni og Hafsteini en þeir eru jafnvel hæstu tvíburar heims.Aðsend Þeir segja að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í tvíburahátíðinni. „Þetta er bara með því skemmtilegasta, sem ég hef gert held ég. Hitta svona aðra, sem eru eins og þú,” segir Hafsteinn. En hvers konar tvíburar eruð þið? „Bestu tvíburarnir. Við erum bara hávaxnir blaktvíburar. Við héldum kannski fyrir fram að við ásamt Hrönn og Hrefnu værum bara svona skrýtnir tvíburar en við erum búnir að komast að því eftir þessa hátíð að við erum bara nokkuð venjulegir,” segir Kristján. Og að sjálfsögðu vannst blakkeppnin með landsliðsmennina í blaki innanborðs.Aðsend Hrefna og Elín eru ansi líkar. „Já sumum finnst það, sumum ekki. Við vorum líkari þegar við vorum yngri en nú erum aðeins búnar að breytast,” segir Hrefna. „Sumir þekkja okkur aldrei í sundur en sumir gera það strax,” bætir Elín við. Hveragerði Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Hér erum við að tala um eineggja tvíbura í báðum tilvikum. Annars vegar systurnar Hrefnu Ósk og Elínu Hrönn Jónsdætur og hins vegar bræðurna Kristján og Hafstein Valdimarssyni. Systurnar hafa farið tvisvar áður á tvíburahátíðir í Bandaríkjunum en þetta var fyrsta hátíð bræðranna. „Þetta var frá föstudegi til sunnudags og á laugardeginum var skrúðganga þar sem alltaf er eitthvað þema, það var sjóræningjaþema í ár. Fólk klæðir sig í alls konar búninga,” segir Hrefna Ósk. “Ætli þetta séu ekki um fjögur til fimm þúsund tvíburar, tvö þúsund pör öll í sömu skrúðgöngunni, það var alveg geggjað. Svo var maður náttúrulega að hitta aðra tvíbura, þríbura og fjórbura. Og það eru allskonar keppnir, það er blakmót og hlaupakeppnir og allskonar,” segir Elín Hrönn. Systurnar Hrefna Ósk og Elín Hrönn, sem vinna báðar í Grunnskóla Hveragerðis. Talandi um blak, systurnar fengu bræðurna til að koma með sér núna á hátíðina til að vinna blakið því þeir eru báðir landsliðsmenn í blaki og að sjálfsögðu unnu þau blakmótið. Tvíburabræðurnir Kristján og Hafsteinn, sem eru ansi líkir og mjög hávaxnir og skemmtilegir strákar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru þeir hæstu tvíburar heims eða hvað, tveir núll fjórir á hæð? „Bara þangað til að einhverjir afsannar það, þá ætlum við að bera þann titil,” segir Kristján og Hafsteinn bætir við. „Er það ekki þannig, sem rannsóknir virka, það þarf bara að afsanna kenninguna. Við bara höldum því fram og svo þarf bara að bíða eftir því að einhverjir afsanni það”. Af hverju eru þið svona stórir? „Það er allur ísinn, Kjörísinn, sem við borðuðum alla æskuna og gerum enn,” segja bræðurnir hlæjandi alveg samtaka. Það vildu allir frá mynd af sér með Kristjáni og Hafsteini en þeir eru jafnvel hæstu tvíburar heims.Aðsend Þeir segja að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í tvíburahátíðinni. „Þetta er bara með því skemmtilegasta, sem ég hef gert held ég. Hitta svona aðra, sem eru eins og þú,” segir Hafsteinn. En hvers konar tvíburar eruð þið? „Bestu tvíburarnir. Við erum bara hávaxnir blaktvíburar. Við héldum kannski fyrir fram að við ásamt Hrönn og Hrefnu værum bara svona skrýtnir tvíburar en við erum búnir að komast að því eftir þessa hátíð að við erum bara nokkuð venjulegir,” segir Kristján. Og að sjálfsögðu vannst blakkeppnin með landsliðsmennina í blaki innanborðs.Aðsend Hrefna og Elín eru ansi líkar. „Já sumum finnst það, sumum ekki. Við vorum líkari þegar við vorum yngri en nú erum aðeins búnar að breytast,” segir Hrefna. „Sumir þekkja okkur aldrei í sundur en sumir gera það strax,” bætir Elín við.
Hveragerði Bandaríkin Ástin og lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira