Kanna möguleika á sameiningu við Háskóla Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 15. ágúst 2023 12:18 Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, við undirritun viljayfirlýsingarinnar. Stjórnarráðið Kannað verður hvort fýsilegt sé að auka samstarf Háskólans á Hólum og Háskóla Íslands og kemur til greina að sameina skólana. Viljayfirlýsing þess efnis hefur verið undirrituð af ráðherra háskólamála og rektorum skólanna. Einnig fer fram greining á húsnæðismálum Háskólans á Hólum en mygla fannst í húsnæðis hans fyrir fjórum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir Ísland of fámennt land til að bjóða upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða í sjö háskólum án þess að þeir starfi betur saman. Greint er frá viljayfirlýsingunni á vef Stjórnarráðsins en háskólarnir tveir hafa lengi átt í samstarfi um rannsóknir og kennslu. Niðurstaða vinnuhóps var á þá leið að fjölmörg tækifæri lægju í auknu samstarfi eða sameiningu skólanna. Einnig væru hindranir sem þyrfti að leysa til að hugsanleg sameining yrði farsæl fyrir báða skóla. Háskólinn á Hólum með mikla sérstöðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fagnar þessari vinnu og segir skólana tvo lengi hafa átt gott samstarf. ,,Nú munum við kanna hvernig hægt er að efla starfið í kennslu og rannsóknum með frekari samþættingu háskólanna bæði í Reykjavík og á Hólum. Háskóli Íslands er nú þegar með öflugt starf á landsbyggðinni á vegum Stofnunar Rannsóknasetra Hí og mun það nýtast okkur í vinnunni fram undan,” segir hann í tilkynningu. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, telur að aukið samstarf muni skila sér í fjölbreyttara námsframboði, öflugri rannsóknum og auknum tengslum við atvinnulífið og samfélagið. Óvissa hefur ríkt um framtíð húsnæðis Háskólans á Hólum. vísir/vilhelm „Háskólinn á Hólum er landsbyggðarskóli með mikla sérstöðu og byggja fræðasvið skólans undir mikilvægar atvinnugreinar í íslensku samfélagi sem allar eru í örum vexti. Þessar atvinnugreinar eru fiskeldi, ferðaþjónusta og íslenski hesturinn. Það er mikilvægt að þessar atvinnugreinar verði byggðar upp með sjálfbærni að leiðarljósi og þar spilar öflugt nám og rannsóknir lykilhlutverk. Síðast en ekki síst tel ég að aukið samstarf háskólanna tveggja sé góð leið til að tengja höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina saman og efla þannig byggðir landsins,” segir Hólmfríður í tilkynningu. Hægt að auka hagkvæmni Áslaug Arna segir mikla vinnu hafa átt sér stað um aukið samstarf háskóla hér á landi og sóknarfæri liggja í því að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. ,,Ég sé tækifæri í að nýta reynslu erlendis frá, m.a. í háskólakerfum þar sem háskólar starfa sem einn skóli en eru með sjálfstæðar öflugar starfseiningar annars staðar á landinu. Með því er hægt að auka hagkvæmni og á sama tíma efla gæði námsins.” Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skagafjörður Rekstur hins opinbera Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, segir Ísland of fámennt land til að bjóða upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða í sjö háskólum án þess að þeir starfi betur saman. Greint er frá viljayfirlýsingunni á vef Stjórnarráðsins en háskólarnir tveir hafa lengi átt í samstarfi um rannsóknir og kennslu. Niðurstaða vinnuhóps var á þá leið að fjölmörg tækifæri lægju í auknu samstarfi eða sameiningu skólanna. Einnig væru hindranir sem þyrfti að leysa til að hugsanleg sameining yrði farsæl fyrir báða skóla. Háskólinn á Hólum með mikla sérstöðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, fagnar þessari vinnu og segir skólana tvo lengi hafa átt gott samstarf. ,,Nú munum við kanna hvernig hægt er að efla starfið í kennslu og rannsóknum með frekari samþættingu háskólanna bæði í Reykjavík og á Hólum. Háskóli Íslands er nú þegar með öflugt starf á landsbyggðinni á vegum Stofnunar Rannsóknasetra Hí og mun það nýtast okkur í vinnunni fram undan,” segir hann í tilkynningu. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, telur að aukið samstarf muni skila sér í fjölbreyttara námsframboði, öflugri rannsóknum og auknum tengslum við atvinnulífið og samfélagið. Óvissa hefur ríkt um framtíð húsnæðis Háskólans á Hólum. vísir/vilhelm „Háskólinn á Hólum er landsbyggðarskóli með mikla sérstöðu og byggja fræðasvið skólans undir mikilvægar atvinnugreinar í íslensku samfélagi sem allar eru í örum vexti. Þessar atvinnugreinar eru fiskeldi, ferðaþjónusta og íslenski hesturinn. Það er mikilvægt að þessar atvinnugreinar verði byggðar upp með sjálfbærni að leiðarljósi og þar spilar öflugt nám og rannsóknir lykilhlutverk. Síðast en ekki síst tel ég að aukið samstarf háskólanna tveggja sé góð leið til að tengja höfuðborgarsvæðið og landsbyggðina saman og efla þannig byggðir landsins,” segir Hólmfríður í tilkynningu. Hægt að auka hagkvæmni Áslaug Arna segir mikla vinnu hafa átt sér stað um aukið samstarf háskóla hér á landi og sóknarfæri liggja í því að auka gæði og samkeppnishæfni íslenskra háskóla. ,,Ég sé tækifæri í að nýta reynslu erlendis frá, m.a. í háskólakerfum þar sem háskólar starfa sem einn skóli en eru með sjálfstæðar öflugar starfseiningar annars staðar á landinu. Með því er hægt að auka hagkvæmni og á sama tíma efla gæði námsins.”
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skagafjörður Rekstur hins opinbera Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira