Gulli lenti í kulnun: „Allt sem var skemmtilegt var orðið leiðinlegt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 07:49 Gulli Helgason var viðmælandi í fyrsta þætti Íslands í dag þetta misserið. Stöð 2 Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, áttaði sig á því að hann hafði lent í kulnun þegar hann stóð sig að því að finnast allt leiðinlegt, allt erfitt og allir í kringum hann vitlausir. Í Íslandi í dag spjallaði Sindri við Gulla sem er hættur í Bítinu eftir tíu ár og vinnur nú bæði í sér en einnig í nýjum þætti af Gulla sem byggir. „Ég var nú að grínast með Heimi um að ég yrði líklega mættur þarna í janúar eða febrúar, banki upp á og athugi hvort einhver þurfi ekki að klára sumarfríið sitt,“ segir Gulli og hlær en hann segir líklegt að hann muni sakna Bítisins. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið leið á Heimi en öllu heldur á vinnutímanum. „Þetta var pínulítið orðið eins og Groundhog Day, búin að taka sömu viðtölin oft. Þetta var orðið svolítið eins og hringiða,“ segir hann. Viðtal Sindra Sindrasonar við Gulla má sjá að neðan. „Sko, 2022, strembið ár. Þá var ég að gera átta þátta seríu, dóttir mín var að gera upp íbúð, móðir mín veikist og ég þarf að hjálpa henni að finna hjúkrunarheimili. Ég eiginlega bara hljóp á vegg í janúar. Og þá komumst við að því að ég þyrfti einhvers staðar að skrúfa fyrir og Bítið varð fyrir valinu, “ segir Gulli, aðspurður hvað olli því að hann lenti í kulnun. Afahlutverkið æðislegt „Þetta var orðið þannig að það voru allir hálfvitar og vitleysingar í kringum mig nema ég. Það var allt leiðinlegt. Allt sem var skemmtilegt var orðið leiðinlegt,“ segir Gulli. „Maður lá kannski andvaka, og náði ekki fullum svefni. Alltaf að vakna klukkan fimm og alltaf að vera hress og kátur í morgunútvarpinu.“ „Gulli segir planið ekki alltaf hafa verið að gerast fjölmiðlamaður. Hann hafi til að mynda hafið flugnám þegar hann var um sextán ára. „Mér fannst það heillandi og tók nokkra tíma en svo hafði ég ekki efni á því lengur. Það dugði ekki að selja Vísi og dagblaðið fyrir flugtímum.“ Hlæjandi segist Gulli ekki hafa hug á að skila Ágústu konunni sinni, en þau hafa verið gift í 24 ár. Að auki á hann fjögur börn og tvö barnabörn. „Afahlutverkið er náttúrlega æðislegt, þá er maður einhvern veginn öðruvísi stemmdur, það er yndislegt,“ segir Gulli. Á erfitt með að horfa á sjálfan sig Aðspurður segir hann Gulla byggir standa upp úr þeim fjölmiðlaverkefnum sem hann hefur tekið þátt í. „Það er af því að ég er búinn að vera að gera það svolítið mikið einn,“ segir Gulli. Svo minnist hann á útvarpsstöðvarnar sem hann hefur stofnað, með mismiklum árangri. „Svo hoppaði maður á milli útvarpsstöðva eins og ég veit ekki hvað, en það var mjög skemmtilegur tími.“ Gulli segist eiga erfitt með að horfa á sjálfan sig í sjónvarpinu. „Það er kallað á mig, Gulli! Þátturinn er að byrja. Þá fer ég út í göngutúr,“ segir hann og hlær. Loks segist hann langa að vera á heitari stað, aðspurður hvar hann verði eftir tíu ár. „Mig langar svolítið að fara út, til Ítalíu eða Spánar og gera upp hús, prófa það. Vegna þess að það er allt öðruvísi heldur en hér.“ Ísland í dag Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Gulli búinn að vinna síðustu vaktina Útvarps -og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gulli Helga vann sína síðstu vakt í dag. Síðastliðin tíu ár hefur hann vaknað snemma og vakið þjóðina ásamt félögum sínum í Bítinu. Hann segist þakklátur fyrir tímann en framundan séu jafnframt spennandi verkefni. 30. júní 2023 13:30 Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. 7. júní 2023 08:59 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
„Ég var nú að grínast með Heimi um að ég yrði líklega mættur þarna í janúar eða febrúar, banki upp á og athugi hvort einhver þurfi ekki að klára sumarfríið sitt,“ segir Gulli og hlær en hann segir líklegt að hann muni sakna Bítisins. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið leið á Heimi en öllu heldur á vinnutímanum. „Þetta var pínulítið orðið eins og Groundhog Day, búin að taka sömu viðtölin oft. Þetta var orðið svolítið eins og hringiða,“ segir hann. Viðtal Sindra Sindrasonar við Gulla má sjá að neðan. „Sko, 2022, strembið ár. Þá var ég að gera átta þátta seríu, dóttir mín var að gera upp íbúð, móðir mín veikist og ég þarf að hjálpa henni að finna hjúkrunarheimili. Ég eiginlega bara hljóp á vegg í janúar. Og þá komumst við að því að ég þyrfti einhvers staðar að skrúfa fyrir og Bítið varð fyrir valinu, “ segir Gulli, aðspurður hvað olli því að hann lenti í kulnun. Afahlutverkið æðislegt „Þetta var orðið þannig að það voru allir hálfvitar og vitleysingar í kringum mig nema ég. Það var allt leiðinlegt. Allt sem var skemmtilegt var orðið leiðinlegt,“ segir Gulli. „Maður lá kannski andvaka, og náði ekki fullum svefni. Alltaf að vakna klukkan fimm og alltaf að vera hress og kátur í morgunútvarpinu.“ „Gulli segir planið ekki alltaf hafa verið að gerast fjölmiðlamaður. Hann hafi til að mynda hafið flugnám þegar hann var um sextán ára. „Mér fannst það heillandi og tók nokkra tíma en svo hafði ég ekki efni á því lengur. Það dugði ekki að selja Vísi og dagblaðið fyrir flugtímum.“ Hlæjandi segist Gulli ekki hafa hug á að skila Ágústu konunni sinni, en þau hafa verið gift í 24 ár. Að auki á hann fjögur börn og tvö barnabörn. „Afahlutverkið er náttúrlega æðislegt, þá er maður einhvern veginn öðruvísi stemmdur, það er yndislegt,“ segir Gulli. Á erfitt með að horfa á sjálfan sig Aðspurður segir hann Gulla byggir standa upp úr þeim fjölmiðlaverkefnum sem hann hefur tekið þátt í. „Það er af því að ég er búinn að vera að gera það svolítið mikið einn,“ segir Gulli. Svo minnist hann á útvarpsstöðvarnar sem hann hefur stofnað, með mismiklum árangri. „Svo hoppaði maður á milli útvarpsstöðva eins og ég veit ekki hvað, en það var mjög skemmtilegur tími.“ Gulli segist eiga erfitt með að horfa á sjálfan sig í sjónvarpinu. „Það er kallað á mig, Gulli! Þátturinn er að byrja. Þá fer ég út í göngutúr,“ segir hann og hlær. Loks segist hann langa að vera á heitari stað, aðspurður hvar hann verði eftir tíu ár. „Mig langar svolítið að fara út, til Ítalíu eða Spánar og gera upp hús, prófa það. Vegna þess að það er allt öðruvísi heldur en hér.“
Ísland í dag Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Gulli búinn að vinna síðustu vaktina Útvarps -og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gulli Helga vann sína síðstu vakt í dag. Síðastliðin tíu ár hefur hann vaknað snemma og vakið þjóðina ásamt félögum sínum í Bítinu. Hann segist þakklátur fyrir tímann en framundan séu jafnframt spennandi verkefni. 30. júní 2023 13:30 Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. 7. júní 2023 08:59 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Gulli búinn að vinna síðustu vaktina Útvarps -og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gulli Helga vann sína síðstu vakt í dag. Síðastliðin tíu ár hefur hann vaknað snemma og vakið þjóðina ásamt félögum sínum í Bítinu. Hann segist þakklátur fyrir tímann en framundan séu jafnframt spennandi verkefni. 30. júní 2023 13:30
Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. 7. júní 2023 08:59