Þátttakan í Skúrnum hefur verið mikil upplifun SS 10. ágúst 2023 10:23 Dúettinn Gunnar & Benedikt er skipaður þeim Gunnari Darra Bergvinssyni og Benedikt Gylfasyni. Þeir kynntust í hljóðtækninámi í Stúdíó Sýrlandi/Tækniskólanum árið 2022 og ákváðu að prófa að vinna tónlist saman. Keppni um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu hefur staðið yfir í sumar í þættinum Skúrinn á Vísi en kosningu lýkur á miðnætti næsta mánudag. Taktu þátt og kjóstu! Þessa vikuna birtum við loka viðtölin við keppendurna þrjá sem komust í úrslit hér á Vísi. Sæborg reið á vaðið í gær, Gunnar & Benedikt svara nokkrum spurningum í dag og morgun föstudag fær Sprite Zero Klan sviðsljósið. Á sama tíma og tilkynnt var hvaða þrír flytjendur kæmust áfram fyrr í sumar var tilkynnt að Gígja Marín hefði unnið keppnina um besta frumsamda lagið sem ber heitið I know. Hér má kjósa í Skúrnum um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu. Fyrir neðan kosningagluggann má hlusta á nýju útgáfurnar þrjár. Kosningu lýkur á miðnætti mánudaginn 14. ágúst og úrslitin verða tilkynnt í sömu viku. Gunnar & Benedikt, sem heita fullu nafni Benedikt Gylfason og Gunnar Darri Bergvinsson, kynntust í hljóðtækninámi í Stúdíó Sýrlandi/Tækniskólanum árið 2022 og ákváðu að prófa að gera lag saman þar sem þeir voru báðir að vinna í popptónlist. „Þá gerðum við lagið Dansa til að gleyma þér með félaga okkar úr hljóðtæknináminu sem heitir Birnir Rúnar og gengur undir listamannsnafninu Spiceman,“ segir Gunnar sem er gítarleikar og pródúser. „Lagið má finna á öllum helstu streymisveitum. Núna erum við að vinna að remixi af lagi með Benedikt og að semja nýtt efni.“ Benedikt, sem er söngvari, pródúser, laga- og textahöfundur, segir þátttökuna í Skúrnum hafa verið mikla upplifun. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að taka þátt í Skúrnum. Það var gaman og krefjandi að fara í viðtöl í útvarpi og fyrir þættina sem eru inn á Vísi. Það er síðan gott að heyra frá fólki sem hefur séð auglýsinguna í sjónvarpinu eða í bíó og að þeim líki vel við útgáfuna okkar.“ Hér svara Gunnar og Benedikt nokkrum laufléttum spurningum: Hvenær byrjaðir þú að semja tónlist og/eða texta? Benedikt: Ég byrjaði að semja tónlist þegar ég var tólf ára, fyrst í meira klassískum stíl og færði mig svo yfir í poppið undir lok grunnskólans. Þá byrjaði ég einnig að semja texta við lögin mín. Gunnar: Ég byrjaði að leika mér að búa til tónlist í tölvunni árið 2016. Hvaða hljóðfæri spilar þú á? Benedikt: Ég spila á píanó og syng. Í dag er síðan mjög auðvelt að „spila“ á öll heimsins hljóðfæri í tölvunni með því að spila á midi hljómborð. Gunnar: Ég spila á gítar og aðeins á ukulele. Hvaða óvenjulegu hæfileika hefur þú sem fáir vita af? Benedikt: Ég er með mjög gott sjónrænt minni og á auðvelt með að leggja texta og kortanúmer á minnið.Gunnar: Ekki hugmynd. Hvaða íslenska og erlenda tónlistarfólk er í mestu uppáhaldi hjá þér? Benedikt: Uppáhalds íslenska tónlistarfólkið mitt er GDRN, Laufey og Kristín Sesselja. Uppáhalds erlenda er síðan ABBA, Molly Sanden og Dua Lipa.Gunnar: Ingi Bauer, Travis Scott og Kanye eru í miklu uppáhaldi. Áttu einhverjar sérstakar fyrirmyndir í tónlist? Benedikt: Hildur Kristín, Max Martin og Ian KirkpatrickGunnar: Travis Scott. Eftirminnilegustu tónleikar sem þú hefur sótt? Benedikt: Eftirminnilegustu tónleikar sem ég hef farið á voru Dua Lipa í Ósló á síðasta ári. Ótrúlega flott show, mikið dansað, mikið stuð og vel sungið!Gunnar: Justin Bieber í Kórnum. Ef þú mættir velja einn listamann í heiminum til að vinna með, hver væri hann? Benedikt: Dua Lipa. Gunnar: Travis Scott. Hvað færðu þér á pylsuna? Benedikt: Ég fæ mér tómat og steiktan. Gunnar: Tómatssósu og steiktan lauk. Hvaða hráefni, sósu, annað, værir þú til í að prufa að setja á pylsuna? Benedikt: Ég væri til í að prófa djúpsteikta pylsu með frönskum.Gunnar: Best að hafa þetta bara einfalt með tómat og steiktum. Hefur þú prófað eitthvað óvenjulegt ofan á pylsuna? Benedikt: Ég hef prófað alls konar á pylsur. Ég hef prófað að setja kokteilsósu, smjör og ost, hrærð egg og bakaðar baunir og PikNik.Gunnar: Ekki svo ég muni nei. Pylsa eða pulsa? Benedikt: Þegar ég tala segi ég yfirleitt pulsa en alltaf þegar ég skrifa þá er það pylsa. Gunnar: Pylsa að sjálfsögðu. Skúrinn Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira
Þessa vikuna birtum við loka viðtölin við keppendurna þrjá sem komust í úrslit hér á Vísi. Sæborg reið á vaðið í gær, Gunnar & Benedikt svara nokkrum spurningum í dag og morgun föstudag fær Sprite Zero Klan sviðsljósið. Á sama tíma og tilkynnt var hvaða þrír flytjendur kæmust áfram fyrr í sumar var tilkynnt að Gígja Marín hefði unnið keppnina um besta frumsamda lagið sem ber heitið I know. Hér má kjósa í Skúrnum um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu. Fyrir neðan kosningagluggann má hlusta á nýju útgáfurnar þrjár. Kosningu lýkur á miðnætti mánudaginn 14. ágúst og úrslitin verða tilkynnt í sömu viku. Gunnar & Benedikt, sem heita fullu nafni Benedikt Gylfason og Gunnar Darri Bergvinsson, kynntust í hljóðtækninámi í Stúdíó Sýrlandi/Tækniskólanum árið 2022 og ákváðu að prófa að gera lag saman þar sem þeir voru báðir að vinna í popptónlist. „Þá gerðum við lagið Dansa til að gleyma þér með félaga okkar úr hljóðtæknináminu sem heitir Birnir Rúnar og gengur undir listamannsnafninu Spiceman,“ segir Gunnar sem er gítarleikar og pródúser. „Lagið má finna á öllum helstu streymisveitum. Núna erum við að vinna að remixi af lagi með Benedikt og að semja nýtt efni.“ Benedikt, sem er söngvari, pródúser, laga- og textahöfundur, segir þátttökuna í Skúrnum hafa verið mikla upplifun. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að taka þátt í Skúrnum. Það var gaman og krefjandi að fara í viðtöl í útvarpi og fyrir þættina sem eru inn á Vísi. Það er síðan gott að heyra frá fólki sem hefur séð auglýsinguna í sjónvarpinu eða í bíó og að þeim líki vel við útgáfuna okkar.“ Hér svara Gunnar og Benedikt nokkrum laufléttum spurningum: Hvenær byrjaðir þú að semja tónlist og/eða texta? Benedikt: Ég byrjaði að semja tónlist þegar ég var tólf ára, fyrst í meira klassískum stíl og færði mig svo yfir í poppið undir lok grunnskólans. Þá byrjaði ég einnig að semja texta við lögin mín. Gunnar: Ég byrjaði að leika mér að búa til tónlist í tölvunni árið 2016. Hvaða hljóðfæri spilar þú á? Benedikt: Ég spila á píanó og syng. Í dag er síðan mjög auðvelt að „spila“ á öll heimsins hljóðfæri í tölvunni með því að spila á midi hljómborð. Gunnar: Ég spila á gítar og aðeins á ukulele. Hvaða óvenjulegu hæfileika hefur þú sem fáir vita af? Benedikt: Ég er með mjög gott sjónrænt minni og á auðvelt með að leggja texta og kortanúmer á minnið.Gunnar: Ekki hugmynd. Hvaða íslenska og erlenda tónlistarfólk er í mestu uppáhaldi hjá þér? Benedikt: Uppáhalds íslenska tónlistarfólkið mitt er GDRN, Laufey og Kristín Sesselja. Uppáhalds erlenda er síðan ABBA, Molly Sanden og Dua Lipa.Gunnar: Ingi Bauer, Travis Scott og Kanye eru í miklu uppáhaldi. Áttu einhverjar sérstakar fyrirmyndir í tónlist? Benedikt: Hildur Kristín, Max Martin og Ian KirkpatrickGunnar: Travis Scott. Eftirminnilegustu tónleikar sem þú hefur sótt? Benedikt: Eftirminnilegustu tónleikar sem ég hef farið á voru Dua Lipa í Ósló á síðasta ári. Ótrúlega flott show, mikið dansað, mikið stuð og vel sungið!Gunnar: Justin Bieber í Kórnum. Ef þú mættir velja einn listamann í heiminum til að vinna með, hver væri hann? Benedikt: Dua Lipa. Gunnar: Travis Scott. Hvað færðu þér á pylsuna? Benedikt: Ég fæ mér tómat og steiktan. Gunnar: Tómatssósu og steiktan lauk. Hvaða hráefni, sósu, annað, værir þú til í að prufa að setja á pylsuna? Benedikt: Ég væri til í að prófa djúpsteikta pylsu með frönskum.Gunnar: Best að hafa þetta bara einfalt með tómat og steiktum. Hefur þú prófað eitthvað óvenjulegt ofan á pylsuna? Benedikt: Ég hef prófað alls konar á pylsur. Ég hef prófað að setja kokteilsósu, smjör og ost, hrærð egg og bakaðar baunir og PikNik.Gunnar: Ekki svo ég muni nei. Pylsa eða pulsa? Benedikt: Þegar ég tala segi ég yfirleitt pulsa en alltaf þegar ég skrifa þá er það pylsa. Gunnar: Pylsa að sjálfsögðu.
Skúrinn Tónlist Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira