Svens kærir ákvörðun um ólögmætar auglýsingar Árni Sæberg skrifar 31. júlí 2023 09:38 Bannið lýtur bæði að auglýsingum á samfélagsmiðlum og á verslununum sjálfum. Stöð 2/Egill Forsvarsmenn nikótínpúðaverslunarkeðjunnar Svens hafa ákveðið að kæra ákvörðun Neytendastofu, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Svens og merkingar á verslunum séu í andstöðu við ákvæði laga um nikótínvörur, til áfrýjunarnefndar neytendamála. Greint var frá því á dögunum að Neytendastofa hefði úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Um er að ræða tvær auglýsingar sem hafa verið birtar á samfélagsmiðlum. Annars vegar er það auglýsing þar sem fígúran Sven dansar með nikótínpúða undir vörinni og heldur á púðadós í annarri hendinni. Yfirskriftin er „með 10.000 kodda í vasanum.“ Hins vegar er það auglýsing með yfirskriftinni „Meira en 150 tegundir og 11 búðir“ þar sem verið sé að vísa til vöruúrvals verslunarinnar á nikótínpúðum. Þá voru auglýsingamerki framan á verslunum, sem sýna stórar dósir, úrskurðaðar ólögmætar. En í örsmáu letri á þeim skiltum segir að dósirnar séu nikótínlausar. Far jafnvel fyrir dómstóla Í fréttatilkynningu frá Svens segir að ákveðið hafi verið að kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. „Svens ehf. leggur ríka áherslu á að starfsemi félagsins sé í samræmi við lög. Svens ehf. telur að umræddar auglýsingar og merkingar verslana félagsins brjóti ekki gegn ákvæðum laganna um nikótínvörur. Að mati Svens er nauðsynlegt að fá efnislega niðurstöðu í málið hjá áfrýjunarnefndinni og eftir atvikum dómstóla í framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristján Ra. Kristjánsson, einn eigenda Svens, að aðstandendur félagsins vilji að efnisleg niðurstaða fáist í málið þar sem greinilegt sé að munur er á lagatúlkun þeirra og yfirvalda. Því muni þeir alls ekki hika við að fara með málið fyrir dómstóla. Þá segir hann að umræddar auglýsingar hafi verið teknar úr birtingu fyrir löngu síðan en að það séu atriði í ákvörðun Neytendastofu sem Svens muni ekki breyta fyrr en lokaniðurstaða fæst. Nikótínpúðar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Greint var frá því á dögunum að Neytendastofa hefði úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. Um er að ræða tvær auglýsingar sem hafa verið birtar á samfélagsmiðlum. Annars vegar er það auglýsing þar sem fígúran Sven dansar með nikótínpúða undir vörinni og heldur á púðadós í annarri hendinni. Yfirskriftin er „með 10.000 kodda í vasanum.“ Hins vegar er það auglýsing með yfirskriftinni „Meira en 150 tegundir og 11 búðir“ þar sem verið sé að vísa til vöruúrvals verslunarinnar á nikótínpúðum. Þá voru auglýsingamerki framan á verslunum, sem sýna stórar dósir, úrskurðaðar ólögmætar. En í örsmáu letri á þeim skiltum segir að dósirnar séu nikótínlausar. Far jafnvel fyrir dómstóla Í fréttatilkynningu frá Svens segir að ákveðið hafi verið að kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála. „Svens ehf. leggur ríka áherslu á að starfsemi félagsins sé í samræmi við lög. Svens ehf. telur að umræddar auglýsingar og merkingar verslana félagsins brjóti ekki gegn ákvæðum laganna um nikótínvörur. Að mati Svens er nauðsynlegt að fá efnislega niðurstöðu í málið hjá áfrýjunarnefndinni og eftir atvikum dómstóla í framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Í samtali við Vísi segir Kristján Ra. Kristjánsson, einn eigenda Svens, að aðstandendur félagsins vilji að efnisleg niðurstaða fáist í málið þar sem greinilegt sé að munur er á lagatúlkun þeirra og yfirvalda. Því muni þeir alls ekki hika við að fara með málið fyrir dómstóla. Þá segir hann að umræddar auglýsingar hafi verið teknar úr birtingu fyrir löngu síðan en að það séu atriði í ákvörðun Neytendastofu sem Svens muni ekki breyta fyrr en lokaniðurstaða fæst.
Nikótínpúðar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32 Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Auglýsingar Svens ólöglegar Neytendastofa hefur úrskurðað auglýsingar nikótínpúðaverslunarinnar Svens ólögmætar og veitt fyrirtækinu fjögurra vikna frest til að fjarlægja þær. 25. júlí 2023 15:32
Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. 1. júlí 2023 08:05