Einar Örn: Hennar framlag var að vera alltaf Sinéad O‘Connor Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2023 12:16 Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður kynntist Sinéad O'Connor á árunum 1983-1984. Getty/Bobby Bank/Jim Dyson Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður segir að Sinéad O'Connor verði helst minnst fyrir að hafa alltaf verið hún sjálf. Hún hafi verið á undan sinni samtíð í gagnrýni á kaþólsku kirkjuna fyrir illa meðferð á börnum og konum og verið refsað fyrir það á sínum tíma. Sinéad O'Connor fæddist í Dyflinni hinn 8. desember 1966 og lést í Lundúnum í gær 56 ára gömul. Fyrsta hljómplata hennar The Lion and the Cobra kom út árið 1987 en hún gaf út tíu hljómplötur á ferlinum. Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður kynntist Sinéad á námsárum hans í Lundúnum 1983 til 1984, nokkru áður en hún gaf út fyrstu plötu sína. Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður kynntist Sinéad O'Connor á námsárum hans í Lundúnum.Getty/Jim Dyson „Þá kom hún í heimsókn heim til mín þar sem við Hilmar Örn bjuggum. Hilmar Örn kom sennilega með hana heim, eða þau komu saman heim hún og sonur hennar. Hún átti þá heima þar rétt hjá. Það var bara mjög falleg viðkynning. Hefur alltaf verið mjög falleg viðkynning. Hún kom á tónleika með Sykurmolunum í New York og svo hittumst við hérna heim og fórum út að borða á Næstu grösum. Hún var alltaf bara mjög falleg,” segir Einar Örn. Það var önnur plata Sinéad O'Connors, I Do Not Want What I Have Got sem kom út árið 1990 sem skaut henni upp á stjörnuhimininn. Platan seldist í sjö milljónum eintaka en smáskífa með laginu Nothing Compares 2 U, lag eftir Prince, af þeirri plötu fór á vinsældalista um allan heim og seldist enn betur. Reif mynd af páfanum á tónleikum Þegar útgáfufyrirtæki hennar vildi laga til á henni hárið, svaraði hún þeirri kröfu með því að krúnuraka sig sem varð hennar útlit eftir það. Sinéad var alla tíð mikil baráttukona fyrir réttindum kvenna og barna og var ein af þeim fyrstu sem ögraði kaþólsku kirkjunni fyrir kúgun kvenna og kynferðisofbeldi gegn börnum. Þegar hún reif mynd af Jóhannesi Páli páfa II á tónleikum í Bandaríkjunum snérist gula pressan gegn henni og eftir það átti hún erfitt uppdráttar á stórstjörnu himninum en lét það ekki á sig fá. Sinéad ræddi augnablikið í viðtali við CNC árið 2010. Hún sagðist hafa vitað að uppátækið myndi hafa afleiðingar. Einar Örn segir hana greina skemmtilega frá þessu í ævisögu sinni sem kom út fyrir tveimur árum. „Bara stórkostleg baráttukona og stórkostleg tónlistarkona. Hefur alltaf átt smá hlut í mínum huga sem einhver af bestu söngkonum og manneskjum sem ég hef fyrir hitt,” segir Einar Örn. Sinéad O'Connor var án nokkurs vafa eini besta og merkasta sönkona sinnar samtíðar og merkilegleg baráttukona. Hér er hún á tónleikum í Danmörku árið 2013.AP/Casper Dalhoff Hún hafi verið langt á undan flestum öðrum í gagnrýni sinni á kaþólsku kirkjuna á Írlandi og víðar. „Og var síðan mikið hædd fyrir það. Og átti ekki upp á pallborðið hjá mörgum.“ Þegar hið sanna kom í ljós hafi hún fengið nokkra endurkomu. Sinéad söng meðal annars lag John Grant, Queen of Denmark, og kom fram með honum á tónleikum. Sinéad O'Connor snérist til islmastrúar árið 2018. Hér er hún á tónleikum í Budapest í Ungverjalandi árið 2019.AP/Marton Monus Einar Örn segir hana alltaf hafa verið trúa sjálfri sér og meðal annars rætt opinberlega um geðræn veikindi sín. Lögreglan í Lundúnum hefur upplýst að dauða hennar hafi ekki borið að með grunsamlegum hætti. „Ég held að hennar helsta framlag hafi alltaf verið, að vera Sinéad O'Connor,“ segir Einar Örn Benediktsson. Tónlist Írland Tengdar fréttir Sinéad O’Connor er látin Írska stórsöngkonan Sinéad O’Connor er látin, aðeins 56 ára að aldri. 26. júlí 2023 18:04 Sautján ára sonur Sinéad O’Connor fannst látinn Hinn sautján ára Shane O’Connor fannst látinn í gær en hans hafði verið saknað síðan á fimmtudag. Móðir hans, söngkonan Sinéad O’Connor, segir hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 8. janúar 2022 14:01 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Sinéad O'Connor fæddist í Dyflinni hinn 8. desember 1966 og lést í Lundúnum í gær 56 ára gömul. Fyrsta hljómplata hennar The Lion and the Cobra kom út árið 1987 en hún gaf út tíu hljómplötur á ferlinum. Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður kynntist Sinéad á námsárum hans í Lundúnum 1983 til 1984, nokkru áður en hún gaf út fyrstu plötu sína. Einar Örn Benediktsson tónlistarmaður kynntist Sinéad O'Connor á námsárum hans í Lundúnum.Getty/Jim Dyson „Þá kom hún í heimsókn heim til mín þar sem við Hilmar Örn bjuggum. Hilmar Örn kom sennilega með hana heim, eða þau komu saman heim hún og sonur hennar. Hún átti þá heima þar rétt hjá. Það var bara mjög falleg viðkynning. Hefur alltaf verið mjög falleg viðkynning. Hún kom á tónleika með Sykurmolunum í New York og svo hittumst við hérna heim og fórum út að borða á Næstu grösum. Hún var alltaf bara mjög falleg,” segir Einar Örn. Það var önnur plata Sinéad O'Connors, I Do Not Want What I Have Got sem kom út árið 1990 sem skaut henni upp á stjörnuhimininn. Platan seldist í sjö milljónum eintaka en smáskífa með laginu Nothing Compares 2 U, lag eftir Prince, af þeirri plötu fór á vinsældalista um allan heim og seldist enn betur. Reif mynd af páfanum á tónleikum Þegar útgáfufyrirtæki hennar vildi laga til á henni hárið, svaraði hún þeirri kröfu með því að krúnuraka sig sem varð hennar útlit eftir það. Sinéad var alla tíð mikil baráttukona fyrir réttindum kvenna og barna og var ein af þeim fyrstu sem ögraði kaþólsku kirkjunni fyrir kúgun kvenna og kynferðisofbeldi gegn börnum. Þegar hún reif mynd af Jóhannesi Páli páfa II á tónleikum í Bandaríkjunum snérist gula pressan gegn henni og eftir það átti hún erfitt uppdráttar á stórstjörnu himninum en lét það ekki á sig fá. Sinéad ræddi augnablikið í viðtali við CNC árið 2010. Hún sagðist hafa vitað að uppátækið myndi hafa afleiðingar. Einar Örn segir hana greina skemmtilega frá þessu í ævisögu sinni sem kom út fyrir tveimur árum. „Bara stórkostleg baráttukona og stórkostleg tónlistarkona. Hefur alltaf átt smá hlut í mínum huga sem einhver af bestu söngkonum og manneskjum sem ég hef fyrir hitt,” segir Einar Örn. Sinéad O'Connor var án nokkurs vafa eini besta og merkasta sönkona sinnar samtíðar og merkilegleg baráttukona. Hér er hún á tónleikum í Danmörku árið 2013.AP/Casper Dalhoff Hún hafi verið langt á undan flestum öðrum í gagnrýni sinni á kaþólsku kirkjuna á Írlandi og víðar. „Og var síðan mikið hædd fyrir það. Og átti ekki upp á pallborðið hjá mörgum.“ Þegar hið sanna kom í ljós hafi hún fengið nokkra endurkomu. Sinéad söng meðal annars lag John Grant, Queen of Denmark, og kom fram með honum á tónleikum. Sinéad O'Connor snérist til islmastrúar árið 2018. Hér er hún á tónleikum í Budapest í Ungverjalandi árið 2019.AP/Marton Monus Einar Örn segir hana alltaf hafa verið trúa sjálfri sér og meðal annars rætt opinberlega um geðræn veikindi sín. Lögreglan í Lundúnum hefur upplýst að dauða hennar hafi ekki borið að með grunsamlegum hætti. „Ég held að hennar helsta framlag hafi alltaf verið, að vera Sinéad O'Connor,“ segir Einar Örn Benediktsson.
Tónlist Írland Tengdar fréttir Sinéad O’Connor er látin Írska stórsöngkonan Sinéad O’Connor er látin, aðeins 56 ára að aldri. 26. júlí 2023 18:04 Sautján ára sonur Sinéad O’Connor fannst látinn Hinn sautján ára Shane O’Connor fannst látinn í gær en hans hafði verið saknað síðan á fimmtudag. Móðir hans, söngkonan Sinéad O’Connor, segir hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 8. janúar 2022 14:01 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Sinéad O’Connor er látin Írska stórsöngkonan Sinéad O’Connor er látin, aðeins 56 ára að aldri. 26. júlí 2023 18:04
Sautján ára sonur Sinéad O’Connor fannst látinn Hinn sautján ára Shane O’Connor fannst látinn í gær en hans hafði verið saknað síðan á fimmtudag. Móðir hans, söngkonan Sinéad O’Connor, segir hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 8. janúar 2022 14:01