Sport

„Jonas er hreinasti hjól­reiða­maður sögunnar“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daninn Jonas Vingegaard sést hér á fleygiferð í Tour de France.
Daninn Jonas Vingegaard sést hér á fleygiferð í Tour de France. AP/Daniel Cole

Danski hjólreiðamaðurinn Jonas Vingegaard hefur verið í miklu stuði síðustu daga í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France.

Vingegaard kláraði tvær sérleiðir í röð með miklum glæsibrag og er kominn með aðra höndina á sigur í Tour de France.

Danska þjóðhetjan er nú með meira en sjö og hálfrar mínútu forskot á Slóvenann Tadej Pogacar.

Það hefur vakið athygli að forráðamenn Frakklandshjólreiðana hafa sent Danann í hvert lyfjaprófið á fætur öðru síðustu daga.

Eftir keppnisleiðina á miðvikudaginn var Vingegaard tekinn í lyfjapróf í fjórða sinn á tveimur dögum.

„Ég er öruggur með það að Jonas er hreinasti hjólreiðamaður sögunnar. Ég efast ekki um hann,“ sagði Frans Maasen, íþróttastjóri Jumbo-Visma sem liði sem Vingegaard keppir fyrir.

Nú eru aðeins nokkrir dagar eftir af keppninni og Vingegaard þykir eiga sigurinn vísann. Aðeins meiðsli, slys eða algjört klúður kemur í veg fyrir að hann vinni Tour de France annað árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×