„Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr“ Eiður Þór Árnason skrifar 17. júlí 2023 11:28 Báturinn Hesteyri ÍS 95 mun ekki sigla aftur alveg á næstunni. Hornstrandaferðir Betur fór en á horfðist þegar öflug alda strandaði bátnum Hesteyri ÍS 95 á Hornströndum og hvolfdi slöngubát sem notaður var til að flytja fólk og farangur í land. Reynslumikill skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins. „Sem betur fer var mannbjörg og allir allavega líkamlega óskaddaðir held ég, kannski með einhverjar skrámur,“ segir Haukur Vagnsson, skipstjóri bátsins og framkvæmdastjóri Hornstrandaferða. Verið var að flytja tuttugu manna gönguhóp frá Bolungarvík á Hornstrandir. Fáir voru eftir um borð og verið að flytja farangur fólksins í land þegar atvikið átti sér stað, að sögn Hauks. Enginn leki var á bátnum Hesteyri en hann telur skemmdir hafa orðið á skrúfu- og stýribúnaði. Báturinn kom að landi í vík um 200 metra vestur af Hornbjargsvita. Um er að ræða erfitt svæði sem galopið er fyrir hafstraumum frá úthafinu. „Það var þungur sjór þarna fyrir utan en engin vindalda. Það var bara þungur úthafssjór og við vorum þarna vel fyrir utan á stað þar sem við erum alltaf þegar við erum að setja í land,“ segir Haukur og heldur áfram að lýsa atburðarásinni. „Svo sé ég að það kemur ein alda þarna alveg svakaleg og hún skellur beint aftan á okkur og lyftir bara bátnum upp og skúrrar honum á fullri ferð áfram.“ Næst hafi hann séð ölduna lenda á gúmmíbátnum sem endasteyptist og hvolfdi með hásetanum og einum farþega. Mikið af farangri var sömuleiðis í bátnum sem fór allur í sjóinn en þó tókst að bjarga nær öllu. Ferja þarf fólk og farangur úr bátnum í land á Hornströndum með gúmmíbát. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi Skömmu síðar sá Haukur aðra öldu skella á Hesteyri og ýta bátnum tuttugu til þrjátíu metra upp í grunnsævið. „Þá ætla ég að reyna að bakka en þá er ég kominn þarna inn í grunnsævið og þá skellur hann niður í botninn á milli alda og skemmir skrúfu og drepur á vélinni. Svo rekum við bara áfram þarna upp í brimgarðinn. En sem betur fer þá skorðaðist hann frekar fljótt og svo við gátum komið restinni af fólkinu og farið upp í land.“ Björgunarbátarnir Kobbi Láka frá Bolungavík og Gísli Jónsson frá Ísafirði komu síðar á staðinn og segir Haukur það hafa verið tiltölulega auðvelt að koma Hesteyri út úr víkinni þegar áhöfn Gísla Jónssonar tók bátinn í tog. Áhöfn Þórs, varðskips Landhelgisgæslunnar, sigldi einnig í átt að Hesteyri en sneri við þegar ljóst var að báturinn lak ekki og vel gekk að draga hann í land. Það er margt að sækja á Hornstrandir.Vísir Aldrei séð þetta gerast áður Haukur hóf siglingar á Hesteyri ÍS 95 árið 2012 en áður hafði hann flutt ferðamenn og aðra gesti með föður sínum allt frá sex ára aldri eða frá árinu 1973. Hann hefur því mikla reynslu af því að sigla um Hornstrandir og þekkir þetta straumharða svæði vel. Hann segist þó sjaldan eða aldrei hafa lent í öðru eins. „Þetta er nú stór gúmmíbátur, og mjög burðarmikill svo ég hef aldrei séð svona gerast að hún nái að endursteypa svona stórum bát. Ég hef hreinlega bara aldrei séð eina öldu svona miklu stærri en hinar. Það var eins og það hafi komið eitt brot þarna og hún bara brotnaði aftan á bátnum og fyllti dekkið hjá okkur. Hún keyrði okkur þarna áfram.“ Haukur segir næstu skref vera að meta tjónið á bátnum með matsmanni tryggingafélags og endurskipuleggja þær ferðir sem fyrirhugaðar voru með bátnum næstu daga. Hann þakkar snögg og fumlaus vinnubrögð björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila, og ekki síst vitaverðinum sem hafi veitt áhöfninni mikla aðstoð. „Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr.“ Hornstrandir Samgönguslys Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegaskip strandaði á Hornströndum Farþegaskip, sem var á leið frá Ísafirði til Hornstranda, strandaði þegar komið var á leiðarenda. Engin hætta var á ferðum og komust farþegar sjálfir úr skipinu. Þeir afþökkuðu ferð til baka með björgunarbát, enda komin á áfangastað. 16. júlí 2023 21:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Sem betur fer var mannbjörg og allir allavega líkamlega óskaddaðir held ég, kannski með einhverjar skrámur,“ segir Haukur Vagnsson, skipstjóri bátsins og framkvæmdastjóri Hornstrandaferða. Verið var að flytja tuttugu manna gönguhóp frá Bolungarvík á Hornstrandir. Fáir voru eftir um borð og verið að flytja farangur fólksins í land þegar atvikið átti sér stað, að sögn Hauks. Enginn leki var á bátnum Hesteyri en hann telur skemmdir hafa orðið á skrúfu- og stýribúnaði. Báturinn kom að landi í vík um 200 metra vestur af Hornbjargsvita. Um er að ræða erfitt svæði sem galopið er fyrir hafstraumum frá úthafinu. „Það var þungur sjór þarna fyrir utan en engin vindalda. Það var bara þungur úthafssjór og við vorum þarna vel fyrir utan á stað þar sem við erum alltaf þegar við erum að setja í land,“ segir Haukur og heldur áfram að lýsa atburðarásinni. „Svo sé ég að það kemur ein alda þarna alveg svakaleg og hún skellur beint aftan á okkur og lyftir bara bátnum upp og skúrrar honum á fullri ferð áfram.“ Næst hafi hann séð ölduna lenda á gúmmíbátnum sem endasteyptist og hvolfdi með hásetanum og einum farþega. Mikið af farangri var sömuleiðis í bátnum sem fór allur í sjóinn en þó tókst að bjarga nær öllu. Ferja þarf fólk og farangur úr bátnum í land á Hornströndum með gúmmíbát. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi Skömmu síðar sá Haukur aðra öldu skella á Hesteyri og ýta bátnum tuttugu til þrjátíu metra upp í grunnsævið. „Þá ætla ég að reyna að bakka en þá er ég kominn þarna inn í grunnsævið og þá skellur hann niður í botninn á milli alda og skemmir skrúfu og drepur á vélinni. Svo rekum við bara áfram þarna upp í brimgarðinn. En sem betur fer þá skorðaðist hann frekar fljótt og svo við gátum komið restinni af fólkinu og farið upp í land.“ Björgunarbátarnir Kobbi Láka frá Bolungavík og Gísli Jónsson frá Ísafirði komu síðar á staðinn og segir Haukur það hafa verið tiltölulega auðvelt að koma Hesteyri út úr víkinni þegar áhöfn Gísla Jónssonar tók bátinn í tog. Áhöfn Þórs, varðskips Landhelgisgæslunnar, sigldi einnig í átt að Hesteyri en sneri við þegar ljóst var að báturinn lak ekki og vel gekk að draga hann í land. Það er margt að sækja á Hornstrandir.Vísir Aldrei séð þetta gerast áður Haukur hóf siglingar á Hesteyri ÍS 95 árið 2012 en áður hafði hann flutt ferðamenn og aðra gesti með föður sínum allt frá sex ára aldri eða frá árinu 1973. Hann hefur því mikla reynslu af því að sigla um Hornstrandir og þekkir þetta straumharða svæði vel. Hann segist þó sjaldan eða aldrei hafa lent í öðru eins. „Þetta er nú stór gúmmíbátur, og mjög burðarmikill svo ég hef aldrei séð svona gerast að hún nái að endursteypa svona stórum bát. Ég hef hreinlega bara aldrei séð eina öldu svona miklu stærri en hinar. Það var eins og það hafi komið eitt brot þarna og hún bara brotnaði aftan á bátnum og fyllti dekkið hjá okkur. Hún keyrði okkur þarna áfram.“ Haukur segir næstu skref vera að meta tjónið á bátnum með matsmanni tryggingafélags og endurskipuleggja þær ferðir sem fyrirhugaðar voru með bátnum næstu daga. Hann þakkar snögg og fumlaus vinnubrögð björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila, og ekki síst vitaverðinum sem hafi veitt áhöfninni mikla aðstoð. „Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr.“
Hornstrandir Samgönguslys Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Farþegaskip strandaði á Hornströndum Farþegaskip, sem var á leið frá Ísafirði til Hornstranda, strandaði þegar komið var á leiðarenda. Engin hætta var á ferðum og komust farþegar sjálfir úr skipinu. Þeir afþökkuðu ferð til baka með björgunarbát, enda komin á áfangastað. 16. júlí 2023 21:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Farþegaskip strandaði á Hornströndum Farþegaskip, sem var á leið frá Ísafirði til Hornstranda, strandaði þegar komið var á leiðarenda. Engin hætta var á ferðum og komust farþegar sjálfir úr skipinu. Þeir afþökkuðu ferð til baka með björgunarbát, enda komin á áfangastað. 16. júlí 2023 21:30