Kuldi í kortunum en Íslendingar uppteknir af eigin nafla Eiður Þór Árnason skrifar 13. júlí 2023 23:22 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir ástandið geta verið verra. Vísir Kuldakast er fram undan á landinu og víða spáð köldu veðri. Sérstaklega verður kalt á föstudag og í mikilli hæð er sums staðar útlit fyrir slyddu og snjókomu. Þrátt fyrir þetta segir veðurfræðingur að sumrinu sé hvergi nærri lokið og Íslendingar geti í raun verið þakklátir fyrir að glíma ekki við þann ofsahita sem mælist nú víða um heim. „Það er lægð við norðausturhornið og hún beinir til okkar lofti sem er ætlað norðan af og það þýðir að það er dumbungur og er þegar orðinn víða á Norðurlandi, jafnvel þoka og einhver úrkoma með þessu,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Upp í hæð verði þetta að slyddu og snjókomu, og upp í fjallaskálanum Dreka á Norðausturlandi sem er í 780 metra hæð yfir sjávarmáli komi til með að snjóa eitthvað. „En þó held ég ekki eins mikið og 4. júlí þegar það snjóaði þar síðast. Þar var alveg ökkladjúpur snjór og jafnvel meira í Öskjuopi, nánast ófært.“ Það verður kalt á Húnavöku á Blönduósi um helgina.vísir/vilhelm Einar segir að þegar þessi norðanátt ríki verði stundum frekar hvasst um vestanvert landið og nú sé útlit fyrir að það verði norðanhviður á sunnanverðu Snæfellsnesi og jafnvel á Kjalarnesi. „Það hefur verið að slá aðeins upp í dag og á Suðurstrandarvegi í Selvogi en síðan er Suðurland í ágætu skjóli, allavega sums staðar. Þar er líka rof í skýjunum og þar sem sólin nær í gegn þar erum við að tala um að hitinn verði svona þrettán til fimmtán stig og jafnvel enn hlýrra á sunnudag en það er norðanátt má eiginlega segja alla helgina.“ Kaldast verði sennilega á föstudagsmorgun þar sem gera megi ráð fyrir tveimur til þremur gráðum við Blöndu og fjórum til fimm gráðum á annesjum fyrir norðan og á Blönduósi þar sem Húnavaka fer nú fram. Hiti nái svo sjö til níu stigum þegar líður á helgina. Mesta skjólið á Suðausturlandi Að sögn Einars verður eitt mesta skjólið á Suðausturlandi og á morgun hvað sólríkast frá Mýrdalnum og austur á Höfn en þar er hins vegar útlit fyrir síðdegisskúrir seinni partinn á laugardag. „Rigningin er norðan og norðaustanlands og það verður dálítið blautt í útsveitum Norðanlands. Þetta verður mest þokusuddi og minniháttar rigning en það breytir því ekki að það verður svona blautt yfir alls staðar, nær frá Ströndum og kannski norðanverðum Vestfjörðum og austur með og síðan á sunnanverðum Vestfjörðum og við Breiðafjörð og vestanlands þar verður að mestu leyti þurrt en kannski ekki alveg eins sólríkt og verið hefur á meðan er lægðin er svona nálægt okkur.“ Strandamenn þurfa að þola rigningu um helgina.vísir/vilhelm Ekki í fyrsta sinn sem lægð kemur um mitt sumar Þrátt fyrir þetta kuldakast segir Einar langt því frá að þetta sé merki um að sumarið sé búið þetta árið. „Sumarið er í hugum margra bara rétt að byrja. Það hefur oft gerst að það hafi komið norðanátt um mitt sumar og kólnar aðeins en þetta stendur ekki lengi núna.“ Aðspurður hvernig restin af sumrinu líti út segir Einar að hann telji vera orðið erfiðara að gera langtímaspár þetta sumarið þar sem veðurfarsbreytingar og hlýnun sjávar á Suður-Atlantshafinu hafi leitt af sér breytingar á loftstraumum og veðrakerfum. Það hafi hlýnað mjög á Suður-Spáni og við Miðjarðarhafið, ekki síður á Kanaríeyjum þar sem margir Íslendingar eru tíðir gestir. Íslendingar uppteknir af eigin nafla en ferðamönnum líði vel „Það eru ofsahitar í sunnanverðum Bandaríkjunum og Mexíkó og eins líka í Asíu eins og í Kína og Japan. Þetta ratar ekkert lengur orðið í fréttirnar en það hafa verið slegin hitamet dag eftir dag. En við sitjum eftir í svona tempruðu loftslagi getum við sagt, það er aldrei of hlýtt á Íslandi en stundum frekar kalt þannig að við kvörtum yfir þessu en ferðamennirnir sem hingað koma hrósa bara happi og prísa sig sæla að vera komnir í þennan svala og segja auðvelt að klæða af sér veður á Íslandi,“ segir Einar. Hitastig hefur náð yfir 40 gráður á vissum stöðum á Spáni. EPA-EFE/SALAS Nýlega hafi verið greint frá því að á stað í Alsír hafi lágmarkshiti um nótt mælst 39,6 gráður. „Það fór ekkert niður fyrir það og það er álitið að það sé hæsti lágmarkshiti sem hafi nokkru sinni mælst í Afríku. Það eru alls kyns svona hlutir sem eru að gerast þessa dagana í veðráttunni í kringum okkur en auðvitað erum við upptekin hérna á Íslandi af okkar eigin nafla og hræðslunni um það gæti orðið heldur kalt. En jújú það er þannig, við erum í fríi hér og okkur langar að líða vel, eðlilega.“ Veður Loftslagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Sjá meira
„Það er lægð við norðausturhornið og hún beinir til okkar lofti sem er ætlað norðan af og það þýðir að það er dumbungur og er þegar orðinn víða á Norðurlandi, jafnvel þoka og einhver úrkoma með þessu,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Upp í hæð verði þetta að slyddu og snjókomu, og upp í fjallaskálanum Dreka á Norðausturlandi sem er í 780 metra hæð yfir sjávarmáli komi til með að snjóa eitthvað. „En þó held ég ekki eins mikið og 4. júlí þegar það snjóaði þar síðast. Þar var alveg ökkladjúpur snjór og jafnvel meira í Öskjuopi, nánast ófært.“ Það verður kalt á Húnavöku á Blönduósi um helgina.vísir/vilhelm Einar segir að þegar þessi norðanátt ríki verði stundum frekar hvasst um vestanvert landið og nú sé útlit fyrir að það verði norðanhviður á sunnanverðu Snæfellsnesi og jafnvel á Kjalarnesi. „Það hefur verið að slá aðeins upp í dag og á Suðurstrandarvegi í Selvogi en síðan er Suðurland í ágætu skjóli, allavega sums staðar. Þar er líka rof í skýjunum og þar sem sólin nær í gegn þar erum við að tala um að hitinn verði svona þrettán til fimmtán stig og jafnvel enn hlýrra á sunnudag en það er norðanátt má eiginlega segja alla helgina.“ Kaldast verði sennilega á föstudagsmorgun þar sem gera megi ráð fyrir tveimur til þremur gráðum við Blöndu og fjórum til fimm gráðum á annesjum fyrir norðan og á Blönduósi þar sem Húnavaka fer nú fram. Hiti nái svo sjö til níu stigum þegar líður á helgina. Mesta skjólið á Suðausturlandi Að sögn Einars verður eitt mesta skjólið á Suðausturlandi og á morgun hvað sólríkast frá Mýrdalnum og austur á Höfn en þar er hins vegar útlit fyrir síðdegisskúrir seinni partinn á laugardag. „Rigningin er norðan og norðaustanlands og það verður dálítið blautt í útsveitum Norðanlands. Þetta verður mest þokusuddi og minniháttar rigning en það breytir því ekki að það verður svona blautt yfir alls staðar, nær frá Ströndum og kannski norðanverðum Vestfjörðum og austur með og síðan á sunnanverðum Vestfjörðum og við Breiðafjörð og vestanlands þar verður að mestu leyti þurrt en kannski ekki alveg eins sólríkt og verið hefur á meðan er lægðin er svona nálægt okkur.“ Strandamenn þurfa að þola rigningu um helgina.vísir/vilhelm Ekki í fyrsta sinn sem lægð kemur um mitt sumar Þrátt fyrir þetta kuldakast segir Einar langt því frá að þetta sé merki um að sumarið sé búið þetta árið. „Sumarið er í hugum margra bara rétt að byrja. Það hefur oft gerst að það hafi komið norðanátt um mitt sumar og kólnar aðeins en þetta stendur ekki lengi núna.“ Aðspurður hvernig restin af sumrinu líti út segir Einar að hann telji vera orðið erfiðara að gera langtímaspár þetta sumarið þar sem veðurfarsbreytingar og hlýnun sjávar á Suður-Atlantshafinu hafi leitt af sér breytingar á loftstraumum og veðrakerfum. Það hafi hlýnað mjög á Suður-Spáni og við Miðjarðarhafið, ekki síður á Kanaríeyjum þar sem margir Íslendingar eru tíðir gestir. Íslendingar uppteknir af eigin nafla en ferðamönnum líði vel „Það eru ofsahitar í sunnanverðum Bandaríkjunum og Mexíkó og eins líka í Asíu eins og í Kína og Japan. Þetta ratar ekkert lengur orðið í fréttirnar en það hafa verið slegin hitamet dag eftir dag. En við sitjum eftir í svona tempruðu loftslagi getum við sagt, það er aldrei of hlýtt á Íslandi en stundum frekar kalt þannig að við kvörtum yfir þessu en ferðamennirnir sem hingað koma hrósa bara happi og prísa sig sæla að vera komnir í þennan svala og segja auðvelt að klæða af sér veður á Íslandi,“ segir Einar. Hitastig hefur náð yfir 40 gráður á vissum stöðum á Spáni. EPA-EFE/SALAS Nýlega hafi verið greint frá því að á stað í Alsír hafi lágmarkshiti um nótt mælst 39,6 gráður. „Það fór ekkert niður fyrir það og það er álitið að það sé hæsti lágmarkshiti sem hafi nokkru sinni mælst í Afríku. Það eru alls kyns svona hlutir sem eru að gerast þessa dagana í veðráttunni í kringum okkur en auðvitað erum við upptekin hérna á Íslandi af okkar eigin nafla og hræðslunni um það gæti orðið heldur kalt. En jújú það er þannig, við erum í fríi hér og okkur langar að líða vel, eðlilega.“
Veður Loftslagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Sjá meira