Hættu sér upp á sjóðheitt hraunið: „Leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti“ Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2023 19:22 Mennirnir hættu sér nálægt gosinu. Tómas Guðbjartsson Hjartaskurðlæknir fékk hland fyrir hjartað í gær þegar hann sá tvo erlenda ferðamenn ganga upp á nýjan hraunhól við Litla-Hrút þar sem skömmu áður var sprunga og glóandi hraun. „Þegar við vorum að koma niður af [Litla-Hrúti] þá varð ég var við þessa tvo menn sem voru bara bókstaflega komnir upp á hraukana sem höfðu bara lokast einhverjum klukkutímum áður,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir og þaulreyndur útivistargarpur. Tómas telur víst að umræddur hraunhóll hafi enn verið glóandi heitur og mennirnir því lagt sig í mikla hættu. „Hraunið er náttúrlega 1.200 gráður þegar það kemur út og það heldur í sér hitanum lengi.“ Þar að auki geti nýja hraunið hrunið undan fólki og opnað á glóandi hraun fyrir neðan dökkt yfirborðið. „Það eru engir stígar þarna eða neitt, þetta er bara hraun sem er nýrunnið og mjög brothætt og hvasst. Það er fólk sem gerir mjög margt til að ná góðum myndum, svona áhrifavaldar. Menn leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti.“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir telur að flestir átti sig ekki á aðstæðum við gosið.Vísir/Egill Mættur snemma á gosstað Tómas var mættur á gossvæðið fljótlega eftir að opnað var fyrir aðgengi almennings að svæðinu í gær. Hann segist hafa farið heldur óvenjulega leið frá Keflavíkurvegi yfir Þráinsskjöld til að komast upp að fjallinu Litla-Hrúti en hann hefur unnið að gerð göngukorts fyrir Ferðafélags Íslands. Á meðan hann hafi verið upp á Litla-Hrúti hafi hann séð hvernig kvikuvirknin þjappaðist saman og fór frá því að ná yfir langa sprungu yfir í að færast að mestu yfir á einn gíg. Veki upp spurningar um upplýsingagjöf Tómas vakti fyrst athygli á áhættuhegðun ferðamannanna á Facebook-síðu sinni og segist með þessu vilja auka umræðu um þær hættur sem geti leynst við gosið. Veltir hann því fyrir sér hvort ástæða sé til að auka upplýsingagjöf til fólks svo fleiri átti sig á því hversu hættulegt það er að fara út á hraunið. „Þarna var það erfitt því að þetta var rétt eftir að það var búið að opna fyrir gosstöðvarnar. Þetta voru næstum bara útlendingar sem voru á svæðinu.“ Tómas ræddi við mennina til að gera þeim grein fyrir hættunni og segir þá ekki hafa tekið illa í tilmælin. „Þarna megin við gosið þar sem við vorum þar voru engir björgunarsveitaraðilar eða neitt slíkt, enda var þetta bara rétt eftir að búið var að opna. Ég býst við að núna sé meiri vöktun og kannski meira eftirlit.“ „Það er bara mikilvægt að koma þessum upplýsingum til skila. Ég held að flestir af þessum ferðamönnum þarna hafi aldrei séð eldgos og átti sig ekki á því að þetta sé 1.200 gráðu heitt þegar þetta er fljótandi og átta sig ekki almennilega á því hvað gösin geta verið hættuleg.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Þegar við vorum að koma niður af [Litla-Hrúti] þá varð ég var við þessa tvo menn sem voru bara bókstaflega komnir upp á hraukana sem höfðu bara lokast einhverjum klukkutímum áður,“ segir Tómas Guðbjartsson læknir og þaulreyndur útivistargarpur. Tómas telur víst að umræddur hraunhóll hafi enn verið glóandi heitur og mennirnir því lagt sig í mikla hættu. „Hraunið er náttúrlega 1.200 gráður þegar það kemur út og það heldur í sér hitanum lengi.“ Þar að auki geti nýja hraunið hrunið undan fólki og opnað á glóandi hraun fyrir neðan dökkt yfirborðið. „Það eru engir stígar þarna eða neitt, þetta er bara hraun sem er nýrunnið og mjög brothætt og hvasst. Það er fólk sem gerir mjög margt til að ná góðum myndum, svona áhrifavaldar. Menn leggja líf sitt í hættu til að ná einhverju svona skoti.“ Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir telur að flestir átti sig ekki á aðstæðum við gosið.Vísir/Egill Mættur snemma á gosstað Tómas var mættur á gossvæðið fljótlega eftir að opnað var fyrir aðgengi almennings að svæðinu í gær. Hann segist hafa farið heldur óvenjulega leið frá Keflavíkurvegi yfir Þráinsskjöld til að komast upp að fjallinu Litla-Hrúti en hann hefur unnið að gerð göngukorts fyrir Ferðafélags Íslands. Á meðan hann hafi verið upp á Litla-Hrúti hafi hann séð hvernig kvikuvirknin þjappaðist saman og fór frá því að ná yfir langa sprungu yfir í að færast að mestu yfir á einn gíg. Veki upp spurningar um upplýsingagjöf Tómas vakti fyrst athygli á áhættuhegðun ferðamannanna á Facebook-síðu sinni og segist með þessu vilja auka umræðu um þær hættur sem geti leynst við gosið. Veltir hann því fyrir sér hvort ástæða sé til að auka upplýsingagjöf til fólks svo fleiri átti sig á því hversu hættulegt það er að fara út á hraunið. „Þarna var það erfitt því að þetta var rétt eftir að það var búið að opna fyrir gosstöðvarnar. Þetta voru næstum bara útlendingar sem voru á svæðinu.“ Tómas ræddi við mennina til að gera þeim grein fyrir hættunni og segir þá ekki hafa tekið illa í tilmælin. „Þarna megin við gosið þar sem við vorum þar voru engir björgunarsveitaraðilar eða neitt slíkt, enda var þetta bara rétt eftir að búið var að opna. Ég býst við að núna sé meiri vöktun og kannski meira eftirlit.“ „Það er bara mikilvægt að koma þessum upplýsingum til skila. Ég held að flestir af þessum ferðamönnum þarna hafi aldrei séð eldgos og átti sig ekki á því að þetta sé 1.200 gráðu heitt þegar þetta er fljótandi og átta sig ekki almennilega á því hvað gösin geta verið hættuleg.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent