Metár í fjölda ferðamanna handan við hornið Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. júlí 2023 13:09 Fjöldi ferðamanna er farinn að nálgast sama fjölda og var metárið 2018. Í ár dvelja ferðamenn hins vegar einni nóttu lengur en 2018. Vísir/Vilhelm Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018. „Núna í júní, samkvæmt okkar talningum þá komu 233 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Þetta er nánast sami fjöldi og kom í sama mánuði árið 2018 þegar mest var,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri. „Það var metár þannig við erum bara að jafna það ár svo gott sem.“ Munum við sjá þetta aukast eða erum við komin að mettun? „Ef við horfum á þann fjölda sem hefur komið til landsins það sem af er ári þá hafa komið hingað um 953 þúsund ferðamenn sem að er um það bil sjö prósentum undir árinu 2018 þannig við erum ekki enn búin að jafna það ár. En við nálgumst það jafnt og þétt, þetta metár 2018. Ferðamenn dvelja lengur en þeir gerðu 2018 Að sögn Arnars er það ekki bara fjöldinn sem skipti máli heldur líka dvalarlengdin sem er um einni nóttu lengri en árið 2018. Hann telur innviði nægilega sterka til að þennan gríðarlega ferðamannafjölda. Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri, segir styttast í nýtt metár í fjölda ferðamanna.Aðsent „Það jákvæða í þessu er ekki fjöldinn sjálfur heldur hversu lengi þeir dvelja. Dvalarlengdin er lengri, ferðamenn dvelja hér lengur og þar af leiðandi skilar hver ferðamaður meira til okkar heldur en var og það er mjög jákvætt,“ segir hann. „Svo getum við líka velt fyrir okkur innviðum, hversu vel eru þeir í stakk búnir til þess að taka við þessum fjölda. Ef við berum okkur saman við árið 2018 þá myndi ég nú segja að við séum betur búin undir þetta en þá.“ „Það er meiri fyrirhyggja í bransanum og við eigum von á þessum fjölda, það hefur innviðauppbygging átt sér stað í Covid og ennþá erum við undir fjöldanum sem var 2018. Þannig ég held við séum nokkuð vel undir það búin. Markvissar herferðir á Bandaríkjamarkaði skili árangri „En svo er eitt sem vekur áhuga og það er það að Bandaríkjamenn eru um það bil 43 prósent af heild sem koma hérna í júní. Þetta er stærra hlutfall heldur en hefur verið. Bandaríkjamenn hafa verið á bilinu 30 til 40 prósent af okkar erlendu ferðamönnum en núna eru þeir 43 prósent,“ segir Arnar. „Þá er ágætt að rýna í hvað veldur, Dollarinn er sterkur og Bandaríkjamenn flykkjast dálítið til Evrópu.“ Bandarískir ferðamenn flykkjast til landsins eins og enginn sé morgundagurinn.Vísir/Vilhelm „Hlutfall Bandaríkjamanna hér er þó nokkuð hærra heldur en víðs vegar annars staðar. Hvað veldur, það er svo sem ekki eitt svar við því. Markaðsstarf bæði flugfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja beinist talsvert inn á þennan markað og það virðist vera að skila góðum árangri. Ísland sem áfangastaður held ég að henti vel því sem Bandaríkjamenn hafa áhuga á að sjá og upplifa,“ segir Arnar. Það eru engin Asíulönd á þessum lista yfir fjölmennustu ferðamannaþjóðirnar? „Asíumarkaður, við eigum hann inni, við getum orðað það þannig. Árið 2018 og '19 voru Kínverjar á bilinu sex til sjö prósent af heildarfjölda farþega sem komu til Íslands. Þeir eru enn ókomnir, við eigum von á því að seinni part ársins og í byrjun næsta munu mun fleiri Asíubúar koma til landsins,“ segir Arnar. Metár handan við hornið Arnar segir Ferðamálastofu hafa spáð um 2,3 til 2,4 milljónum ferðamanna til landsins á þessu ári. Telja þau að metár í fjölda erlendra ferðamanna verða slegið á næsta ári. „Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist seinni hluta ársins og við höfum verið að spá því, hérna hjá Ferðamálastofu, að þegar uppi er staðið þá komi hingað um 2,3 til 2,4 milljónir ferðamanna á þessu ári. Það veldur dálítið á því hvað gerist seinni hluta ársins,“ segir hann. Við gætum þá farið að slá metárið? „Samkvæmt okkar spám munum við gera það á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum. Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Núna í júní, samkvæmt okkar talningum þá komu 233 þúsund erlendir ferðamenn til Íslands. Þetta er nánast sami fjöldi og kom í sama mánuði árið 2018 þegar mest var,“ segir Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri. „Það var metár þannig við erum bara að jafna það ár svo gott sem.“ Munum við sjá þetta aukast eða erum við komin að mettun? „Ef við horfum á þann fjölda sem hefur komið til landsins það sem af er ári þá hafa komið hingað um 953 þúsund ferðamenn sem að er um það bil sjö prósentum undir árinu 2018 þannig við erum ekki enn búin að jafna það ár. En við nálgumst það jafnt og þétt, þetta metár 2018. Ferðamenn dvelja lengur en þeir gerðu 2018 Að sögn Arnars er það ekki bara fjöldinn sem skipti máli heldur líka dvalarlengdin sem er um einni nóttu lengri en árið 2018. Hann telur innviði nægilega sterka til að þennan gríðarlega ferðamannafjölda. Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri, segir styttast í nýtt metár í fjölda ferðamanna.Aðsent „Það jákvæða í þessu er ekki fjöldinn sjálfur heldur hversu lengi þeir dvelja. Dvalarlengdin er lengri, ferðamenn dvelja hér lengur og þar af leiðandi skilar hver ferðamaður meira til okkar heldur en var og það er mjög jákvætt,“ segir hann. „Svo getum við líka velt fyrir okkur innviðum, hversu vel eru þeir í stakk búnir til þess að taka við þessum fjölda. Ef við berum okkur saman við árið 2018 þá myndi ég nú segja að við séum betur búin undir þetta en þá.“ „Það er meiri fyrirhyggja í bransanum og við eigum von á þessum fjölda, það hefur innviðauppbygging átt sér stað í Covid og ennþá erum við undir fjöldanum sem var 2018. Þannig ég held við séum nokkuð vel undir það búin. Markvissar herferðir á Bandaríkjamarkaði skili árangri „En svo er eitt sem vekur áhuga og það er það að Bandaríkjamenn eru um það bil 43 prósent af heild sem koma hérna í júní. Þetta er stærra hlutfall heldur en hefur verið. Bandaríkjamenn hafa verið á bilinu 30 til 40 prósent af okkar erlendu ferðamönnum en núna eru þeir 43 prósent,“ segir Arnar. „Þá er ágætt að rýna í hvað veldur, Dollarinn er sterkur og Bandaríkjamenn flykkjast dálítið til Evrópu.“ Bandarískir ferðamenn flykkjast til landsins eins og enginn sé morgundagurinn.Vísir/Vilhelm „Hlutfall Bandaríkjamanna hér er þó nokkuð hærra heldur en víðs vegar annars staðar. Hvað veldur, það er svo sem ekki eitt svar við því. Markaðsstarf bæði flugfélaga og ferðaþjónustufyrirtækja beinist talsvert inn á þennan markað og það virðist vera að skila góðum árangri. Ísland sem áfangastaður held ég að henti vel því sem Bandaríkjamenn hafa áhuga á að sjá og upplifa,“ segir Arnar. Það eru engin Asíulönd á þessum lista yfir fjölmennustu ferðamannaþjóðirnar? „Asíumarkaður, við eigum hann inni, við getum orðað það þannig. Árið 2018 og '19 voru Kínverjar á bilinu sex til sjö prósent af heildarfjölda farþega sem komu til Íslands. Þeir eru enn ókomnir, við eigum von á því að seinni part ársins og í byrjun næsta munu mun fleiri Asíubúar koma til landsins,“ segir Arnar. Metár handan við hornið Arnar segir Ferðamálastofu hafa spáð um 2,3 til 2,4 milljónum ferðamanna til landsins á þessu ári. Telja þau að metár í fjölda erlendra ferðamanna verða slegið á næsta ári. „Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist seinni hluta ársins og við höfum verið að spá því, hérna hjá Ferðamálastofu, að þegar uppi er staðið þá komi hingað um 2,3 til 2,4 milljónir ferðamanna á þessu ári. Það veldur dálítið á því hvað gerist seinni hluta ársins,“ segir hann. Við gætum þá farið að slá metárið? „Samkvæmt okkar spám munum við gera það á næsta ári,“ sagði Arnar að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira