„Stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 7. júlí 2023 20:02 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir meginniðurstöðu í uppgjöri Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir uppgjör Lindarhvols stórglæsilega niðurstöðu fyrir ríkissjóð. Píratar hafi ekki sett gott fordæmi fyrir þingið með birtingu greinargerðarinnar. Þingflokksformaður Miðflokksins segir svör ráðherra óboðleg. Eftir fimm ára leyndarhjúp yfir greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið svokallaða birti þingflokksformaður Pírata greinargerðina í gær. Fjármálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa fylgt lögum með því að veita ekki aðgang aðgreinargerðinni. „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega og ætla ekkert að fara tjá mig um hana út af fyrir sig. En það liggur hins vegar fyrir að þessari greinargerð var svarað með andmælum frá þeim sem athugasemdirnar beinast að. Það virðist enginn á þinginu eða í fjölmiðlum hafa áhuga á því að sjá hina hlið málsins. Enda er fólk ekki í neinni staðreyndaleit. Það er verið að leitast við að þyrla upp ryki og varpa skugga á störf þeirra sem þarna koma að málum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Ekki boðlegt svar Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gefur lítið fyrir svör ráðherra. „Í ljósi sögu síðustu vikna og mánaða þá finnst mér það ekki boðlegt svar hjá fjármálaráðherra,“ segir Bergþór. „Það að tefja birtingu þessarar greinargerðar í öll þessi ár, ég hreinlega skil ekki hvað mönnum gengur til með því,“ segir Bergþór hann bíði spenntur eftir útskýringum fulltrúa fjármálaráðuneytisins og stjórnarformanns Lindarhvols um það hvaða efni það eru sem þau telji að verði tilefni til þess að skaðabótamál stofnist á hendur ríkissjóði. Settur ríkisendurskoðandi telur brýnt að ríkissaksóknari taki málið til rannsóknar, meðal annars vegna þess hve ólík skýrsla hans frá 2018 og skýrsla Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 er. „Það er eins og það sé engin tenging á milli málanna tveggja. Það sé verið að skoða algjörlega sitthvorn hlutinn. Þannig að ég held að bara hvað það varðar geti þetta mál ekki endað með öðrum hætti en þeim að annað hvort verði Ríkisendurskoðun falið að vinna framhaldsúttekt þar sem sérstaklega verða skoðaðar þessar athugasemdir sem Sigurður Þórðarson vekur athygli á í greinargerð sinni,“ segir Bergþór og heldur áfram: „Eins og við þekkjum þá er búið að vísa málinu til ríkissaksóknara, og menn gera það nú væntanlega ekki af neinni léttúð.“ Ólíklegt að þing komi saman Bjarni vildi ekki geta sér til um það hvers vegna Sigurður telur brýnt að ríkissaksóknari rannsaki málið. Þingmenn Miðflokksins óskuðu eftir því í gær að þing yrði kallað saman. Forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki eiga von á því. „Það kemur mér nú ekki á óvart. Ég held að áhugi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á að kalla saman þing sé svona svipaður og að ganga til kosninga núna, þannig að það var viðbúið,“ segir Bergþór um viðbrögð forsætisráðherra. Bjarni vildi ekki fullyrða neitt um það hvort engar eignir hefðu verið seldar á undirverði. „Í grófum dráttum þá gekk meðferð eignanna með þeim hætti að við fengum tugi milljarða meira út úr stöðugleikaeignunum heldur en við höfðum væntingar um í upphafi. Þannig er svona meginniðurstaðan í uppgjöri Lindarhvols stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð.“ Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36 Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Eftir fimm ára leyndarhjúp yfir greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið svokallaða birti þingflokksformaður Pírata greinargerðina í gær. Fjármálaráðherra segir ráðuneyti sitt hafa fylgt lögum með því að veita ekki aðgang aðgreinargerðinni. „Ég hef nú ekkert lesið þessa greinargerð sérstaklega og ætla ekkert að fara tjá mig um hana út af fyrir sig. En það liggur hins vegar fyrir að þessari greinargerð var svarað með andmælum frá þeim sem athugasemdirnar beinast að. Það virðist enginn á þinginu eða í fjölmiðlum hafa áhuga á því að sjá hina hlið málsins. Enda er fólk ekki í neinni staðreyndaleit. Það er verið að leitast við að þyrla upp ryki og varpa skugga á störf þeirra sem þarna koma að málum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Ekki boðlegt svar Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, gefur lítið fyrir svör ráðherra. „Í ljósi sögu síðustu vikna og mánaða þá finnst mér það ekki boðlegt svar hjá fjármálaráðherra,“ segir Bergþór. „Það að tefja birtingu þessarar greinargerðar í öll þessi ár, ég hreinlega skil ekki hvað mönnum gengur til með því,“ segir Bergþór hann bíði spenntur eftir útskýringum fulltrúa fjármálaráðuneytisins og stjórnarformanns Lindarhvols um það hvaða efni það eru sem þau telji að verði tilefni til þess að skaðabótamál stofnist á hendur ríkissjóði. Settur ríkisendurskoðandi telur brýnt að ríkissaksóknari taki málið til rannsóknar, meðal annars vegna þess hve ólík skýrsla hans frá 2018 og skýrsla Ríkisendurskoðunar frá apríl 2020 er. „Það er eins og það sé engin tenging á milli málanna tveggja. Það sé verið að skoða algjörlega sitthvorn hlutinn. Þannig að ég held að bara hvað það varðar geti þetta mál ekki endað með öðrum hætti en þeim að annað hvort verði Ríkisendurskoðun falið að vinna framhaldsúttekt þar sem sérstaklega verða skoðaðar þessar athugasemdir sem Sigurður Þórðarson vekur athygli á í greinargerð sinni,“ segir Bergþór og heldur áfram: „Eins og við þekkjum þá er búið að vísa málinu til ríkissaksóknara, og menn gera það nú væntanlega ekki af neinni léttúð.“ Ólíklegt að þing komi saman Bjarni vildi ekki geta sér til um það hvers vegna Sigurður telur brýnt að ríkissaksóknari rannsaki málið. Þingmenn Miðflokksins óskuðu eftir því í gær að þing yrði kallað saman. Forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag ekki eiga von á því. „Það kemur mér nú ekki á óvart. Ég held að áhugi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á að kalla saman þing sé svona svipaður og að ganga til kosninga núna, þannig að það var viðbúið,“ segir Bergþór um viðbrögð forsætisráðherra. Bjarni vildi ekki fullyrða neitt um það hvort engar eignir hefðu verið seldar á undirverði. „Í grófum dráttum þá gekk meðferð eignanna með þeim hætti að við fengum tugi milljarða meira út úr stöðugleikaeignunum heldur en við höfðum væntingar um í upphafi. Þannig er svona meginniðurstaðan í uppgjöri Lindarhvols stórglæsileg niðurstaða fyrir ríkissjóð.“
Starfsemi Lindarhvols Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09 „Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36 Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Mál málanna á mannamáli Lindarhvoll og leyndarhyggjan í kringum greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi félagins hafa verið milli tannanna á fólki undanfarið. En hvað er Lindarhvoll og hvers vegna vildi forseti Alþingis alls ekki að greinargerðin yrði birt? 7. júlí 2023 13:09
„Á ekki von á að kalla saman þing“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. 7. júlí 2023 11:36
Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01
„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18