Sætanýtingin 86 prósent en stundvísin undir markmiðum Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2023 09:00 Farþegar í millilandaflugi hjá Icelandair voru 493 þúsund í júní, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra. Vísir/Vilhelm Heildarfjöldi farþega Icelandair var 519 þúsund í nýliðnum júnímánuði, 20 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar farþegar voru 431 þúsund. Samtals hafa 1,8 milljónir farþega ferðast með félaginu á fyrri helmingi ársins, 31 prósent fleiri en á sama tímabili í fyrra. Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 493 þúsund, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar 407 þúsund flugu með félaginu. Þar af hafi 43 prósent verið á leið til Íslands, 13 prósent frá Íslandi og 44 prósent verið tengifarþegar. „Stundvísi í millilandaflugi var 67%, sem er undir markmiðum félagsins. Sætanýting var 86% en framboð í júní jókst um 22% miðað við fyrra ár. Mikil eftirspurn hefur verið á Norður-Ameríkumarkaði og var sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku 90% sem er mesta sætanýting sem verið hefur hjá félaginu í júnímánuði. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var 25 þúsund. Sætanýting í innanlandsflugi var 78,8% og stundvísi var 91%, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Fraktflutningar jukust um 51% á milli ára, aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Norður-Atlantshafið með tilkomu tveggja Boeing 767 breiðþota í fraktflota félagsins. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 5% fleiri en í sama mánuði í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólki fjölgar Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að sumarið hafi byrjað af krafti hjá félaginu með yfir hálfa milljón farþega í júnímánuði. „Starfsfólki félagsins hefur fjölgað umtalsvert að undanförnu og tókst hópnum vel til við að halda uppi öflugu leiðakerfi félagsins í mánuðinum. Við höldum áfram að sjá mikinn áhuga á ferðum til Íslands og til marks um það var slegið met í sætanýtingu til og frá Norður-Ameríku. Þessi mikli áhugi á ferðum til Íslands er afrakstur öflugs markaðsstarfs ferðaþjónustunnar á Íslandi. Icelandair er leiðandi í því markaðsstarfi og það er ánægjulegt að segja frá því að við fengum á dögunum alþjóðleg verðlaun fyrir viðburð í London þar sem við, ásamt öflugum samstarfsaðilum, bjuggum til íslenska upplifun og buðum almenningi í heimsókn,“ segir Bogi Nils. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar. Þar kemur fram að farþegar í millilandaflugi hafi verið 493 þúsund, 21 prósent fleiri en í júní í fyrra þegar 407 þúsund flugu með félaginu. Þar af hafi 43 prósent verið á leið til Íslands, 13 prósent frá Íslandi og 44 prósent verið tengifarþegar. „Stundvísi í millilandaflugi var 67%, sem er undir markmiðum félagsins. Sætanýting var 86% en framboð í júní jókst um 22% miðað við fyrra ár. Mikil eftirspurn hefur verið á Norður-Ameríkumarkaði og var sætanýting í flugi til og frá Norður-Ameríku 90% sem er mesta sætanýting sem verið hefur hjá félaginu í júnímánuði. Fjöldi farþega í innanlandsflugi var 25 þúsund. Sætanýting í innanlandsflugi var 78,8% og stundvísi var 91%, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Fraktflutningar jukust um 51% á milli ára, aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Norður-Atlantshafið með tilkomu tveggja Boeing 767 breiðþota í fraktflota félagsins. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 5% fleiri en í sama mánuði í fyrra,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólki fjölgar Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að sumarið hafi byrjað af krafti hjá félaginu með yfir hálfa milljón farþega í júnímánuði. „Starfsfólki félagsins hefur fjölgað umtalsvert að undanförnu og tókst hópnum vel til við að halda uppi öflugu leiðakerfi félagsins í mánuðinum. Við höldum áfram að sjá mikinn áhuga á ferðum til Íslands og til marks um það var slegið met í sætanýtingu til og frá Norður-Ameríku. Þessi mikli áhugi á ferðum til Íslands er afrakstur öflugs markaðsstarfs ferðaþjónustunnar á Íslandi. Icelandair er leiðandi í því markaðsstarfi og það er ánægjulegt að segja frá því að við fengum á dögunum alþjóðleg verðlaun fyrir viðburð í London þar sem við, ásamt öflugum samstarfsaðilum, bjuggum til íslenska upplifun og buðum almenningi í heimsókn,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira