Lærlingurinn í Íslandsbanka Ingólfur Sverrisson skrifar 24. júní 2023 19:01 Fátt er göfugra en þegar fólk viðurkennir mistök sín og iðrast af hjartans einlægni. Nú hefur bankastjóri Íslandsbanka gengið þessa píslargöngu síðustu daga og viðurkennt að hafa gert mistök við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og jafnvel brotið lög í því ferli. Að vísu lá þessi viðurkenning ekki fyrir fyrr en búið var að rannsaka söluna af óvilhöllum aðila og sýna fram á spillta stjórnsýslu á hæsta stigi. Þá fyrst voru mistök viðurkennd og lögð þung áhersla á að úr þessu mætti bæta og jafnvel læra einhver ósköp. En til þess að koma sjálfri sér á þurrt land aftur varð bankastjórinn að greiða á annan milljarð króna úr bankanum „sínum” til Fjármálaeftirlits Seðlabankans. Við viðskiptavinir bankans erum hins vegar vanir því að greiða sjálfir til sama banka ef okkur verður á að fara yfir á reikningi, gleymum að greiða á réttum tíma eða eitthvað enn alvarlegra. Það stafar eflaust af því að viðskiptavinir bankans eru ekki skilgreindir nemendur hans eins og raunin er með bankastjórann. Hann þarf aðeins að sína iðrun, borga fúlgur fjár úr sjóðum bankans og segjast hafa lært einhver lifandis ósköp í viðskiptafræðum og jafnvel siðfræði. Slík játning og yfirbót er greinilega talin jafngilda syndaaflausn og því engin ástæða til afsagnar enda þótt það þyki sjálfsagt í öllum löndum sem við miðum okkur við. Engu að síður eru einhverjir sem telja eðlilegt að sá eða sú sem gegnir bankastjórastöðu kunni skil á helstu leikreglum á því sviði og fari jafnvel eftir þeim. Að gera afdrifarík mistök í svo hárri stöðu ætti að hafa afleiðingar enda oft vitnað til þess að greiða þurfi slíkum stjórnendum mjög góð laun vegna mikilla krafna sem til þeirra eru gerðar. Í þessu tilviki er greinilega nægjanlegt að viðkomandi sýni iðrun og vilja til að læra einhverja lexíu af mistökunum. Sé sem sagt góður nemandi á bankastjóralaunum. Margir hafa spurt um hver beri þá ábyrgð í máli eins og því sem hér er gert að umræðuefni. Eftir því sem best verður séð er það enn einu sinni hr. Enginn. Þrátt fyrir að hann sé vel þekktur hér á landi og komið víða við sögu hefur hann ekki enn fengið kennitölu. Hver veit nema hr. Enginn verði kominn með hana innan tíðar. Annað eins hefur nú gerst í hinu marglofaða landi tækifæranna þar sem ævintýrin gerast. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fátt er göfugra en þegar fólk viðurkennir mistök sín og iðrast af hjartans einlægni. Nú hefur bankastjóri Íslandsbanka gengið þessa píslargöngu síðustu daga og viðurkennt að hafa gert mistök við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum og jafnvel brotið lög í því ferli. Að vísu lá þessi viðurkenning ekki fyrir fyrr en búið var að rannsaka söluna af óvilhöllum aðila og sýna fram á spillta stjórnsýslu á hæsta stigi. Þá fyrst voru mistök viðurkennd og lögð þung áhersla á að úr þessu mætti bæta og jafnvel læra einhver ósköp. En til þess að koma sjálfri sér á þurrt land aftur varð bankastjórinn að greiða á annan milljarð króna úr bankanum „sínum” til Fjármálaeftirlits Seðlabankans. Við viðskiptavinir bankans erum hins vegar vanir því að greiða sjálfir til sama banka ef okkur verður á að fara yfir á reikningi, gleymum að greiða á réttum tíma eða eitthvað enn alvarlegra. Það stafar eflaust af því að viðskiptavinir bankans eru ekki skilgreindir nemendur hans eins og raunin er með bankastjórann. Hann þarf aðeins að sína iðrun, borga fúlgur fjár úr sjóðum bankans og segjast hafa lært einhver lifandis ósköp í viðskiptafræðum og jafnvel siðfræði. Slík játning og yfirbót er greinilega talin jafngilda syndaaflausn og því engin ástæða til afsagnar enda þótt það þyki sjálfsagt í öllum löndum sem við miðum okkur við. Engu að síður eru einhverjir sem telja eðlilegt að sá eða sú sem gegnir bankastjórastöðu kunni skil á helstu leikreglum á því sviði og fari jafnvel eftir þeim. Að gera afdrifarík mistök í svo hárri stöðu ætti að hafa afleiðingar enda oft vitnað til þess að greiða þurfi slíkum stjórnendum mjög góð laun vegna mikilla krafna sem til þeirra eru gerðar. Í þessu tilviki er greinilega nægjanlegt að viðkomandi sýni iðrun og vilja til að læra einhverja lexíu af mistökunum. Sé sem sagt góður nemandi á bankastjóralaunum. Margir hafa spurt um hver beri þá ábyrgð í máli eins og því sem hér er gert að umræðuefni. Eftir því sem best verður séð er það enn einu sinni hr. Enginn. Þrátt fyrir að hann sé vel þekktur hér á landi og komið víða við sögu hefur hann ekki enn fengið kennitölu. Hver veit nema hr. Enginn verði kominn með hana innan tíðar. Annað eins hefur nú gerst í hinu marglofaða landi tækifæranna þar sem ævintýrin gerast. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun