Íbúar ósáttir við grjóthaug á stærð við íbúðarhús Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. júní 2023 07:45 Eins og sjá má er grjóthrúgan ofan í nærliggjandi fjölbýlishúsi. Vísir/Vilhelm Íbúar í Seljahverfi í Reykjavík eru ósáttir við grjóthaug sem safnast hefur upp á horni Álfabakka og Árskóga í hverfinu vegna framkvæmda. Formaður íbúaráðs bíður svara frá umhverfis-og skipulagsráði vegna haugsins en samkvæmt svörum borgarfulltrúa er um að ræða uppgröft sem nýta á í nýjan vetrargarð í Seljahverfi. „Þarna er komið heilt fjall af efni sem er jafnhátt og nýbyggð íbúðablokk,“ skrifar íbúi sem vekur athygli á haugnum í grennd við ÍR heimilið í Breiðholti á íbúahópi Seljahverfis og Bakkana. Þar standa nú yfir framkvæmdir, meðal annars við byggingu nýrrar verslunar Garðheima auk nýrra hjólastíga.Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúaráðs Breiðholts, segir í samtali við Vísi að hún hafi óskað eftir úttekt frá umhverfis-og skipulagssviði borgarinnar. Sviðið sendi eftirlitsmenn á staðinn í gær og á Sara enn eftir að fá þær niðurstöður í hendurnar.Hún segist skilja vel óánægju íbúa vegna haugsins en íbúar hafa meðal annars nefnt að töluvert sandfok sé af völdum hans. Að öðru leyti segist hún ekki vilja tjá sig um hauginn þar til frekar niðurstöður umhverfissviðs liggja fyrir. Mikið sandfok er af grjóthrúgunni að sögn íbúa. Vísir/Vilhelm ÍR-ingar kannast ekki við uppgröftinn Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, upplýsir íbúa á Facebook hópi Seljahverfis um að hann hafi spurst fyrir um framkvæmdirnar.„Efnishaugurinn er uppgröftur úr grunni fjölnotahúss ÍR. Ætlunin er að nota uppgröftinn sem uppfyllingu í vetrargarð, sem fyrirhugað er að stækka í Efra Breiðholti. Vegna tafa við gatnagerð, sem er á forræði Vegagerðarinnar, hefur orðið bið á því að efninu úr haugnum sé ekið af svæðinu,“ segir í svörum Kjartans.„Eitthvað úr efnishaugnum verður notað í áframhaldandi landmótun á ÍR-svæðinu og þá verður lóðin í kringum fjölnotahúsið jafnframt kláruð.“ Ólafur Gylfason, meðstjórnandi ÍR, segir í svörum til Vísis að þau svör sem Kjartan hafi fengið séu ekki rétt. Uppgröfturinn sé ekki úr grunni húsana á ÍR-svæðinu. „Það er líka komið bílastæði fyrir trukka við hliðina á þessum haug sem er með ólíkindum enda alls ekki inni á neinu deiliskipulagi frekar en grjóthaugurinn,“ skrifar Ólafur. „Það hefur ekkert gengið að fá svör hjá Reykjavíkurborg um á hvers vegum þessi tvö tilvik eru né hvort þetta sé hreinilega leyfilegt.“ Fréttin var uppfærð með svörum Ólafs Gylfasonar, meðstjórnanda í stjórn ÍR. Reykjavík Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
„Þarna er komið heilt fjall af efni sem er jafnhátt og nýbyggð íbúðablokk,“ skrifar íbúi sem vekur athygli á haugnum í grennd við ÍR heimilið í Breiðholti á íbúahópi Seljahverfis og Bakkana. Þar standa nú yfir framkvæmdir, meðal annars við byggingu nýrrar verslunar Garðheima auk nýrra hjólastíga.Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúaráðs Breiðholts, segir í samtali við Vísi að hún hafi óskað eftir úttekt frá umhverfis-og skipulagssviði borgarinnar. Sviðið sendi eftirlitsmenn á staðinn í gær og á Sara enn eftir að fá þær niðurstöður í hendurnar.Hún segist skilja vel óánægju íbúa vegna haugsins en íbúar hafa meðal annars nefnt að töluvert sandfok sé af völdum hans. Að öðru leyti segist hún ekki vilja tjá sig um hauginn þar til frekar niðurstöður umhverfissviðs liggja fyrir. Mikið sandfok er af grjóthrúgunni að sögn íbúa. Vísir/Vilhelm ÍR-ingar kannast ekki við uppgröftinn Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, upplýsir íbúa á Facebook hópi Seljahverfis um að hann hafi spurst fyrir um framkvæmdirnar.„Efnishaugurinn er uppgröftur úr grunni fjölnotahúss ÍR. Ætlunin er að nota uppgröftinn sem uppfyllingu í vetrargarð, sem fyrirhugað er að stækka í Efra Breiðholti. Vegna tafa við gatnagerð, sem er á forræði Vegagerðarinnar, hefur orðið bið á því að efninu úr haugnum sé ekið af svæðinu,“ segir í svörum Kjartans.„Eitthvað úr efnishaugnum verður notað í áframhaldandi landmótun á ÍR-svæðinu og þá verður lóðin í kringum fjölnotahúsið jafnframt kláruð.“ Ólafur Gylfason, meðstjórnandi ÍR, segir í svörum til Vísis að þau svör sem Kjartan hafi fengið séu ekki rétt. Uppgröfturinn sé ekki úr grunni húsana á ÍR-svæðinu. „Það er líka komið bílastæði fyrir trukka við hliðina á þessum haug sem er með ólíkindum enda alls ekki inni á neinu deiliskipulagi frekar en grjóthaugurinn,“ skrifar Ólafur. „Það hefur ekkert gengið að fá svör hjá Reykjavíkurborg um á hvers vegum þessi tvö tilvik eru né hvort þetta sé hreinilega leyfilegt.“ Fréttin var uppfærð með svörum Ólafs Gylfasonar, meðstjórnanda í stjórn ÍR.
Reykjavík Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira