Verndum vatnið okkar Sigrún Tómasdóttir og Olgeir Örlygsson skrifa 16. júní 2023 10:31 Það má segja að 16.júní sé afmælisdagur vatnsveitu í Reykjavík en þann dag árið 1909 var vatni fyrst hleypt á vatnsleiðsluna til Reykjavíkur. Lagning vatnsveitunnar var stærsta einstaka framkvæmd sem ráðist hafði verið í á þessum tíma en allt að 250 manns unnu við verkið haustið 1908 en þetta var fyrir almenna vélvæðingu. Tilkoma vatnsveitu var gríðarlegt framfaraskref fyrir borgina. Vatnsgæðum var ábótavant í þeim brunnum sem notaðir voru fyrir stofnun vatnsveitunnar og sem dæmi frá þessum tíma veiktust margir af taugaveiki í Skuggahverfi árið 1906 vegna mengaðs drykkjarvatns. Brunnarnir gáfu lítið vatn þannig að vatnsskortur var viðvarandi og orðinn takmarkandi fyrir þróun borgarinnar. Þó að vatnið úr Gvendarbrunnum, og síðar vatn úr lokuðum borholum á svæðinu, væri alla jafna af mjög góðum gæðum var það ekki gallalaust og sýndu rannsóknir að óhreinindi gætu komist í vatnið í leysingum og flóðum og vegna dýralífs og annarra athafna á svæðinu. Frá upphafi var ljóst að takmarka yrði umferð við vatnsbólin til þess að tryggja vatnsgæði þeirra. Vatnsbólin liggja í opnum og sprungnum hraunum þar sem mengun getur átt greiða leið niður í grunnvatnið. Mikilvægt skref til að tryggja vatnsgæði framtíðarinnar var stigið þegar vatnsverndarsvæði voru skilgreind utan um vatnsbólin og aðrennslissvæði þeirra árið 1967 og staðfest 1969. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna hefur síðan verið endurskoðuð nokkrum sinnum, seinast árið 2015. Vatnsnotkun ekki aukist þrátt fyrir íbúafjölgun Fá svæði geta talið sig jafn heppin og höfuðborgarsvæðið þegar það kemur að aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni. Öflun heilnæms drykkjarvatns er víða erfið og kostnaðarsöm. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hve lánsöm við erum og nýtum vatnið á ábyrgan hátt. Það er skemmtilegt að segja frá því að vatnsnotkun í Reykjavík hefur ekkert aukist síðustu 15 árin þrátt fyrir töluverða íbúafjölgun. Nýleg rannsókn sýndi fram á að íbúanotkun á höfuðborgarsvæðinu af köldu vatni er um 140 lítrar á dag sem er sambærilegt við notkun í nágrannalöndum. Við förum því almennt vel með vatnið okkar og megum vera stolt af því. Á þéttbýlum svæðum er algengt að neysluvatn hafi farið í gegnum umfangsmikla, margra þrepa meðhöndlun áður en fullnægjandi gæði nást. Vatnsforði er gjarnan staðsettur mjög nærri byggð, stórum landbúnaðarsvæðum eða mengandi iðnaði. Ekki er þörf fyrir neina meðhöndlun á vatninu frá Heiðmörk almennt. Í kjölfar örverumengunar vegna leysinga árið 2018 var þó ákveðið að lýsa vatn af neðra svæði Heiðmerkur með útfjólubláu ljósi til að óvirkja örverur. Rétt er að taka fram að lýsingartæki veita enga vörn gegn efna- eða olíumengun. Nýjar áskoranir með aukinni umferð Árið 1909 voru Gvendarbrunnar í töluverðri fjarlægð frá mannabyggðum. Samhliða því sem við stækkum sem samfélag þá nálgumst við þetta dýrmæta svæði og umferð ökutækja um svæðið og í nálægð þess eykst. Mikilvægt er að vera vakandi og gera sér grein fyrir því að aukinni umferð fylgir mengunarhætta en efna- eða olíuslys gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir vatnsbólin. Þessa hættu má lágmarka með því að leggja bílnum neðan við vatnsbólin eða skilja hann eftir heima þegar útivist er stunduð í Heiðmörk. Útivist og vatnsvernd geta sannarlega farið saman. Gnægð af góðu vatni hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar og efnahag. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að passa uppá vatnsverndarsvæðin okkar, ganga vel um þau og hafa vatnsvernd sem útgangspunkt í öllum framkvæmdum og skipulagsákvörðunum til þess að þessi mikilvæga auðlind verði sama fjöregg fyrir framtíðarkynslóðir eins og hún hefur verið fyrir okkur. Sigrún Tómasdóttir er sérfræðingur í jarðvísindum hjá OR. Olgeir Örlygsson er sérfræðingur vatnsveitu í öryggi og rekstri hjá Veitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það má segja að 16.júní sé afmælisdagur vatnsveitu í Reykjavík en þann dag árið 1909 var vatni fyrst hleypt á vatnsleiðsluna til Reykjavíkur. Lagning vatnsveitunnar var stærsta einstaka framkvæmd sem ráðist hafði verið í á þessum tíma en allt að 250 manns unnu við verkið haustið 1908 en þetta var fyrir almenna vélvæðingu. Tilkoma vatnsveitu var gríðarlegt framfaraskref fyrir borgina. Vatnsgæðum var ábótavant í þeim brunnum sem notaðir voru fyrir stofnun vatnsveitunnar og sem dæmi frá þessum tíma veiktust margir af taugaveiki í Skuggahverfi árið 1906 vegna mengaðs drykkjarvatns. Brunnarnir gáfu lítið vatn þannig að vatnsskortur var viðvarandi og orðinn takmarkandi fyrir þróun borgarinnar. Þó að vatnið úr Gvendarbrunnum, og síðar vatn úr lokuðum borholum á svæðinu, væri alla jafna af mjög góðum gæðum var það ekki gallalaust og sýndu rannsóknir að óhreinindi gætu komist í vatnið í leysingum og flóðum og vegna dýralífs og annarra athafna á svæðinu. Frá upphafi var ljóst að takmarka yrði umferð við vatnsbólin til þess að tryggja vatnsgæði þeirra. Vatnsbólin liggja í opnum og sprungnum hraunum þar sem mengun getur átt greiða leið niður í grunnvatnið. Mikilvægt skref til að tryggja vatnsgæði framtíðarinnar var stigið þegar vatnsverndarsvæði voru skilgreind utan um vatnsbólin og aðrennslissvæði þeirra árið 1967 og staðfest 1969. Afmörkun vatnsverndarsvæðanna hefur síðan verið endurskoðuð nokkrum sinnum, seinast árið 2015. Vatnsnotkun ekki aukist þrátt fyrir íbúafjölgun Fá svæði geta talið sig jafn heppin og höfuðborgarsvæðið þegar það kemur að aðgengi að hreinu og góðu drykkjarvatni. Öflun heilnæms drykkjarvatns er víða erfið og kostnaðarsöm. Það er því mikilvægt að við áttum okkur á því hve lánsöm við erum og nýtum vatnið á ábyrgan hátt. Það er skemmtilegt að segja frá því að vatnsnotkun í Reykjavík hefur ekkert aukist síðustu 15 árin þrátt fyrir töluverða íbúafjölgun. Nýleg rannsókn sýndi fram á að íbúanotkun á höfuðborgarsvæðinu af köldu vatni er um 140 lítrar á dag sem er sambærilegt við notkun í nágrannalöndum. Við förum því almennt vel með vatnið okkar og megum vera stolt af því. Á þéttbýlum svæðum er algengt að neysluvatn hafi farið í gegnum umfangsmikla, margra þrepa meðhöndlun áður en fullnægjandi gæði nást. Vatnsforði er gjarnan staðsettur mjög nærri byggð, stórum landbúnaðarsvæðum eða mengandi iðnaði. Ekki er þörf fyrir neina meðhöndlun á vatninu frá Heiðmörk almennt. Í kjölfar örverumengunar vegna leysinga árið 2018 var þó ákveðið að lýsa vatn af neðra svæði Heiðmerkur með útfjólubláu ljósi til að óvirkja örverur. Rétt er að taka fram að lýsingartæki veita enga vörn gegn efna- eða olíumengun. Nýjar áskoranir með aukinni umferð Árið 1909 voru Gvendarbrunnar í töluverðri fjarlægð frá mannabyggðum. Samhliða því sem við stækkum sem samfélag þá nálgumst við þetta dýrmæta svæði og umferð ökutækja um svæðið og í nálægð þess eykst. Mikilvægt er að vera vakandi og gera sér grein fyrir því að aukinni umferð fylgir mengunarhætta en efna- eða olíuslys gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir vatnsbólin. Þessa hættu má lágmarka með því að leggja bílnum neðan við vatnsbólin eða skilja hann eftir heima þegar útivist er stunduð í Heiðmörk. Útivist og vatnsvernd geta sannarlega farið saman. Gnægð af góðu vatni hefur jákvæð áhrif á heilsu okkar og efnahag. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að passa uppá vatnsverndarsvæðin okkar, ganga vel um þau og hafa vatnsvernd sem útgangspunkt í öllum framkvæmdum og skipulagsákvörðunum til þess að þessi mikilvæga auðlind verði sama fjöregg fyrir framtíðarkynslóðir eins og hún hefur verið fyrir okkur. Sigrún Tómasdóttir er sérfræðingur í jarðvísindum hjá OR. Olgeir Örlygsson er sérfræðingur vatnsveitu í öryggi og rekstri hjá Veitum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun