Níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk árlega Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2023 20:31 Kókómjólkin hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi eða í 50 ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Því er núna fagnað að Kókómjólkin á fimmtíu ára afmæli en hún hefur alltaf verið framleidd í mjólkurbúinu á Selfossi. Í dag eru um níu milljónir ferna drukknar af Kókómjólk á ári en Kókómjólkin er eitt dýrmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar í dag. Það er mikið um allskonar heimsóknir í starfsstöð Mjólkursamsölunnar á Selfossi og þá er oftast boðið upp á Kókómjólk, ekki síst þegar börn eru á ferðinni. Nú er búið að merkja fernurnar sérstaklega með Klóa í tilefni af 50 ára afmælinu. Öll framleiðslan í þessi fimmtíu ár hefur farið fram í mjólkurbúinu á Selfossi. „Þetta er að mínu mati eitt verðmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar af því að salan í Kókómjólkinni er mjög góð og hefur verið stabíl í öll þessi ár. Við erum með traustan og góðan kúnnahóp, sem elskar Kókómjólkina og til að nefna þá er framleiðslan um þrjár milljónir lítra í ári í núverandi mynd, sem gefur okkur níu milljónir eininga,“ segir Ágúst Þór Jónsson mjólkurbússtjóri MS á Selfossi. Hvað er það við Kókómjólkina, sem er svona heillandi ? „Það er náttúrulega það að hún er mjög stabíl og góð vara, hún er bragðgóð og holl, orka í henni og gefur kraft, þannig að það þarf ekkert að tíunda meira um það,“ bætir Ágúst við. Klói verður í miklu afmælisskapi í sumar og ætlar að fara um landið og gleðja fólk á öllum aldri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umbúðirnar hafa breyst heilmikið á þessari hálfu öld. Þær voru í hyrnum fyrstu tvö árin og svo kom Branda og 1990 kom Klói til sögunnar en hann er eitt af einkennismerkjum Kókómjólkurinnar og ætlar hann að vera á ferðinni um allt land í sumar til að gleðja unga sem aldna en það þýðir ekkert að tala við hann því hann kann ekki að tala. En á Kókómjólkin eftir að lifa í fimmtíu ár í viðbót? „Heldur betur ef við höldum áfram að vera með svona úrvalsmjólk eins og við erum með þá mun hún lifa fimmtíu ár í viðbót,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MS. Ágúst Þór, mjólkurbússtjóri á Selfossi og Halldóra, sem er markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MSMagnús Hlynur Hreiðarsson Landbúnaður Árborg Tímamót Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Það er mikið um allskonar heimsóknir í starfsstöð Mjólkursamsölunnar á Selfossi og þá er oftast boðið upp á Kókómjólk, ekki síst þegar börn eru á ferðinni. Nú er búið að merkja fernurnar sérstaklega með Klóa í tilefni af 50 ára afmælinu. Öll framleiðslan í þessi fimmtíu ár hefur farið fram í mjólkurbúinu á Selfossi. „Þetta er að mínu mati eitt verðmætasta vörumerki Mjólkursamsölunnar af því að salan í Kókómjólkinni er mjög góð og hefur verið stabíl í öll þessi ár. Við erum með traustan og góðan kúnnahóp, sem elskar Kókómjólkina og til að nefna þá er framleiðslan um þrjár milljónir lítra í ári í núverandi mynd, sem gefur okkur níu milljónir eininga,“ segir Ágúst Þór Jónsson mjólkurbússtjóri MS á Selfossi. Hvað er það við Kókómjólkina, sem er svona heillandi ? „Það er náttúrulega það að hún er mjög stabíl og góð vara, hún er bragðgóð og holl, orka í henni og gefur kraft, þannig að það þarf ekkert að tíunda meira um það,“ bætir Ágúst við. Klói verður í miklu afmælisskapi í sumar og ætlar að fara um landið og gleðja fólk á öllum aldri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Umbúðirnar hafa breyst heilmikið á þessari hálfu öld. Þær voru í hyrnum fyrstu tvö árin og svo kom Branda og 1990 kom Klói til sögunnar en hann er eitt af einkennismerkjum Kókómjólkurinnar og ætlar hann að vera á ferðinni um allt land í sumar til að gleðja unga sem aldna en það þýðir ekkert að tala við hann því hann kann ekki að tala. En á Kókómjólkin eftir að lifa í fimmtíu ár í viðbót? „Heldur betur ef við höldum áfram að vera með svona úrvalsmjólk eins og við erum með þá mun hún lifa fimmtíu ár í viðbót,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MS. Ágúst Þór, mjólkurbússtjóri á Selfossi og Halldóra, sem er markaðs- og vöruflokkastjóri ferskvara hjá MSMagnús Hlynur Hreiðarsson
Landbúnaður Árborg Tímamót Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira