God's Country: Án þeirra sem þora verður engin framþróun Heiðar Sumarliðason skrifar 20. júní 2023 09:24 Thandiwe Newton tekur til sinna ráða. Bíó Paradís frumsýndi sl. föstudag bandarísku kvikmyndina God's Country. Hún fjallar um háskólakennara í litlum bæ í miðríkjum Bandaríkjanna sem er allt annað en sátt við rusti tvo sem leggja fyrir utan húsið hennar til að komast í veiðilendur. Ég var á báðum áttum með hvort ég yfirhöfuð nennti að sjá þessa mynd eftir að hafa horft á stikluna. Það sem ég hugsaði var: Enn ein sagan þar sem vondir rustir níðast á minni máttar, sem tekur til sinna ráða og skýtur þá eftir að hafa fengið nóg af ofsóknum. Það sem fékk mig þó til að kýla á áhorf var áhorfenda- og gagnrýnendaeinkunn hennar. Þar má finna nokkra gjá milli þings og þjóðar. Einkunn áhorfenda stendur í 5,6 (oftast ávísun á lélega ræmu) á meðan einkunn helstu gagnrýnenda á Metacritic er 77 (oftast ávísun á góða). Ég get yfirleitt ekki staðist svona halla, er mikill áhugamaður um hvað veldur. Mjög oft er þetta frekar einfalt: Rasistar og kvenhatarar taka sig saman og láta ásana dynja á myndum sem þeim eru ekki þóknanlegar og lækka þannig meðaleinkunn hennar. Með því tekst þeim að eyðileggja áhuga fólks á að sjá hana, því við vitum sem er, að myndir með meðaleinkunn undir 6 er sjaldnast góðar. Engin Little Mermaid Meðvitund manna sem stunda slíkar árásir um að God's Country sé yfirhöfuð til er hins vegar í lágmarki, enda um svokallaða indímynd að ræða. Því eru líklega aðrar ástæður fyrir lágri áhorfendaeinkunn. Dreifing einkunna hjá God's Country. Líkt og sjá má á myndinni hér að ofan er sexan algengust einkunna og ásarnir aðeins 11,6%. Til samanburðar má hér sjá einkunnir The Little Mermaid sem varð fyrir miklum árásum. Þar eru ásarnir 38,6%: 31.000 manns og bottar höfðu fyrir því að gefa Litlu hafmeyjunni 1 í einkunn. Það virðist því vera eitthvað við God's Country sjálfa sem truflar stóran hóp áhorfenda. Litið á metafóruna Eftir að hafa horft á hana skil ég það að einhverju leyti. Viðbrögð áhorfenda við God's Country hafa þó meira með það að gera hvernig þorri fólks horfir á kvikmyndir og hverju það leitar eftir, fremur en raunverulegum gæðum hennar. Þegar kvikmyndahöfundar vinna með metafórur, líkt og hér, er oft hætta á því að margir áhorfendur skilji ekki hvað þeir eru að horfa á. Flestar kvikmyndir sem fólk horfir á hafa hreinlega ekki mikla dýpt á metafórísku stigi, því eru áhorfendur ekki vanir að leysa það „stærðfræðidæmi“ sem samsetning metafórunnar er. Thandiwe Newton sem áður kallaði sig Thandie. Ein möguleg túlkun á God's Country, og sú sem ég hef ákveðið að einblína á, er að hún fjalli um hvernig yfirgangsseggir hafa aðlagað sig að nýjum tímum; þegar svarti maðurinn stendur á sínu geta þeir ekki lengur vafið kaðli utan um hálsinn á honum hengt í næsta tré líkt og forfeður þeirra gerðu. Seggirnir er þó ekki tilbúnir að sýna honum sömu virðingu og hvíta manninum. Því er þeirra helsta tól svokallað „micro-aggressions.“ Þegar aðalpersónan, hin hörundsdökka Sandra, leikin af Thandiwe Newton (áður Thandie Newton), setur miða á pallbíl tveggja veiðimanna og biður þá vinsamlegast að leggja ekki á lóð hennar, eru viðbrögðin þau að rífa miðann og skilja hann eftir hjá tættu fuglshræi. Þegar gengið er á þá, látast þeir alsaklausir af gjörningnum (hvað annað?). Það sem liggur hér í hlutarins eðli er að nú fari í gang einhvers konar kvikmynd í ætt við t.d. John Wick, þar sem aðalpersónan hefnir sín á fuglamorðingjum (eða hundamorðingjum). Dýramorðingjarnir tveir. God's Country er ekki beinlínis þannig mynd. Vissulega vinnur hún með ákveðin mótíf sem hefndarmyndir sýsla með. Hins vegar á aðalpersónan lítið sameiginlegt með John Wick, því hér er raunverulega verið að fjalla um eitthvað mikilvægt en ekki verið að gera innantóman ofbeldisballet. Engin taugaþroskaröskun Í stað þess að Sandra sé ógölluð mannvera sem verður fyrir ofsóknum rusta er hún persóna sem á meira sameiginlegt með Travis Bickle úr Taxi Driver (þó hún sé algjörlega Travis-light útgáfan). Þetta kemur mörgum áhorfendum sjálfsagt úr jafnvægi. Sjálfur sveiflaðist ég töluvert í afstöðu minni til Söndru og á stundum var ég hreinlega farinn að hugsa: Hvað er að þessari konu, af hverju lætur hún svona? Er eitthvað að henni? Þegar ég hugsaði hins vegar til sögu Bandaríkjanna og alls þess sem svart fólk hefur þurft að þola þar í landi varð samúð mín með henni meiri. Fólk fær bara nóg af því að vera sífellt að beygja sig undir yfirgang, hvort sem hann er míkró eða makró, og eftir að hafa horft á alla myndina er Sandra í mínum huga ekkert annað en aðdáunarverð persóna. Það er augljóst að höfundarnir Shaye Ogbonna og Julian Higgins leggja mikla áherslu á að hafa persónurnar alls ekki einvíðar. Það er að sjálfsögðu gott en getur þó verið varhugaverð nálgun, ef of geist er farið. Það má ekki gleyma því að slíkt getur endað sem eins konar þversagnaglundroði sem á endanum verður tilgerðarlegur. God's Country daðrar við þetta og fer því miður öðru hvoru yfir strikið og verður klunnaleg. Ég fyrirgef það þó, þar sem hún er, þegar öllu er á botninn hvolft, huguð og áhugaverð, þó fullkomin sé hún ekki. En það þarf ekki allt að vera fullkomið og má líka taka hattinn ofan fyrir djörfum tilraunum. Því án þeirra sem þora verður aldrei nein framþróun, hvort sem um er að ræða baráttuna fyrir auknum mannréttindum eða nýstárlega listsköpun. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Ég var á báðum áttum með hvort ég yfirhöfuð nennti að sjá þessa mynd eftir að hafa horft á stikluna. Það sem ég hugsaði var: Enn ein sagan þar sem vondir rustir níðast á minni máttar, sem tekur til sinna ráða og skýtur þá eftir að hafa fengið nóg af ofsóknum. Það sem fékk mig þó til að kýla á áhorf var áhorfenda- og gagnrýnendaeinkunn hennar. Þar má finna nokkra gjá milli þings og þjóðar. Einkunn áhorfenda stendur í 5,6 (oftast ávísun á lélega ræmu) á meðan einkunn helstu gagnrýnenda á Metacritic er 77 (oftast ávísun á góða). Ég get yfirleitt ekki staðist svona halla, er mikill áhugamaður um hvað veldur. Mjög oft er þetta frekar einfalt: Rasistar og kvenhatarar taka sig saman og láta ásana dynja á myndum sem þeim eru ekki þóknanlegar og lækka þannig meðaleinkunn hennar. Með því tekst þeim að eyðileggja áhuga fólks á að sjá hana, því við vitum sem er, að myndir með meðaleinkunn undir 6 er sjaldnast góðar. Engin Little Mermaid Meðvitund manna sem stunda slíkar árásir um að God's Country sé yfirhöfuð til er hins vegar í lágmarki, enda um svokallaða indímynd að ræða. Því eru líklega aðrar ástæður fyrir lágri áhorfendaeinkunn. Dreifing einkunna hjá God's Country. Líkt og sjá má á myndinni hér að ofan er sexan algengust einkunna og ásarnir aðeins 11,6%. Til samanburðar má hér sjá einkunnir The Little Mermaid sem varð fyrir miklum árásum. Þar eru ásarnir 38,6%: 31.000 manns og bottar höfðu fyrir því að gefa Litlu hafmeyjunni 1 í einkunn. Það virðist því vera eitthvað við God's Country sjálfa sem truflar stóran hóp áhorfenda. Litið á metafóruna Eftir að hafa horft á hana skil ég það að einhverju leyti. Viðbrögð áhorfenda við God's Country hafa þó meira með það að gera hvernig þorri fólks horfir á kvikmyndir og hverju það leitar eftir, fremur en raunverulegum gæðum hennar. Þegar kvikmyndahöfundar vinna með metafórur, líkt og hér, er oft hætta á því að margir áhorfendur skilji ekki hvað þeir eru að horfa á. Flestar kvikmyndir sem fólk horfir á hafa hreinlega ekki mikla dýpt á metafórísku stigi, því eru áhorfendur ekki vanir að leysa það „stærðfræðidæmi“ sem samsetning metafórunnar er. Thandiwe Newton sem áður kallaði sig Thandie. Ein möguleg túlkun á God's Country, og sú sem ég hef ákveðið að einblína á, er að hún fjalli um hvernig yfirgangsseggir hafa aðlagað sig að nýjum tímum; þegar svarti maðurinn stendur á sínu geta þeir ekki lengur vafið kaðli utan um hálsinn á honum hengt í næsta tré líkt og forfeður þeirra gerðu. Seggirnir er þó ekki tilbúnir að sýna honum sömu virðingu og hvíta manninum. Því er þeirra helsta tól svokallað „micro-aggressions.“ Þegar aðalpersónan, hin hörundsdökka Sandra, leikin af Thandiwe Newton (áður Thandie Newton), setur miða á pallbíl tveggja veiðimanna og biður þá vinsamlegast að leggja ekki á lóð hennar, eru viðbrögðin þau að rífa miðann og skilja hann eftir hjá tættu fuglshræi. Þegar gengið er á þá, látast þeir alsaklausir af gjörningnum (hvað annað?). Það sem liggur hér í hlutarins eðli er að nú fari í gang einhvers konar kvikmynd í ætt við t.d. John Wick, þar sem aðalpersónan hefnir sín á fuglamorðingjum (eða hundamorðingjum). Dýramorðingjarnir tveir. God's Country er ekki beinlínis þannig mynd. Vissulega vinnur hún með ákveðin mótíf sem hefndarmyndir sýsla með. Hins vegar á aðalpersónan lítið sameiginlegt með John Wick, því hér er raunverulega verið að fjalla um eitthvað mikilvægt en ekki verið að gera innantóman ofbeldisballet. Engin taugaþroskaröskun Í stað þess að Sandra sé ógölluð mannvera sem verður fyrir ofsóknum rusta er hún persóna sem á meira sameiginlegt með Travis Bickle úr Taxi Driver (þó hún sé algjörlega Travis-light útgáfan). Þetta kemur mörgum áhorfendum sjálfsagt úr jafnvægi. Sjálfur sveiflaðist ég töluvert í afstöðu minni til Söndru og á stundum var ég hreinlega farinn að hugsa: Hvað er að þessari konu, af hverju lætur hún svona? Er eitthvað að henni? Þegar ég hugsaði hins vegar til sögu Bandaríkjanna og alls þess sem svart fólk hefur þurft að þola þar í landi varð samúð mín með henni meiri. Fólk fær bara nóg af því að vera sífellt að beygja sig undir yfirgang, hvort sem hann er míkró eða makró, og eftir að hafa horft á alla myndina er Sandra í mínum huga ekkert annað en aðdáunarverð persóna. Það er augljóst að höfundarnir Shaye Ogbonna og Julian Higgins leggja mikla áherslu á að hafa persónurnar alls ekki einvíðar. Það er að sjálfsögðu gott en getur þó verið varhugaverð nálgun, ef of geist er farið. Það má ekki gleyma því að slíkt getur endað sem eins konar þversagnaglundroði sem á endanum verður tilgerðarlegur. God's Country daðrar við þetta og fer því miður öðru hvoru yfir strikið og verður klunnaleg. Ég fyrirgef það þó, þar sem hún er, þegar öllu er á botninn hvolft, huguð og áhugaverð, þó fullkomin sé hún ekki. En það þarf ekki allt að vera fullkomið og má líka taka hattinn ofan fyrir djörfum tilraunum. Því án þeirra sem þora verður aldrei nein framþróun, hvort sem um er að ræða baráttuna fyrir auknum mannréttindum eða nýstárlega listsköpun.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira